Las í féttablaðinu í dag um þetta verð á bílavarhlut. Ég þarf sjálf að kaupa peru í bíl (framljósa) og er með einhverju sérstöku ljósi. Mér var reyndar bent á að fara á fleiri staði en umboðið (Ingvar Helgason) fyrir Range Rover. Veit þetta er dýr bill og allt það en ég hringdi á 3 staði og spariði mér mikinn pening.
þessi litla pera kostar á N1 eða Bílanaust 18.685 kr já ekkert minna, en þetta var það ódýrasta. Hjá Stillingu kostar peran 19.895 kr sem munar ekki miklu en hjá umboði kostar þessi pera (er reyndar guði sé lof ekki til þar núna) þvi jú margir fara oft beint í umboðið en þar kostar hún yfir 40 þús kr - man ekki nákvæma tölu
Hvering má það vera að sama pera geti kostað 100% meira í umboði en í öðrum verslunum??
Hinsvegar var mér líka bent á að fara á E-bay og þar mætti kaupa þetta á ca 2000 kr,, en þar sem ég er með bílinn í láni í takmarkaðan tíma vil ég skipta um þessa peru strax.
Vildi bara láta vita af þessu að það má spara áður en farið er af stað og hringja nokkur símtöl. Það sparaði mér allvega
kv
Sesselja
Vantaði peru í Toyota Avensis árgerð 2003 með Xenon ljósum. Í umboðinu kostar stykkið ekki parið ca. 39.000 kr þannig parið á 78.000 kr.
SvaraEyðaHægt að kaupa sambærilegar perur í N1(Bílanaust) parið á ca. 7.000 kr.
Peruverð í tugþúsundatali? Liggur við að maður haldi að orðið pera sé notað á einhvern annan varahlut í bíl en ég held.
SvaraEyða