mánudagur, 20. september 2010

Ekki okur - Buy.is

Ég er búin að vera að skoða myndavélar og var t.d að skoða Canon EOS 500D og fannst svimandi verðmunur á þessari vél.

Buy.is: 119.990
Elko: 144.995
Nýherji: 154.900

Flass fyrir vélina, Speedlite 430 Ex II:
Buy.is: 45.990
Elko: 50.397
Nýherji:56.900

Myndavél + flass:
Buy.is: 165.980
Elko: 195.392 (munar 30.402 miðað við Buy.is)
Nýherji: 211.800 (munar 46.810 miðaið við Buy.is)

Mér er alveg sama þó ég þurfi að bíða lengur eftir þessu á Buy.is en að kaupa þetta annars staðar.

Linda Rós

18 ummæli:

 1. Kíkti á verðið hér í Stokkhólmi ( http://www.prisjakt.nu/produkt.php?p=419084 ) og það virðist vera ca 6000 SEK fyrir EOS500D+18-55mm linsu. Svo má fá VSK til baka þannig að verðið ætti að enda milli 5000 og 5500 SEK eða 80-90þ ISK.
  Flassið kostar svo tæpar 2500SEK - ca 40þ ISK og svo mætti draga VSK af því.

  Er ekki bara helgarferð til Stokkhólms málið ?

  SvaraEyða
 2. Jú jú - það þarf bara að kaupa flugmiða fram og til baka (með sköttum), og borga toll af vélinni þegar heim er komið...

  SvaraEyða
 3. Þú værir þá fyrsti maðurinn sem bankaði upp á í rauða hliðinu til að fá að borga toll af myndavél :-)

  SvaraEyða
 4. Ég hef nú þurft að borga toll af myndavél, sem og öðrum raftækum - án þess að banka upp á hjá blessuðum tollvörðunum.

  SvaraEyða
 5. Ég hef verslað við buy.is og þeir eru til fyrirmyndar. Pantaði fyrst hjá þeim harðan disk sem þeir sögðust þurfa að panta og bentu mér þá að vörur sem voru til þannig að ég fór út með stærri disk sem kostaði bara 3 þús. krónum meira.

  SvaraEyða
 6. Hvað verður um ábyrgðahlutann af þeir fara á hausinn?

  SvaraEyða
 7. Tékkland er ekkert tengt Finni Stórglæpamanni svo þangað á að fara með bílana í skoðun.Svo eru þeir líka ódýrari

  SvaraEyða
 8. Ég tek undir með Róberti, myndi e-r taka ábyrgðir á sig (framleiðandi?) myndu þeir loka netversluninni?

  SvaraEyða
 9. Veistu Linda hvað það tekur langan tíma að fá afhenta svona vél eftir kaup? Það stendur nefnilega "á lager - USA". Vélin semsagt kemur frá USA hlýtur að vera og ég sé ekki betur en kaupandi fái ameríkutýpu í hendurnar. Þá er spurning hvort Canon framleiðandinn tekur einhverja ábyrgð ef buy myndi leggja upp laupana.
  Ég myndi persónulega líta til þess að varan fæst á ódýrara verði vegna þess að buy liggur ekki með neinn lager. Pantar jafnvel vöruna eftir að pöntun berst frá kaupanda?

  SvaraEyða
 10. Ég hafði áhyggjur af þessu með ábyrgðina og sendi á gaurinn póst um daginn og fékk eftirfarandi svar:

  "Ábyrgðin á vörunum sem ég sel er 2 ár. Ef ég geri einhverjar breytingar á mínum högum, þá er mitt fyrsta verk að tryggja að ábyrgð gagnvart mínum viðskiptavinum sé tryggð. Buy.is er komið til að vera og mun ekki hætta eða fara á hausinn."

  Kveðja,
  Linda Rós

  SvaraEyða
 11. Hann á nú samt met í kennitöluflakki sbr margar umræður á öðrum vefsíðum...

  SvaraEyða
 12. Ég hef heyrt þetta um kennitöluflakkið en ekki lesið neinar sannanir.

  SvaraEyða
 13. Spes svar að buy.is muni ekki hætta né fara á hausinn! Fullt af ófyrirsjáanlegum hlutum sem geta valdið fyrirtækjum skaða, t.a.m. umgjörð viðskipta á íslandi í dag.

  SvaraEyða
 14. Ég get ekki séð að þú sért eitthvað betur settur þó að þú verslir við Nýherja eða Elko ef að fyrirtækin fara á hausinn á annaðborð. Ég veit ekki betur en að mörg stór fyrirtæki og umboð hafi farið um koll á seinustu árum. Ekki var um það að ræða að sækja ábyrgð á Apple Imac tölvunni minni þegar hann hrundi innan ábyrgðartíma. Svarið var einfalt þegar ég fór á sama stað og ég keypti tölvuna mína á "Sorry Apple á Íslandi fór á hausinn og þú færð ekkert bætt, við erum tilbúnir að selja þér nýjan harðan disk en við getum skipt um hann fyrir þig endurgjaldslaust". Ég spurði þennan ágæta sölumann hvort að þeir væru ekki umboðsaðilar fyrir Apple í dag og hvort að þeir ættu ekki að bæta galla innan ábyrgðartíma fyrir hönd Apple Inc. "Nei, sko þeir sem voru með umboðið á undan okkur höfðu fengið afslátt af öllum vörum til að dekka galla og þú verður því að sækja þrotabúið ef að þú vilt reyna að fá þetta bætt" Ég spurði um verðið á þessum harða disk hjá þeim og hann kostaði meira en mjög góður tvöfalt stærri diskur kostaði annarstaðar. Ég fór og verslaði hann þar og skipti um sjálfur.

  SvaraEyða
 15. Til að fá ábyrgðarþjónustu á tækjum frá USA þarf að senda tækin til USA.. Canon tæki með evrópuábyrgð eru þjónustuð á Íslandi af Beco.
  USA er annað markaðssvæði, og þar eru vörur gjarnan með lægra listaverð en í Evrópu.

  En það fólk sem hefur áhuga á svona kaupum frá USA ættu að skoða adorama.com og bhphotovideo.com og láta senda til Íslands, við kaupverð leggst flutningur og svo vsk ofaná alltsaman, eins og buy.is nema milliliðalaust.

  Ábyrgðin er eitthvað svo sem þarf að sækja til usa eða borga viðgerðir úr eigin vasa.

  Atvinnuljósmyndarar kaupa allan búnað á Íslandi.. það hlýtur að segja eitthvað um hvað borgar sig.

  SvaraEyða
 16. Bjánar.

  Hversu oft er Apple/Epli/Humac etc búið að rúlla síðastliðin 4 ár?

  Buy.is er flott verslun með góð verð.

  SvaraEyða
 17. www.budin.is
  Þar er hellingur af dóti á mjög góðu verði.
  Hef verslað við þá og er mjög ánægð með þau kaup.

  SvaraEyða
 18. Ég var að versla kindle (fæst ekki í búðum hér). Ég pantaði beint af amazon og "bókin" var ca. 8þús kr ódýrar hingað komin með öllu en hjá buy.is. Pantaði á miðvikudagskvöldi, kom á föstudegi.

  SvaraEyða