sunnudagur, 26. júlí 2009

Ódýr hárgreiðslumeistari

Datt í hug að benda á ódýra þjónustu hárgreiðslumeistarans á Háteigsvegi 2, Reykjavík. Stefán Rósar, eigandi stofunnar, býður upp á klippingu, strípur og annað sem viðkemur hárfegurð á ótrúlega góðu verði. Hann segist ekki sjá tilganginn í að okra á þessu, alltaf verið ódýrari en kollegarnir (sem líta hann að sjálfsögðu hornauga), en aldrei sem nú í efnahagsþrengingunum.
Kveðja, Edda Jóhannsdóttir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli