föstudagur, 22. október 2010

Hvað kostar að fá kvef?

Nú er kjörtími kvefs. Horið byrjar að leka úr nösunum, beinverkir herja á og hitavella, hósti og almenn leiðindi. Engin lækning er til við kvefi og allt kemur fyrir ekki sama hvað fólk belgir sig út af náttúrulyfum. Þar til kvefið rjátlast af manni af sjálfum sér má reyna að gera sér kvefið sem þægilegast. Til þess eru ýmis hjálparmeðöl.

Hver býður svo best í kvefvörum? Ég gerði verðkönnun á 10 kveftengdum vörum. Fór í sex apótekum á höfuðborgarsvæðinu og tók niður verðin. Hér koma niðurstöðurnar.Garðsapótek kemur best út úr þessari könnun. Það munar 1.376 krónum á verði tíu vara hjá þeim og dýrasta apótekinu, Lyfju. Garðsapótek hefur verið einkarekið apótek í 50 ár og tekur fram á heimasíðu sinni að það tengist hvorki lyfjakeðjum né eignarhaldsfélögum. Lyfja er hins vegar með meira en 30 útibú um allt land. Það væri hægt að áætla á að markaðsstærð fyrirtækisins myndi skila sér í einhverju öðru en að það væri dýrasta apótek höfuðborgarsvæðisins. Svo er þó ekki.

Dr. Gunni (birtist fyrst í Fréttatímanum 08.10.10)

2 ummæli:

  1. Það er mjög gaman að fylgja með fréttunum þegar maður er staddur erlendis. Ég er mjög þakklát öllum sem taka þátt í að koma blaðinu á fót. Varðandi „hvað kostar að fá kvef“ var mér einu sinni sagt að drekka ferska límonu, ferskt engifer og hunang í sjóðandi heitu vatni þrísvar á dag. Kannski ódýrasta lausn af öllu!
    Bestu kveðjur,
    Sarah

    SvaraEyða
  2. Bara snýta sér meira, kostar minnst! :P

    SvaraEyða