föstudagur, 1. október 2010

Europris: Mikil verðhækkun á garni


Ég hef verið að prjóna, eins og fleiri og datt ofan á garn hjá Európris, sem var á þokkalegu verði, keypti nokkrar hespur 16. Maí 2010, þá kostaði 100 gramma hespa 462 krónur. Fór svo 22, sept. og sá að það voru komnir fleiri litir af þessu garni, en eitthvað fundust mér hespurnar orðnar léttari, svo að ég ákvað að kaupa eina og bera saman við það sem ég átti heima. Viti menn nýja hespan er 50 grömm á 599 krónur, sem sagt helmingi léttari en þær sem ég keypti í maí. Látum það vera, en verðið núna er krónur 599 var 462, sem sagt 137 krónum dýrari og helmingi léttari. Lauslega útreiknað telst mér, að þetta sé um 135% hækkun. Ef að þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað er okur. Læt fylgja hér mynd af garninu.
Kveðja Sóley Ingólfsdóttir

13 ummæli:

 1. Mér reiknast að þetta sé 160% hækkun

  SvaraEyða
 2. Europris er okurúlfur í sauðargæru.

  SvaraEyða
 3. í noregi kostar 50g 12,99 nkr
  sem eru um 260 íslkr

  SvaraEyða
 4. Við erum ekki í Noregi!

  SvaraEyða
 5. Nei við erum ekki í Noregi, en samt er gott að fá samanburðinn!

  SvaraEyða
 6. Gerir fólk sér í alvöru enga grein fyrir því hversu dýr innflutningur til Íslands er? Fólk ætti aðeins að hugsa dæmið til enda áður en það fer að væla um það að þessi hlutur kostar þetta í Bandaríkjunum og þessi hlutur kostar þetta í Noregi. Vissulega eru sum fyrirtæki að okra - en það er líka mikið magn af fyrirtækjum sem er að reyna að halda verðinu sem ódýrustu, en stenst samt aldrei samanburð við einhver önnur lönd (tek fram að ég er ekki að vinna hjá Europris, og veit svosem ekkert um þeirra verðlag - finnst fólk bara almennt ekki spá lengra en bara í verðmiðanum áður en það er rokið á netið að öskra um okur).

  SvaraEyða
 7. Margar vörur eins og t.d. kaffivörur frá Kaffitár og tónlistarvörur(af því sem hér er yfir höfuð selt) er hægt að fá allt að 3 sinnum ódýrara í USA og komið heim nær það því að vera 1/2 - 1/3 ódýrara. Þetta á við um t.d. Hario kaffigræjurnar sem Kaffitár er búið að vera að keyra á og kynna á fullu og t.d. kostar þessi Hario Bruno ketill sem er ómissandi fyrir kaffiuppáhellingu á gamla mátan til að ná sem mestu út úr kaffinu 56$ hjá Sweet Maria's http://www.sweetmarias.com/sweetmarias/coffee-brewers/filtercones/hario-buono-kettle.html sem er ekkert rosalega stórt fyrirtæki og hef ég séð hann á allt niðrí 50$ en hjá Kaffitár kostar hann heilar 18.900 kr sem er óskiljanlegt. Hario kaffitrekt úr gleri minni gerð sem tekur kaffipoka #2 kostar 6200 kr hjá Kaffitár en 16$ hjá Seattle Coffee Gear. 16* 130 = 2080. Ég veit að ég er að bera saman mis stór fyrirtæki og aðrar forsendur og svoleiðis en tek líka gengi sem hefur ekki sést í þónokkurn tíma(er um 112 núna). Hvað orsakar 3x hærra verð hér á landi ? Finnst fólki þetta eðlilegt ?

  SvaraEyða
 8. Vigdís Stefánsdóttir10. október 2010 kl. 18:12

  Þessar kaffitrektir er til víða á Íslandi (kannski ekki sama merki en gera sama gagn) og kosta 6-800 krónur. Ég keypti eina nýlega...

  SvaraEyða
 9. Við erum ekki í Noregi! Rétt er það, en til samanburðar, þá munaði ekki nema nokkrum krónum á garninu í vor. Veit ekki betur en að gengið á krónunni hafi lækkað og varla hefur flutningskostnaður hækkað um meira en 100%
  Kveðja Sóley

  SvaraEyða
 10. Vigdís reyndar gera þessar kaffitrektir sem þú kaupir á 5-800 kr út í matvöruverslunum ekki sama gagn því þær eru bæði úr plasti(meira hitatap) og svo með 2-3 holum í staðinn fyrir eina og rákirnar í trektinni + bara ein hola gerir það að verkum að kaffið er lengur að byrja að leka niður og þú færð meira bragð út úr kaffinu ef rétt er farið að við uppáhellinguna.

  SvaraEyða
 11. Það skiptir ekki öllu máli hvort gengið hafi hækkað eða lækkað. Mörg fyrirtæki hafa td reynt að halda verðinu niðri eins lengi og hægt var - en geta það ekki lengur, tveimur árum eftir hrun.

  Það er verið að reyna að reka fyrirtæki í ákaflega erfiðu umhverfi, alveg eins og heimilin. Eflaust er þetta misjafnt og sum fyrirtæki sjálfsagt eitthvað að "okra". En það má heldur ekki gleyma því að auðvitað þarf töluverða álagningu á til að fyrirtækið beri sig, ég tala nú ekki um smærri fyrirtæki.

  Verðlag yfir höfuð hérna á Íslandi er auðvitað almennt of hátt til að venjulegt fólk sé að ráða við það. En það var það líka löngu fyrir hrun - fólk var bara afskaplega lítið að spá í því þá, og gerði jafnvel í því að kaupa sem dýrast og "fínast", hvort sem það var matvara eða annað.

  SvaraEyða
 12. Europris stóð sig vel í að hækka vörur þegar gengið hækkaði sem hraðast. Það hækkuðu allar gamlar vörur í búðunum ef þeir fluttu inn meira af því sama á hærra gengi, þá hækkaði allt á sama vörunúmeri sjálfkrafa. Þetta var staðfest af verslunarstjóra hjá þeim. Þægilegra að stunda svona viðskipti eftir að allt fór inní tölvukerfi og engir verðmiðar lengur til.

  SvaraEyða
 13. Þegar vörur keyptar á netinu og komnar heim með öllum gjöldum eru samt sem áður helmingi til þriðjungi ódýrari heldur en út úr búð hérna er kvatinn til þess að versla hér heima ekki mikill. Ég tala nú ekki um ef að maður fær einhvern til að kaupa fyrir sig úti og sleppur við öll þessi gjöld. Þetta dæmi getur bara ekki gengið upp.

  SvaraEyða