
Ég hef verið að prjóna, eins og fleiri og datt ofan á garn hjá Európris, sem var á þokkalegu verði, keypti nokkrar hespur 16. Maí 2010, þá kostaði 100 gramma hespa 462 krónur. Fór svo 22, sept. og sá að það voru komnir fleiri litir af þessu garni, en eitthvað fundust mér hespurnar orðnar léttari, svo að ég ákvað að kaupa eina og bera saman við það sem ég átti heima. Viti menn nýja hespan er 50 grömm á 599 krónur, sem sagt helmingi léttari en þær sem ég keypti í maí. Látum það vera, en verðið núna er krónur 599 var 462, sem sagt 137 krónum dýrari og helmingi léttari. Lauslega útreiknað telst mér, að þetta sé um 135% hækkun. Ef að þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað er okur. Læt fylgja hér mynd af garninu.
Kveðja Sóley Ingólfsdóttir