þriðjudagur, 14. september 2010

Lítið af goji í goji djúsi

Fyrir skömmu keypti ég "Goji Berry" djús í Nóatúni. Eins og margir vita eiga Goji-ber að vera afspyrnu holl, verandi full af andoxunarefnum eiga þau að vera vörn gegn nánast öllu mögulegu. Þau eiga sko að vera hollari en sjálf bláberin. Í krafti þessarar vitneskju minnar á töframætti Goji-berjanna ákvað ég að slá til, jafnvel þótt þessi lífsins elexír kostaði hvorki meira né minna en 395 krónur.
Djúsinn var líka bara ágætlega bragðgóður.
En sælutilfinningin breyttist fljótt í óbragð. Á fernunni er nafn djússins, "Goji Berry", mjög áberandi. Fernan er skreytt með smekklegum myndum af þessum berjum og á pakkningunum eru upplýsingar um töframátt Goji berjanna.
Ég hélt s.s. að ég væri að kaupa djús sem væri a.m.k. aðallega úr Goji berjum.
Mér brá því þegar ég rak augun í (ruglingslegu) ensku innihaldslýsingunni. Þar sagði nefninlega að aðalinnihaldið væri vatn og "Fruit Juices from Concentrate and Pressed 30% (Grape, Passion Fruit, Pressed Goji Berry, 5%)" Hvernig átti maður að skilja þetta? Það var ekki fyrr en maður stautaði sig fram úr hinum tungumálunum að sannleikurinn kom í ljós. Þessi "Goji Berry" djús var bara að 5% Goji.
Mér finnst ég hafa verið illa plataður. Það er ekki séns að ég hefði greitt um 400 krónur fyrir djúsinn ef ekki hefði verið fyrir áberandi mynd af Goji berjum á umbúðunum og umfjöllun um Goji berin. Svo var bara 5% þessarar rándýru vöru Goji ber.
Eiga ekki að vera lög sem vernda okkur fyrir svona viðskiptaháttum?
Sigurður

4 ummæli:

  1. Einmitt! Mig hefur langað til að smakka þetta en svo hætti ég við þegar ég las innihaldslýsinguna. Góð regla = Alltaf lesa innihaldslýsinguna!

    SvaraEyða
  2. Svo mun gagnsemi berjanna ekki vera sönnuð http://www.informationisbeautiful.net/visualizations/snake-oil-supplements/

    SvaraEyða
  3. Flottur linkur nafnlaus. Kannski eru þessi ber svona andskoti öflug að 5% er hættulega mikið ;)

    SvaraEyða
  4. Það eru lög. Þau segja að sé eitthvert hráefni nefnt á nafn í heiti vörunnar þarf að tilgreina hlutfallslegt magn hennar eftir þyngd í innihaldslýsingu. Því er þetta fullkomlega að lögum. Líka þykir mér bjartsýni að halda að það sé mikið af goji berjum í djús sem kostar ekki nema 400kall, þegar hreinn safi úr mikið ódýari (myndi maður halda allavega) trönuberjum fæst sjaldan eða aldrei undir 2000kr/líterinn.

    SvaraEyða