Ég er í viðskiptum við Landsbankann en húsfélagið er í viðskiptum við Byr sparisjóð. Ég er búinn að afþakka allann pappír úr Landsbankanum fyrir reikninga og var það ekkert mál. Eini greiðsluseðillinn sem ég fæ sendan heim er frá Byr sparisjóð fyrir mánaðarlegt gjald í hússjóðinn. Þar sem ég fylgist vel með mínum reikningum í einkabankanum hringdi ég í Byr og vildi afþakka pappírinn en það er ekki svo einfalt. Mér var tjáð að tölvukerfi Byr bjóði ekki uppá það að afpanta pappír. Vingjarnleg konan benti mér á það að eina leiðin fyrir mig væri sú að setja þennan reikning í beingreiðslu hjá Landsbankanum. Það kostar um hundrað krónur per greiðsluseðil að vera með reikning í beingreiðslu þannig að vegna þess að tölvukerfi Byr er ekki "up to date" þá á ég að borga fyrir það. Þeir fá mig ekki í viðskipti á næstunni það er allavega klárt!
Kær kveðja,
Hjörleifur
Lítið skárra í Landsbankanum. Þar á bæ verða allir í húsfélaginu að afpanta greiðsluseðla ef þú vilt breyta í pappírslaust.
SvaraEyða