miðvikudagur, 15. september 2010

Engu logið um íslenskt siðferði


Þetta held ég að sé það svæsnasta okur sem ég hef séð, svona í smávöruverslunargeiranum. Þetta keypti ég í versluninni Skriðulandi, í Dölunum, í sumar. 10 svartir venjulegir sorppokar, kr 1.900,-. og Frón kexpakki með þremur einföldum röðum kr. 742,-
Já, það er engu logið um íslenskt siðferði...
Lilja Gunnarsdóttir

9 ummæli:

 1. Þú keyptir, tókst þátt. Ert innvinkluð í sama siðferði.

  SvaraEyða
 2. Jahérna hér, þetta er svakalegt verð. Vorkenni því fólki sem hefur ekki kost á því að fara í aðra búð en þessa.
  Alltaf gott að geta flakkað á milli Bónusa og Hagkaupa

  SvaraEyða
 3. Ja ég veit það ekki, eigum við ekki bara að fara að kauptengja verðið.Sýnist að lögfræðingur sé ekki nema um 7 mínútur að vinna fyrir þessu. Fólk í skilanefndarfjölskyldunni innan við mínútu.Ef að svo þessi búð er kannski sett undir skilanefnd þá þyrfti verðið að hækka umtalsvert.

  SvaraEyða
 4. Æji, voðalega finnst mér leiðinlegt þegar fólk er að skjóta á þá sem koma með okurdæmi hér inn á síðuna fyrir að versla tiltekna vöru eða þjónustu. Við vitum ekki ástæðu þess að fólk er að versla, sumir eiga ekki annara kosta völ og svo getur það komið fyrir besta fólk að borga fyrst og koma svo heim, kíkja á strimilinn og fá nett áfall. Það er voða gott að vera meðvitaður neytandi en þegar ég er í búð með 3 börn yngri en 6 ára þá er ég ekki að skoða verðið á öllu sem fer ofaní körfuna. Það er gott að hafa Okursíðuna og fá vísbendingar um hvaða fyrirtæki maður á að forðast.

  SvaraEyða
 5. Kom við í netto, á leiðinni heim. Frón kexið kostar þar, sama stærð 398,-,
  og svörtu pokarnir,
  10 í pakka líka 398,-

  SvaraEyða
 6. Merkilegt að fólk noti lítil börn sem afsökun fyrir því að láta taka sig í æðri endan. Það tekur innan við mínútu að fara yfir strimil fyrir 3 pokum af vörum þannig að þetta er léleg afsökun fyrir því að vera arfaslappur neytandi. Þetta eru fyrirtækin að notfæra sér sérstaklega Krónan þar sem misræmið milli hillu og kassaverðs er ótrúlega mikið.

  SvaraEyða
 7. Ég er nú ekki viss um að Nafnlaus 13:31 hafi verið að kaupa sömu stærð af pokum eða frá sama framleiðanda. Ég veit af eigin reynslu að bæði pokar og framleiðendur eru svo misjafnir að stundum er jafnvel þessi verðmunur réttlætanlegur. En að mismun á verði almennt: Þá getur enginn ætlast til þess af pínulítilli verslun úti á landi að hún sé með verð í einhverri líkingu við Nettó eða slíkar verslanir. Fariði sjálf með smá pakka á einhverja flutningastöð og borgið undir hann, þið verðið mjög hissa á að sjá hvað það kostar. Og til að fyrirbyggja misskilning þá bý ég í Rvk í og í göngufæri við verslanir sem kenna sig við lágt vöruverð. En ég hef rökstuddan grun um að ég borgi kostnaðinn við það "lága" verð annarstaðar

  SvaraEyða
 8. Það er tvennt ólíkt að renna yfir strimilinn eftir að búið er að versla vörurnar og annað að muna nákvæmlega hvað hver vara sem er í pokunum þremur kosta. Til þess þarf maður að vera með mjög gott minni eða skrifa niður hilluverðið og það tekur rsinn tíma. Það eru nefnilega ekki verðmiðar á hverjum hlut fyrir sig, eins og var hérna áður fyrr. Ég renni yfir strimilinn, barnlaus eða ekki, og hef oft rekið mig á vöru sem mig minnir að hilluverðið hafi verið annað en kassaverðið, stundum hef rangt fyrir mér, stundum hefur mig misminnt. Þannig að renna yfir kassastimilinn hjálpar, en er engin trygging, ekki síst þegar verslað er mikið, eins og gjarnan er gert þegar fólk er með stórt heimili...en það er sjálfsagt afsökun líka ;)

  Takk fyrir góða síðu.

  SvaraEyða
 9. Fólk sem nennir ekki að vera vökulir neytendur eiga bara skilið að á þeim sé svínað.

  SvaraEyða