mánudagur, 11. október 2010

Slæmir viðskiptahættir - Vodafone

Þetta er nú ekki okur en ég missti af góðum díl og finnst þetta alveg til skammar. Það er greinilega stórt stjórnunarvandamál hjá þessu fyrirtæki.

Málið er að ég færði mig yfir í áskrift á fimmtudegi, þá var sprengiafsláttardagur hjá þeim: "Sprengjuafsláttur í Vodafone Kringlunni til miðnættis í kvöld!! Sony Ericsson W205 á 1 KRÓNU, gegn 6 mánaða árskriftarsamningi. Fleiri frábær símatilboð og kaupaukar í boði. Takmarkað magn svo kíktu til okkar sem fyrst;)". Ég sá þetta á facebook síðu þeirra á sunnudeginum.

Ég var frekar ósátt við að fá ekki að vita af þessu, ég hefði pottþétt nýtt mér þetta. Ég sendi tölvupóst (gat ekki hringt því ég var símasambandslaus í boði þeirra). Þeirra svar er: "Málið er að sprengjutilboðið var ákveðið svo seint að það gleymdist að tilkynna starfsfólkinu um það, ég t.d. frétti ekki af þessu fyrr en næsta dag. Það er búið að tala um þetta við þá sem stjórna þessu um að það verði að láta okkur vita með fyrirvara svo að mál eins og þitt komi ekki upp. Mér þykir mjög leitt að sölumaðurinn hafi ekki vitað af þessu og biðst afsökunar á því fyrir hönd fyrirtækisins en það er búið að lofa okkur að þetta komi ekki fyrir aftur.".

Ég spurði hvort það væri ekki hægt að bjóða mér eitthvað tilboð út af þessu. Nei það er ekki hægt.

---

Annað sem hefur truflað mig:

- Þeir flytja þig líka yfir til fyrirtækisins áður en SIM kortið kemur (ég var símasambandslaus í rúman sólarhring).

- Þeir rukka meira fyrir vef sms en Síminn (8 kr vs 5 kr).

- Þeir eru með stafsetningavillur og asnalegt orðaval á "Mínar síður".

- "Mínar síður" eru mjög hægar og virka ekki alltaf.

---

Ég er frekar fúl yfir þessu og er alvarlega að íhuga að skipta um símafyrirtæki aftur. Mér finnst ekki vera mikill metnaður hjá þessu fyrirtæki.

Óskar nafnleyndar

8 ummæli:

 1. Já, Vodafone er sorglegt fyrirtæki, hefur alltaf verið.

  SvaraEyða
 2. Ég sendi þetta inn, ég hef alveg nokkrum sinnum sent hingað inn þegar ég er óánægð eða ánægð með eitthvað. Ef þeir hefðu boðið mér gott tilboð þá eru svona 98% líkur á að þeir hefðu fengið góða auglýsingu hérna.

  SvaraEyða
 3. snarlækkaði reikninga mína fyrir 3 árum er ég færði mig yfir til símans.

  SvaraEyða
 4. Vigdís Stefánsdóttir17. október 2010 kl. 19:39

  Ég hef alveg öfuga reynslu. Vodafone hefur alla tíð reynst mér ágætlega og þegar ég hef fylgst með fólki færa sig á milli hinna og þessara, hefur samanburðurinn við mína reikninga alltaf verið mér í hag. ÉG skal hinsvegar viðurkenna að ég hef ekki elt mikið af tilboðum og hef því ekki samanburð við það. Get alls ekki kvartað undan þjónustunni - ég hringi reglulega út af einhverju og fæ alltaf greinagóð svör og fljóta afgreiðslu. Mest vegna vefmála, er með nokkra vefi vistaða þar en ég hef líka þurft aðstoð við annað.

  SvaraEyða
 5. Sammála Vigdísi. Þjónustan er mjög góð, hef margoft hringt og talað við tæknimenn útaf vefmálum og alltaf fengið mjög góða þjónustu.
  Skil heldur ekki hvernig fólk nennir að skipta um fyrirtæki mörgum sinnum á ári til að eltast við nokkrar krónur - og svo koma bara ný tilboð á gamla staðnum!

  SvaraEyða
 6. Vandamálin við þessi "tilboð" er að þau eru yfirleitt ekki fyrir núverandi viðskiptavini heldur bara nýja. Svo eins og í þessu dæmi þá augljóslega reyna þeir að fela tilboðið fyrir þá viðskiptavini sem eru hvort sem er að skipta um fyrirtæki. Alveg hrikaleg og fölsk vinnubrögð.

  SvaraEyða
 7. Mínir reikningar lækkuðu um helming eftir að ég flutti mig til Vodafone. Þeir voru búnir að rjúka upp í loft hjá símanum þrátt fyrir minni símanotkun á heimilinu. En þegar ég hringdi þá var fátt um svör , þannig að ég færði mig og enn stendur allt eins og stafur á bók...1 og 1/2 ári seinna.

  SvaraEyða
 8. Er ánægð með að vera í Gullinu hjá Vodafone,og þjónustufultrúarnir til fyrimindar.

  SvaraEyða