Sýnir færslur með efnisorðinu Europris. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Europris. Sýna allar færslur

föstudagur, 1. október 2010

Europris: Mikil verðhækkun á garni


Ég hef verið að prjóna, eins og fleiri og datt ofan á garn hjá Európris, sem var á þokkalegu verði, keypti nokkrar hespur 16. Maí 2010, þá kostaði 100 gramma hespa 462 krónur. Fór svo 22, sept. og sá að það voru komnir fleiri litir af þessu garni, en eitthvað fundust mér hespurnar orðnar léttari, svo að ég ákvað að kaupa eina og bera saman við það sem ég átti heima. Viti menn nýja hespan er 50 grömm á 599 krónur, sem sagt helmingi léttari en þær sem ég keypti í maí. Látum það vera, en verðið núna er krónur 599 var 462, sem sagt 137 krónum dýrari og helmingi léttari. Lauslega útreiknað telst mér, að þetta sé um 135% hækkun. Ef að þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað er okur. Læt fylgja hér mynd af garninu.
Kveðja Sóley Ingólfsdóttir

föstudagur, 2. október 2009

Nammiokur Europris

Uppáhaldsnammið mitt er non stop frá freia og fæst það bara í europris. ég keypti mér einn poka í gær og er hann 250gr og kostaði pokinn litlar 899 kr. hvernig er hægt að selja svona litlan poka á svona mikið???
kv. sigrún

fimmtudagur, 23. júlí 2009

Europris okur

Ég fór síðastliðinn laugardag með börnin í trampólin leiðangur en komst að því að þau voru allsstaðar uppseld nema í Europris þar sem verðið var langhæst í bænum. Þar sem börnin voru búin að safna sér sjálf fyrir trampólíninu var ákveðið að kaupa það samt þessu dýra verði áður en sumarið væri á enda og borga fyrir þau það sem uppá vantaði.
Trampólín með neti kostaði þennan dag í Europris tæpar 60.000 krónur en hafði verið á rúmlega 40.000 í öðrum verslunum. Ég spurði starfsmann hvort engir afslætti væru í gangi eða hvort útsala væri á næsta leiti en var sagt að svo væri ekki, þeir gætu bara ekki lækkað vegna óhagstæðs gengis.
Í gær (miðvikudag 22.7.09) fjórum dögum seinna datt svo inn um lúguna hjá mér blað frá Europris þar sem á forsíðunni eru auglýst trampólín af sömu stærð og það sem börnin keyptu, með neti, á tæpar 44.000 kr. Ég hringdi á skrifstofu verslunarinnar og sagði mína sögu en var sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig og líkti starfsmaðurinn þessu við kjúklingabringur í Bónus sem fara á tilboð með engum fyrirvara. Ég á ekki til orð yfir þessa þjónustu þar sem ég spurði sérstaklega út í afslætti og tilboðsblaðið hefur sennilega verið farið í prentun þegar við keyptum dýra trampólínið!! Ég ætla ekki að stíga fæti inn í þessa verslun framar. Ég vildi bara koma þessu á framfæri þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri um lélega þjónustu í Europris.
Guðrún Guðmundsdóttir