Ég fór í Sambíó Álfabakka í gær og ætlaða að kaupa mér Topp frá Vífilfell. Ég var rukkaður um 370 kr. í Sælgætissölunni. Mér blöskraði þetta og ætlaði þá að fá mér úr sjálfsalanum sem þarna var og var þar verðið 360 kr, 10 kr ódýrara. Ég hringdi sjálfur í Vífilfell til að kanna hvað ég gæti keypt 18 flösku kippuna á og þar var verðið til mín 2288 kr. Semsagt flaskan á 127 kr. Stór kaupandi er örugglega með mun betri afslátt en ég og er trúlega að borga um 100 kr fyrir flöskuna. Að setja 270 kr álagningu á vatn með kolsýru út í finnst mér vera algert brjálæði. Þetta er lýsandi dæmi um allt sem er að gerast í kringum okkur, álagning á öllu er orðin yfirþyrmandi.
Erlingur Guðbjörnsson
Þetta er klikkuð álagning en er þó líklega hærri en Erlingur nefnir. Ég reikna með að verðið sem Vífilfell gaf honum upp sé miðað við að hann sjálfur kaupi bara þessa einu kippu. Sambíóin eru pottþétt að fá góða afslætti hjá Vífilfell enda trúlega einn af stærstu viðskiptavinum Vífilfells.
SvaraEyðaAfhverju eru menn alltaf að gefa sér einhverjar forsendur í svona reikningsdæmum? "þeir eru örugglega að fá flöskuna á 100 krónur" ?
SvaraEyðaÞessi flaska kostar 127 krónur, og menn geta ekkert bara giskað á hvað aðrir kaupa hana á. Engu að síður er þetta fáránleg álagning.
En að Sambíóin séu trúlega einn af stærstu viðskiptavinum Vífilfells, er náttúrulega bara fáránleg fullyrðing, og í besta falli hlægileg. Sambíóin komast ekki á topp 20, yfir stærstu kúnna Vífilfells. !
Drekktu vatn úr krana og vældu minna.
SvaraEyðaég er löngu hættur að versla í shoppunni þegar ég fer í bíó. Kem bara með mitt eigið gos og nammi sem ég kaupi í bónus:)
SvaraEyðaNákvæmlega, verðið á gosi þarna er fyrir utan öll velsæmismörk. Ég geri eins og sá hér fyrir ofan, fullt af nesti.
SvaraEyðahumm, ég stórefast um að sambíóinn komist inn á topplista yfir stærstu viðskiptavini vífillfells. Kannski er akkurat ástæðan fyrir því að allt er svona dýrt í bíóum sú að allir eru farnir að gera eins og maðurinn hér fyrir ofan og koma með sitt eigið sælgæti og gos sem þýðir að salan minnkar og ef salan minnkar þá hækkar álagnigin ;)
SvaraEyðaÞað er algjörlega fáránleg hugmynd að verð í bíóhúsum sé hærra af því að fólk sé svo mikið að "smygla" inn "nesti"!!! Hefurðu séð biðraðirnar í sjoppurnar??? Það er enginn hörgull á fólki sem verslar allt sitt í sjoppunni!! Bíóhús hafa alla tíð viðhaft mikla álagningu og það fer ekki batnandi.
SvaraEyða