Ég kannaði með verð á 3 smurstöðvum vegna fólksbíls sem ég er með, svo
til hefðbundinn 10 ára gömul Toyota Corolla eftir að hafa lesið
athugasemdir varðandi smurningarkostnað hér á síðunni. Hjá Max1
kostaði smurningin um 10 þúsund, hjá Bílaáttunni á Smiðjuvegi um 8-9
þúsund og hjá smurstöðinni við Suðurlandsbraut
(Næturvaktarbensínstöðinni) kostaði hún nákvæmlega 8600. Er þetta
miðað við þessa "hefðbundnu" smurningu, þ.e. vélaolíu og síur. Þessi
símtöl kostuðu mig svo kannski 50 krónur en ég sé að þarna getur maður
sparað amk 1000-2000 krónur, á að tékka á verðinu og velja réttan
staðinn.
Gummi
Jamm vissulega .. en svo eru oft einhverjir krakkar að gera þetta, og spyrja: Viltu láta skipta um síu, hvernig olíu villtu, villtu láta skipta um loftsíu, eða á ég að hreinsa hana, viltu ...., eins og þetta sé einhver spurningaleikur og eins og þeir viti EKKERT hvað þarf, og hvað er best.
SvaraEyðaSmyr bílinn ca 2var á ári og fer alltaf á Olis smurstöðina upp á höfða. Fékk ábendingu um að fara þangað því þar eru menn að vinna sem vita hvað þeir eru að gera, og ég var ekki tilbúinn að hleypa einhverjum misvitrum undir húddið hjá mér. Þeir skipta líka um perur, smyrja hurðar, tékka á kælivökva og rúðuvökva og fl.
Mæli allavega með Olis á Ártúnshöfðanum.
Ódýrasta smurstöð á landinu er að ég tel í hafnarfirði hjá Vélaverkstæði Hjalta uppá horni, hef aldrei borgað meira en 6000 kall þar...
SvaraEyðaJá það er ódýrast hjá Vélaverkstæði Hjalta, ég fór þangað með 2 bíla í sumar og borgaði í kringum 6000 kall fyrir báða það var aðeins dýrara að fara með jeppan heldur en fólksbílin
SvaraEyða