laugardagur, 4. júlí 2009

Nýtt gjald hjá ríkisbankanum Kaupþingi

Ég var að skoða kreditkortayfirlitið mitt í netbankanum hjá Kaupþing og sá færslu upp á 50 kr með skýringunni "útskr.gjald". Ég sendi fyrirspurn á bankann til að spyrja hvað í ósköpunum þetta væri og þá er þetta GJALD FYRIR AÐ BIRTA YFIRLITIÐ Í NETBANKANUM. Það á aldeilis að græða hvar sem hægt er að plokka af manni peninginn. Ég svaraði dömunni "er þetta eitthvað grín?" og hef ekki fengið svar við því...
Brynhildur Bolladóttir

7 ummæli:

  1. Þetta á barasta að send á neytendastofu getur bara alls ekki verið löglegt.

    SvaraEyða
  2. Brynhildur þú ert greinilega ekki að skoða VISA reikninginn þinn oft. Er sjálfur með kort frá Kaupþingi og þetta gjald er búið að vera lengi í gangi og án þess að hækka. Þú vilt kannski frekar borga 270 kr við að fá greiðsluseðilinn/yfirlitið sendan heim í pósti?
    Hvað á svo að vera ólöglegt við þetta spyr ég bara. Verðskráin er auglýst á netinu þeirra http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=17679

    SvaraEyða
  3. Hvað er þetta annað en seðilgjald? Björgvin G setti það út af borðinu með lögum fyrr í vetur. Þannig að ég þarf enga verðskrá að skoða heldur að benda yður á vef Alþingis þar sem hægt er að skoða þessi lög.

    SvaraEyða
  4. En ein hvatningin til þess að koma sér sem allra fyrst frá Kaupþingi yfir í M:P:

    SvaraEyða
  5. MP er með nákvæmlega jafnhátt gjald:

    Netyfirlit - skuldfært 50 k.r.

    sjá http://www.mp.is/media/pdf/Gjaldskra_Vidskiptabanki_2009-06-23.pdf

    SvaraEyða
  6. Endilega lesið um bankana og vinubrögðin á heimilin.is

    SvaraEyða