mánudagur, 20. júlí 2009

Flugmiðaverð aðra leiðina hjá Iceldanair !!

Þannig vill til að ég er að fara flytja erlendis og þarf því aðeins að
kaupa flugmiða aðra leiðina. Tengiflug mitt er í gegnum London Heathrow
þannig að Icelandair er eina valið. Þeir bjóða uppá að kaupa miða aðra leið
en það er svimandi upphæð. Miði aðra leið kostar 69.400 kr en ef ég bóka
báðar leiðir kostar miðin á sama flug aðeins 23.950. Mikið þætti mér gaman
að vita hvernig Icelandair rökstyður þennan verðmismun. Ég athugaði einnig
hvernig Iceland Express hagar sínum málum með miðakaup aðra leið og þeir
eru á réttu róli. Miði aðra leið kostar sama og ef maður mundi bóka báðar
leiðir.
Takk fyrir,
Rúnar Ingi Ásgeirsson

1 ummæli:

  1. Þetta er okurfélag. Ég skrapp í 2 daga til Íslands um daginn frá Osló. Ódýrasta verðið fram og tilbaka var 96.000,-. Svo er ríkið að halda þessu flugfélagi uppi í stað þess að leyfa erlendum flugfélögum að millilenda á Íslandi og sjá um farþegaflug frá landinu.

    SvaraEyða