föstudagur, 15. október 2010

Kreppugler eða bara ný aðferð við að hafa pening af fólki fyrir litla eða enga vinnu?

Ég var að athuga með að fá mér gleraugu og var bent á kreppugler.is en þar sem
að ég er skeptískur á allt sem að ég versla hérna heima að þá prufaði ég að taka
lýsinguna á gleraugunum og setja inn í google og viti menn þar er bara síða sem að er nánast alveg eins og kreppugler.is en heitir zennioptical.com með mun betri verð en Kreppugler.
Það sem að þeir eru að gera er að scrape'a (http://en.wikipedia.org/wiki/Web_scraping) þar sem að þú slærð inn pöntun inná síðuna hjá þeim sem að þeir senda síðan áfram á zennioptical.com sem sína eigin pöntun.
Ok maður er að fá mun betra verð þarna (kreppugler.is) en útí búð, samt alveg
búinn að fá mig full saddan af þessu eylífa kroppi í budduna mína af íslendingum.
Enda ætla ég mér bara að versla beint af zennioptical.com og spara mér slatta
þannig.
Hægt er að koma með rök eins og 2 ára ábyrgð sem að á svo sem rétt á sér en það
sem að ég er að spara mér er það mikið að ég get keypt mér 2 gleraugu í staðinn.
Vona að þetta sé ekki rétt hjá mér þar sem að ég vona að menn séu ekki að stunda
svona viðskipti.

http://www.kreppugler.is/

http://www.zennioptical.com/

Einn að missa trúnna á Íslendingum.

8 ummæli:

 1. Takk fyrir að láta vita af þessu, ég er reyndar nýbúinn að kaupa mér hérna heima gleraugu (gler og umgjörð) og það kostaði alveg um 60 þúsund kall en það voru diesel gleraugu og ógeðslega flott og ég sé ekki eftir þeim.
  Ég vissi af þessum kreppugleri þá en fannst þetta of gott til að vera satt og svo er ég líka með smá sjónskekkju þannig mikilvægt að þetta sé fagmannlega unnið.

  En aldrei að vita nema maður panti sér þarna á zennioptical fljótlega ef maður vill einhver önnur gleraugu þegar maður vill passa uppá diesel gleraugun.

  En þetta er flott innlegg og ég er mjög feginn því að vita af þessu núna með að kreppugler sé ekki eins mikil snilld og það líti út fyrir að vera.

  Kv, Gunnar (Ekki Dr. Gunni samt)

  SvaraEyða
 2. Akkúrat svona lagað er ástæða fyrir því að þessi hópur fólks er á móti inngöngu í ESB.
  Það mundi auðvelda fólki gífurlega pantanir úr netverslunum erlendis ef Ísland væri í ESB, þar sem bannað er að leggja toll á milliríkjaviðskipti.

  SvaraEyða
 3. Flott ábending um ódýrari kost í gleraugum. Enn mér finnst upphrópanir um okur og "kropp í budduna" sterkt tekið til orða. eg skoðaði þetta svona með hálfkáki, og sýnist að þetta séu bara sniðugir íslendingar sem að eru með þessa síðu. Víð virðumst altaf gleyma VSK+TOLL+VÖRUGJÖlD+SENDINGARKOSTNAÐ. Þannig að álagninginn hjá þeim er alveg innan eðlilegra marka miðað við að þurfa að ábyrgjast vöruna í tvö ár. Það er alveg óþolandi að heyra í misvitrum Íslendingum að væla um eithvað okur hjá hinni og þessari verslun enn hafa sjálfir aldrei staðið í verslunarrekstri. Ef að við verslum ekki af íslendingum, þá komumst við aldrei úr þessri efnahagslægð

  SvaraEyða
 4. Gaman þegar að fólk er að reyna að hræða aðra með því hvað það er dýrt og erfitt að versla af netinu.
  Ég skoðaði þetta líka hjá Zenn og miðað við að kaupa ódýrustu gleraugun frá þeim með öllum gjöldum og sendingarkostnaði að þá standa gleraugun í 2523.-
  samkvæmt reiknivélinni hjá tollinum ( http://www.tollur.is/upload/files/calc_netverslun(22).htm ),
  og svo er ódýrara að kaupa fleiri en ein gleraugu þar sem að sendingarkostnaðurinn er $9.95 óháð því hvað maður kaupir mikið hjá þeim.
  Reyndar er svo auka kostnaður ef að maður þarf að láta gera fyrir sig tollskýrsluna en fólk gerir það bara sjálft.
  Væri gott ef að einhver getur bent á stað þar sem að maður getur lært að gera tollskýrslur sjálfur og spara þannig.

  SvaraEyða
 5. Samkvæmt reiknivélinni hérna að ofan kostar 4205.- (3655 + 550 (tollafgreiðslugjald)) að kaupa tvenn gleraugu frá Zenn þannig að þar er greynilega ódýrara að kaupa sér tvenn gleraugu frá Zenn en að stóla á þessa 2.ára ábyrgð.

  SvaraEyða
 6. Það gæti vel verið að þetta séu bara 2 fyrirtæki sem kaupa frá sama birgi. Hann segir á síðunni að hann sé að panta þetta beint frá framleiðanda frá Kína. Það getur líka vel verið að hann hafi ekki fengið sama díl og þetta zenn dæmi... Alveg óþarfi að vera að fordæma fólk svona án þess að vita nokkuð um málið.

  SvaraEyða
 7. Samkvæmt zennoptical að þá framleiða þeir sjálfur þessi gleraugu þannig að það gæti ekki verið sami birginn.
  http://www.zennioptical.com/information_message.php?location=./customer/information/aboutus.tpl
  En allaveganna að þá er þetta ágætis ábending á hvar maður getur fengið ódýrari gleraugu og fyrir það segi ég "takk".

  SvaraEyða
 8. Með ábyrgðina hjá kreppugler, hún er bara 12 mánuðir og þar að auki hef ég lent í því að gleraugun voru gölluð og hann vildi nákvæmlega ekkert gera, sagði að það væri bara mér sjálfum að kenna (án þess einu sinni að skoða gleraugun). Þannig að þessi ábyrgð er einskis nýt hvort sem er.

  SvaraEyða