miðvikudagur, 1. júlí 2009

Dýrt batterí á bensínstöð

Vantaði batterí flatt duracell 2025. Fór í Shell Laugavegi, sama bensínstöð og Næturvaktin var tekinn upp í. Þar kostaði þetta blessaða batterí 1599kr. Sem mér og afgreiðslumanninum fannst dýrt, en ég hugsaði að kannski þetta sé ekki mikið notað og er framleitt í litlu upplagi, þá er þetta svona dýrt kannski bara. Ég keypti það allaveganna. Daginn eftir var ég í Hagkaup skeifunni, nákvæmlega sama batteríið var þar á 949. Algert rugl, hvað skýrir þessa álagningu á bensínstöðinni veit ég ekki. En eitt er víst að ég mun frekar kaupa batterí í Hagkaup eftir þetta.
Frekar fúll neytandi!

5 ummæli:

  1. Aldrei að versla við bensínstöðvarnar og heldur ekki kaupa batterí í Hagkaup. Hagkaup er ein dýrasta búðin á landinu. Viðbjóðslegt okur sem þar fer fram. Skoðaðu þig aðeins betur um og þú finnur batteríið á mun betra verði annars staðar.

    SvaraEyða
  2. Símabær er með gott verð, mæli með þeim.

    SvaraEyða
  3. vá ég keypti svona batterí í fjarstýringuna mína um daginn í tölvulistanum í hafnarfirði og það kostaði bara 490 kr

    SvaraEyða
  4. Ég reyndi að finna þetta í tölvuverslunum þar á meðal tölvulistanum en það var ekki til en ef þetta er satt 490kr og 1599kr þá er það rán um hábjartan dag.

    SvaraEyða
  5. Svona rafhlaða kostar heilar 250 krónur hjá N1 á Bíldshöfða 9 !!

    SvaraEyða