miðvikudagur, 8. júlí 2009

Dýr súkkulaðikökusneið - er þetta eðlilegt?

Ég tel mig nú vera með þokkalegt langlundargeð en sl. laugardag þá blöskraði mér. Þannig var að ég ásamt manninum mínum og barnabarni tylltum okkur niður í sumarblíðunni á kaffihúsið Espresso barinn á Lækjartorgi. Keypti ég kaffi og djús og súkkulaðikökusneið handa barnabarninu og kostaði þessi kökusneið kr. 790,- og var hún frekar í minni kantinum. Ég áttaði mig ekki á verðinu fyrr en ég var búin að borga hvað sneiðin kostaði. Það sem svo gerði endanlega útslagið að mér finnst hafa verið okrað á mér er það að á sunnudeginum átti ég leið í Sandholt bakarí á Laugaveginum og þar sá ég nákvæmlega eins súkkulaðiköku og spurði hvað sneiðin hjá þeim kostaði og er hún seld á kr. 520,-. Ég gat ekki orða bundist við afgreiðslumanninnn í bakarínu og sagði frá hvað sneiðin hefði kostað á Espresso barnum. Afgreiðslumaðurinn sagði mér að þeir keyptu súkkulaðikökuna hjá þeim. Ég bara hreinlega skil ekki þessa verðlagninu það er greinilega dýr ferðakostnaðurinn frá Sandholt bakarí á Laugaveginum og niður á Lækjartorg.
Mig langar reyndar að bæta við hversu jákvætt mér finnst að hafa litla grasblettinn á Lækjartorgi, þessi blettur glæðir torgið lífi.
Með sumarkveðju,
Sigrún Elfa

10 ummæli:

  1. Dokaðu aðeins við. Er rétt að bera saman framleiðanda kökunar við útsölu aðilan? Ef þú ferð í ÁTVR þá sérðu strax að veitingahús eru að selja rauðvín sem þú kaupir á 1500 kr. í ÁTVR, á 5000 kr eða meira. Ekki ætlast þú til að Espresso bar og önnur kaffihús selji vörur á kostnaðarverði ?

    SvaraEyða
  2. Mér finnst þú ættir frekar að hneikslast á því að framleiðandinn selji sneiðina á kr. 520,-.
    Hvað ætli það séu margar sneiðar, kannski 8, þá kostar kakan kr. 4160,-, er það ekki okur?
    Álagningin hjá kaffihúsinu er ekkert svo há finnst mér.

    SvaraEyða
  3. Hefði aldrei keypt kökusneið á 790.- Kennir manni að athuga verðið áður en maður borgar.

    SvaraEyða
  4. Um daginn keypti ég kökusneið á 950 krónur á Kaffi Mílanó. Áttaði mig einmitt ekki á þessu fyrr en ég var búin að borga.

    SvaraEyða
  5. Það er hægt að kaupa heila tertu á rúmlega 1100 kr. í bakaríinu í lækjagötunni sem ég man ekki hvað heitir núna, rétt hjá Iðan veislusalir (þar sem Topshop var einu sinni)

    SvaraEyða
  6. Já það er Kornið þeir eru með ágætis kökur þar.

    SvaraEyða
  7. í febrúar 08 borgaði ég 1.100 kr fyrir súkkulaðiköku með rjóma. sjá færslu 353 á gömlu okursíðunni.
    http://this.is/drgunni/okur261-366.html

    SvaraEyða
  8. Það er algjört glapræði að skoða ekki verðlagninguna áður en pantað er.

    Svo oft sem búið er að smyrja vel ofan a.

    Góð regla að byrja að kynna sér verðin og yfirgefa staðinn ef verðin er ósættanleg.

    Þannig höldum við verðlaginu niðri

    SvaraEyða
  9. 790 er í lagi ef sneiðinn er í stærrikantinum en verðin eru svona í dag

    SvaraEyða