fimmtudagur, 23. júlí 2009

Europris okur

Ég fór síðastliðinn laugardag með börnin í trampólin leiðangur en komst að því að þau voru allsstaðar uppseld nema í Europris þar sem verðið var langhæst í bænum. Þar sem börnin voru búin að safna sér sjálf fyrir trampólíninu var ákveðið að kaupa það samt þessu dýra verði áður en sumarið væri á enda og borga fyrir þau það sem uppá vantaði.
Trampólín með neti kostaði þennan dag í Europris tæpar 60.000 krónur en hafði verið á rúmlega 40.000 í öðrum verslunum. Ég spurði starfsmann hvort engir afslætti væru í gangi eða hvort útsala væri á næsta leiti en var sagt að svo væri ekki, þeir gætu bara ekki lækkað vegna óhagstæðs gengis.
Í gær (miðvikudag 22.7.09) fjórum dögum seinna datt svo inn um lúguna hjá mér blað frá Europris þar sem á forsíðunni eru auglýst trampólín af sömu stærð og það sem börnin keyptu, með neti, á tæpar 44.000 kr. Ég hringdi á skrifstofu verslunarinnar og sagði mína sögu en var sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig og líkti starfsmaðurinn þessu við kjúklingabringur í Bónus sem fara á tilboð með engum fyrirvara. Ég á ekki til orð yfir þessa þjónustu þar sem ég spurði sérstaklega út í afslætti og tilboðsblaðið hefur sennilega verið farið í prentun þegar við keyptum dýra trampólínið!! Ég ætla ekki að stíga fæti inn í þessa verslun framar. Ég vildi bara koma þessu á framfæri þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri um lélega þjónustu í Europris.
Guðrún Guðmundsdóttir

12 ummæli:

  1. Það er margt um undarleg verð í Europris, t.d. kostar Japp súkkulaðistykki 400 krónur.

    SvaraEyða
  2. Pakka sama græjunni, mæta með kvittun og fá endurgreitt. Kaupa svo á nýja verðinu.

    SvaraEyða
  3. Fær maður ekki bara endurgreitt á nýja verðinu?

    SvaraEyða
  4. Ekki ef þú ert með kvittun, skilafrestur á að ná yfir þetta.

    SvaraEyða
  5. Helduru virkilega að yfirmenn Europris séu ávallt að segja öllum venjulegum starfsmönnum hvað fer á tilboð ?

    Það er bara algjörlega á þína ábyrgð að taka séns hvort þú eigir að býða og sjá hvort það komi tilboð eða ekki. Ég hefði skilið viðhorf þitt betur ef bæklingurinn hefði komið daginn eftir en 4 dagar eru frekar langur tími.

    Og er það bara ég eða misnota Íslendingar sér rétt í búðum til að skila mjög mikið?
    Ef mig minnir ekki þá eru neytendalög bara einhverskonar guide lines og í einu skiptin sem búðir þurfa að taka við vörum er þegar þær eru gallaðar eða bila og þá þurfa þær bara að gefa sambærilega vöru í staðin. Restinni er bætt við af búðunum.

    SvaraEyða
  6. 4 dagar er ekki langur tími. Bæklingurinn hefur klárlega verið farinn í prentun nokkrum dögum áður. Spurt var sérstaklega hvort einhverjir afslættir eða útsala væri væntanleg. Þar liggur kötturinn grafinn!

    SvaraEyða
  7. Skal segja þetta einu sinni en :D

    Helduru að VENJULEGIR starfsmenn hjá Europris viti af því ?

    SvaraEyða
  8. Eftir ferð mína í Europris í dag komst ég að því að eitthvað undarlegt er að gerast þar varðandi verðmerkingar á vörum og verð við kassa, sérstaklega á tilboðsvörum sem eru í bæklingnum.
    Kona var á undan mér í röðinni við kassann og var að gera athugasemd við verð á matvöru sem hún hafði keypt sem var auglýst á tilboði í bæklingnum. Hún var látin borga fullt verð fyrir vöruna á kassanum en áttaði sig ekki á því fyrr en hún kom heim. Hún fékk endurgreiddan mismuninn.
    Ég keypti vöru sem var verðmerkt á tilboði í hillu á rúmar 800 kr. Þegar ég kom að kassanum átti varan að kosta 1540 kr. Ég benti á verðið í bæklingnum og var þá verðið leiðrétt.
    Hvað haldið þið að það séu margir sem búnir eru að kaupa vörur sem auglýstar eru á tilboði en borga svo fullt verð á kassanum????
    VARIÐ YKKUR!

    SvaraEyða
  9. Ja ég spyr nú hvað ætli margir ÍSLENDINGAR fatti að verðið sé hærra á kassa en á hillu og geri STRAX athugasemd en láta ekki taka sig í æðra og fatta það þegar heim er komi ?

    SvaraEyða
  10. Þó svo að íslendingum sé bent á mismuninn, þá neita þeir margir samt að biðja um leiðréttingu.

    Ég benti konu sem var að kaupa 90 dósir af Campbells súpu á að hún væri að borga 189kr/dós í stað 129kr/dós líkt og verðmerking í búð sagði til um.

    Hún sagði það ekki skipta neinu máli, setti 3 kassa af súpu í innkaupakerru og dreif sig út.

    Munar þarna um 60kr/dós og 60*90 = 5.400kr.

    SvaraEyða
  11. Ekkert við þennan starfsmanna að sakast. Hann fær ekkert að vita hvað kemur í bækling eða hvað verður á tilboði. Sennilega er það aðeins lítill hópur stjórnanda sem vita hvað kemur í bæklingnum.

    Bara smá hint. Þú hefðir getað spurt hvenær næsti bæklingur kæmi og beðið þangað til. Fyrst fjórir dagar eru ekki það mikið þá hefði börnin sennilega geta beðið með hoppin þangað til, ekki satt? :)

    You win some, you lose some. Verslanir "þurfa" ekkert að gera fyrir viðskiptavinina í svona tilfellum og því ekki hægt að ætlast til þess, en sjálfum finndist mér samt alltílagi að þú fengir endurgreiddan mismuninn. En svona er þetta ;-)

    SvaraEyða
  12. Líka þótt starfsmaðurinn vissi, þá mætti hann ekki svara því, þ.e. ekki nákvæmlega hvaða vörur væru að fara á tilboð, gæti í besta falli sagt að það væri bæklingur væntanlegur eftir fjóra daga. Slíkar upplýsingar eru trúnaðarmál, enda myndu samkeppnisaðilar vera fljótir að nýta sér það ef verslanir væru gasprandi út um allan bæ hvaða tilboð væru í vændum..

    SvaraEyða