fimmtudagur, 7. október 2010

Dýrt neftóbak á Akureyrarflugvelli!

Á flugvellinum á Akureyri kostar neftóbaksdollan 850 kr, sem að mér vitandi er
dýrasta dollan á Íslandi. Fyrir sunnan hef ég verið að kaupa dolluna á 720 kr og allt niður í 690. Ég spurði manninn í sjoppunni afhverju neftóbaksdollan væri svona dýr. Hann bar fyrir sig sendingarkostnað. Mæli ég því með því ad þú kaupir tóbakið þitt
annars staðar því 850 kr er hreint okur!
S. Á.

9 ummæli:

  1. Hættu í tóbakinu og hættu svo að væla.

    SvaraEyða
  2. Sammála síðasta ræðumanni

    SvaraEyða
  3. Síðan hvenær hafa flugvallasjoppur verið í fararbroddi með lágt vöruverð?

    SvaraEyða
  4. Helmingurinn af ferðaánægjunni er að láta okra á sér á flugvellinum, í Leifsstöð, á Akureyri og erlendis.

    SvaraEyða
  5. Ég held að verðið í flugvallasjoppunni sé nú varla lýsandi fyrir verðlag á Akureyri. Þú ættir að prófa BSO næst. Þar er annars ódýrasta tóbakið á Akureyri.

    SvaraEyða
  6. "Helmingurinn af ferðaánægjunni er að láta okra á sér á flugvellinum, í Leifsstöð, á Akureyri og erlendis."
    - ha ha, fyndið þetta nafnlaus góður.

    SvaraEyða
  7. Ég tek nú því miður tóbak í vör og nef. Það er dýrt

    Hinsvegar er algjörlega ástæðulaust að kvarta yfir því þar sem þetta er svo langt frá því að vera nauðsynjavara. Ef maður vill endilega vera að gera þetta helvíti þá þarf maður einfaldlega að borga..

    SvaraEyða
  8. hvaða grín er það að það sé verið að selja neftóbaksdolluna á 850 :O og nei sendingarkostnaðurinn getur engan vegin verið svona mikil nema að þeir senda eina og eina dollu og þá með leigubíl frá rvk ! þessu þarf klárlega að breita !

    SvaraEyða
  9. Núna árið 2019 kostar dollan 3200kr og enn er maður að borga fyrir þetta!

    SvaraEyða