Ég vil koma á framfæri tilkynningu um mál er varðar slæma og vonda afgreiðslu og þjónustu sem að ég fékk hjá einni verslun hér í Rvk. Verslunin sem að ég vil nafngreina hér, heitir 2001 og er staðsett á Hverfisgötu 49. Eigandinn að þessari búð heitir Sigurður.
Verslun þessi selur Bío-myndir og tónlist á DVD formi. Þegar að ég kom inn í búðina og spurðist fyrir um eina mynd sem að ég átti í pöntun hjá Sigurði og sýndi honum greiðslu mína til hans þá var svarið að hún væri ekki komin til landsins. Ég sagði þá að ég myndi ekki greiða hærri upphæð en þá sem að um var talað í upphafi pöntunarinnar sem voru rúml, 1700.kr
Hann brást illa við þessu, fór fram í verslun og benti mér á ýmis verð sem að eru á myndum í rekkum verslunarinnar. Í sömu andrá sagði hann að hann skyldi endurgreiða mér þá upphæð sem að ég hafði borgað inn á viðkomandi mynd og gerði það, reif síðan niður pöntunina og sagði mér að koma mér strax út úr búðinni og koma aldrei inn í hana aftur.
Ég sagði þá að ég myndi ekki sætta mig við svona framkomu og slíkan verslunar-máta og tilkynnti honum að ég myndi leita réttar míns í þessu leiðinda-máli. Hann sagði þá að honum væri nákvæmlega sama, hvað ég myndi gera í málinu. Ég leitaði þá til Neytenda-samtakanna, síðan til Neytenda-stofu og endaði svo daginn síðast til Skattrannsóknar-stjóra að Borgartúni 7.
Ástæða óánægju minnar yfir framkomu hans er sú, að ég hef verslað við þessa búð hátt í 3 ár með mikið magn af myndum en hef ekki fengið kvittun fyrir borgun á öllum þeim fjölda mynda, nema tveim síðustu sem að ég keypti hjá honum fyrir rúmlega tíu dögum síðan. Ég bað hann vinsamlegast um kvittun eða kvittanir fyrir öllum fyrrum keyptum myndum hjá versluninni, en þá sagði hann að hann gæti ekki og myndi ekki láta mig fá kvittun fyrir. Ég hef marg oft orðið vitni að því, að sjá það að þegar að ýmsir viðskipta-vinir verslunarinnar hafa keypt myndir hjá 2001 þá hefur hann ekki afhent
kvittanir til baka. Eg er búinn að versla vel yfir 150 myndir þarna í þessari búð og sá tími nær tæplega þremur árum. Þegar að ég hef verslað myndir í öðrum búðum eins og Elko, B.T, Hagkaup og Nexus þá er mér ávallt afhentar kvittanir fyrir greiddri vöru. Ég hef allar þessar kvittanir hjá mér fyrir kaupum frá þessum verslunum. En hef aðeins tvær kvittanir til staðar frá versluninni 2001. Ég er engan veginn sáttur við svona lagað.
Minn réttur er sá að fá kvittun afhenda fyrir vörunum. Ég taldi það vera siðferðisleg skylda mín, að láta Skattrannsóknara-embættið vita af því að verslunin gæfi ekki kvittanir til baka, fór með þetta mál til þeirra og sýndi þeim hluta af þeim kvittunum sem að ég var með frá öðrum búðum og svo þessar tvær frá versluninni 2001. Verðmunurinn á þeim myndum sem að keyptar eru hjá 2001 og hinum verslununum er gríðarlegur í raun. Þó að pantaðar séu eldri og jafnvel gamlar myndir hjá 2001 miðað við jafn-gamlar myndir annars staðar, þá er verðmunurinn að jafnaði helmingi meiri.
Ég get ekki sætt mig við svona okur-starfsemi og sendi þetta bréf öðrum til varnaðar.
Jón Grétar
Drottinn minn dýri!!!
SvaraEyðaErtu að röfla yfir kvittun vegna 150 mynda sem þú hefur keypt á 3 ára tímabili??? AF hverju baðstu ekki um kvittun þegar þú keyptir myndirnar?
Hvernig er hægt að gera svona mikið vesen út af einni mynd? Maðurinn endurgreiddi þér útlagðan kostnað vegna þess að myndin hafði ekki borist til landsins á réttum tíma og þú ferð og vælir í öllum helstu stofnunum ríkisins yfir því að hafa ekki fengið kvittun fyrir 3 árum!!
Vill líka benda þér á að vegna bankakreppunnar og gjaldeyrishamla er mjög erfitt fyrir verslunareigendur að fá vörur sínar á réttum tíma eða hreinlega fá gjaldeyri til að kaupa þær.
Sammála fyrri ræðumanni, hverskonar vitleysa er þetta eiginlega??
SvaraEyðaÞað er ekki fræðilegur möguleiki fyrir verslun að nálgast einstaka kvittanir svona langt aftur í tímann, vika er nánast algerlega ógerlegt!
Það er á þína ábyrgð sem neytandi að krefjast strax kvittunar, og af hverju ertu að röfla um þetta núna, fyrst eftir 3 ár?
Þú ert greinilega martröð hvers verslunarmanns...
hvað segið þið er væludeild samtaka verslunar og þjónustu með þessa síðu í gjörgæslu ?
SvaraEyðaAlltaf mættar svona athugasemdir eftir korter
Þetta er vælukjói hinn mesti og ég er bara alveg gáttaður á því að eigandinn hafi ekki hreinlega fríkað út á staðnum. Það er alveg ótrúlegt hversu margir nú til dags biðja ekki um kvittanir með vörunum. Það er algjörlega gjörsamlega á ábyrgð neytandans að biðja um kvittunina. Það var t.d. dæmi hérna af peysu úr Vero Moda sem fór að hnökra eftir 3 skipti sem farið var í hana og auðvita var ekki hægt að endurgreiða peysuna þar sem kvittunin/nótan var ekki til staðar. Menn verða bara að halda utan um svona hluti.
SvaraEyðaSvona lagað gerir verslunarstarf helvíti á jörðu.
Jæja menn í góðu skapi hérna:). Ég ætla mér nú ekkert að tjá mig um þetta ákveðna dæmi. Það er nú alveg rétt sem að menn segja hérna og það er að neytendur verða að geyma kvittanir til þess auðvelda sönnun á kaupum. En hinsvegar þá er skylda fyrir verslanir að geyma kvittanir í ákveðinn tíma (þetta eru bókhaldsgögn) þannig að ef menn vita hvenær t.d peysan var keypt þá á búðin að geta séð sitt afrit og þar kemur fram hvað var keypt og hver kvittar undir. Þetta er meira vesen en samt vel hægt.
SvaraEyðaHeld að neytendur almennt vanmeta gildi kvittana og halda að ALLT sé í tölvunum. Glötuð kvittun er í raun glötuð ábyrgð.
SvaraEyðaEn ég skil samt ekki alveg þessa grein. Ég þykist nú vita að samskiptin á milli þín og Sigurðar þessa hafi ekki alveg verið á þessum nótum. Erfitt að gera sér grein fyrir því þegar maður fær bara aðra hliðina á þessu máli.
Sjálfur veit ég alveg að viðskiptavinir geta verið afskaplega frekir og dónalegir og hef sjálfur næstum misst mig nokkrum sinnum en yfirleitt náð að halda ró minni. Sennilega hefur Sigurður þessi bara fengið nóg?
Æ come on. Kæri Jón Grétar hefur þú ekkert betra við tíma þinn að gera en að væla útaf svona smámálum????
SvaraEyðaÞað vill svo til að ég rek verslun á höfuðborgarsvæðinu. Síðan í upphafi bankakreppu hefur verið ómögulegt að nálgast gjaldeyri til að kaupa vörur til landsins til endursölu.
Ég myndi sýna þessu smávegis þolinmæði. Það er ekki honum að kenna þó að það sé bið í myndina. Maðurinn í búðinni þarf að redda sér gjaldeyri til að kaupa vöruna erlendis frá. Það er nefnilega ekki nóg þó þú hafir greitt fyrir vöruna nú þegar.
Og það að fara að væla útaf því að hafa ekki fengið kvittanir þau ár sem þú hefur verslað þarna er nú bara þín sök félagi. Og að fara í skattinn til að kvarta undan svona sýnir nú bara að þú hefur ekkert betra við tíma þinn að gera en að væla.
Allavega ert þú framvegis á bannlista í mínu fyrirtæki. Ég vil ekki eiga viðskipti við vælukjóa.
"Held að neytendur almennt vanmeta gildi kvittana og halda að ALLT sé í tölvunum. Glötuð kvittun er í raun glötuð ábyrgð."
SvaraEyðaJá eins og sagt var þá er það á ábyrgð neytenda að geyma kvittanir. En aftur á móti þá er það skylda verslunareigenda að geyma kvittnanir (sem menn rita nafnið sitt á) í þónokkurn tíma. Það er gert svo að fyrirtækið geti sannað viðskiptin (bókhaldsgögn), ef að kúnni kvartar undan úttekt sem og getur viðskiptavinur látið fyrirtæki leita þetta uppi. Þetta gildir samt örugglega ekki fyrir ábyrgð á raftækjum þar sem menn þurfa að hafa ákveðin ábyrgðarskýrteini með serial númeri.
Bókhaldsgögn skal geyma í 7 ár en strimla/kvittanir skal geyma í 3 ár frá lokun viðkomandi reikningsárs
Þessi færsla er bara til þess að svara nafnlausri athugasemd númer 6
Nafnlaus 10. júlí 2009
SvaraEyðaEr ekki að mótmæla því. Þó svo að verslunareigandinn hafi ekki látið viðskiptavininn fá kvittun þá er ekki þar með sagt að hann hafi ekki geymt kvittun sjálfur.
Ef um staðgreiðslu er að ræða er ekki krafist kvittunar.
Er þessi maður ekki að grínast... hverskonar bull er þetta!?!
SvaraEyðaJa hérna! Er þessi maður í alvörunni ekki að grínast? Bara við það að lesa þetta bréf langar mig að henda manninum út - ég er ekki hissa þó að þessi verslunareigandi hafi skipað honum að koma sér út!
SvaraEyðaOg hvaða kvittanadrama er þetta? Ok, þetta fífl bað ekki um kvittanir í þessi 150 skipti sem hann verslaði, en skyndilega var það lífsnauðsynlegt að fá þær allar, þrjú ár aftur í tímann??? Annars hef ég sjálfur verslað nokkrum sinnum í 2001 og hef ekki undan neinu að kvarta (nema jú verðunum, en það er ekki við öðru að búast á þessum tímum í pínulitlu, einkareknu fyrirtæki).
Það gleður mig að sjá að fólk á þessari síðu virðist vera vel meðvitað um hvað er í raun og veru okur eða lélegir viðskiptahættir, og hvað er hreinlega spaugilegt væl í fólki sem hefur ekkert betra við tímann sinn að gera. Það fer ekki á milli mála í hvaða flokk þetta hlægilega bréf frá Jóni fer!
Vá sorglegt að lesa svona rugl. Ég þekki vel til 2001 enda verslað þar í fjölda ára. Það er frábært að svona verslanir séu til þar sem hægt er að ganga að þekkingu og þjónustu ásamt alvöru vöruúrvali. Ég man að þessi maður skrifaði sömu grein í Velvakanda og 2001 svaraði fyrir sig og gerði það mjög vel. Ég held að flestir sem þekkja til 2001 sjá að hér er rugludallur á ferð í einhverri hefndarbræði að reyna rakka niður þessa verslun.
SvaraEyðaÉg hef verslað við þessa ágætu verslun í hálfan annan áratug og aldrei haft nokkuð út á hana að setja. Sigurður, sem rekur verslunina, hefur alltaf sýnt mér (og þeim fjölmörgu vinum mínum sem versla þarna) framúrskarandi þjónustulund - og reyndar ákaflega mikla þolinmæði gagnvart okkar sérvisku. Hann hefur leitast við að bjóða góðar útgáfur af myndum og músík, enda sjálfur mikill áhugamaður um hvort tveggja og hafsjór af fróðleik.
SvaraEyðaVarðandi kvittanirnar - í búðinni er ekki tölvukerfi, heldur búðarkassi af gamla skólanum. Því er, eins og ætti að vera morgunljóst, ekki hægt að fletta upp viðskiptum manna mánuði og ár aftur í tímann (nema þá að eyða heilu og hálfu dögunum í að fara gegnum kortakvittanir). Reyndar er það svo augljóst að mér blöskrar að skrifandi manneskja láti svona vitleysu frá sér. Eins og áður sagði hef ég átt mikil og góð viðskipti við búðina og ALDREI séð að ekki sé stimplað inn í kassann - og þó greiði ég oftar en ekki með reiðufé.
Mér finnst frekar sorglegt að menn séu að reyna að misnota þessa ágætis-síðu Dr. Gunna til að níða niður ágætisfyrirtæki eins og hér um ræðir. Svona bull á ekkert erindi á síðu sem þessa.
Ingvar Valgeirsson.
Sæll Jón Grétar
SvaraEyðaMig langar til að fá að forvitnast hjá þér hvort ekki hafi bara verið helgið af þér bæði hjá neytendastofu og skattstjóra ?
Kv
Sá sem ritar þetta bréf heitir fullu nafni Jón Grétar Laufdal. Ég hef sjálfur verið þeirrar ógæfu aðnjótandi að lenda í að afgreiða hann. Hann er erfiður með afbrigðum og því skil ég þennan afgreiðslumann sem um ræðir ákaflega vel.
SvaraEyðaJæja mig langar að vita hvað kom útúr "spæjóinu" hjá JGR.
SvaraEyðaFínt að vita nafnið á kauða, nú veit ég hvaða nafn og kennitölu ég á að hundsa í minni búð.
Ég gerði mér annars ferð í umrædda 2001 verslun.
Þessir maður er hinn almennilegasti ef eitthvað er. Er því miður ekki að skilja svona bull.
fifa 20 crack
SvaraEyðaFull Crack Software
Download Free