Hver býður svo best í kvefvörum? Ég gerði verðkönnun á 10 kveftengdum vörum. Fór í sex apótekum á höfuðborgarsvæðinu og tók niður verðin. Hér koma niðurstöðurnar.

Garðsapótek kemur best út úr þessari könnun. Það munar 1.376 krónum á verði tíu vara hjá þeim og dýrasta apótekinu, Lyfju. Garðsapótek hefur verið einkarekið apótek í 50 ár og tekur fram á heimasíðu sinni að það tengist hvorki lyfjakeðjum né eignarhaldsfélögum. Lyfja er hins vegar með meira en 30 útibú um allt land. Það væri hægt að áætla á að markaðsstærð fyrirtækisins myndi skila sér í einhverju öðru en að það væri dýrasta apótek höfuðborgarsvæðisins. Svo er þó ekki.
Dr. Gunni (birtist fyrst í Fréttatímanum 08.10.10)
Það er mjög gaman að fylgja með fréttunum þegar maður er staddur erlendis. Ég er mjög þakklát öllum sem taka þátt í að koma blaðinu á fót. Varðandi „hvað kostar að fá kvef“ var mér einu sinni sagt að drekka ferska límonu, ferskt engifer og hunang í sjóðandi heitu vatni þrísvar á dag. Kannski ódýrasta lausn af öllu!
SvaraEyðaBestu kveðjur,
Sarah
Bara snýta sér meira, kostar minnst! :P
SvaraEyða