þriðjudagur, 21. júlí 2009

Punktablús

Ég vildi láta vita af því sem mér finnst vera algert okur hjá Flugleiðum og Flugfélagi íslands og í raun með ólíkindum að þetta sé liðið af neytendastofu og samkeppnisyfirvöldum.
Þannig er mál með vexti að ég ætla til Ísafjarðar um þarnæstu helgi og þar sem akstur þangað er nokkuð langur þá athugaði ég með flug þessa helgi og vildi nota vildarpunkta sem ég og konan eigum inni til að greiða fyrir flugið eða í það minnsta hluta af því.
Til að byrja með þá er EKKI hægt að bóka ferð með vildarpunktum á netinu og strax við það þá byrjar flugfélagið og flugleiðir að svindla á fólki og taka við slíka bókun 600 kr gjald fyrir þjónustuna (sem ég myndi ekki nota ef það væri hægt að gera þetta öðruvísi).
Ofan á þetta leggst svo flugvallaskattur og fleira og er kostnaður við að borga með vildarpunktum því kominn í 1800 krónur á mann eða samtals 3600 ca fyrir þessa ferð til Ísafjarðar.
Svo er mér tjáð að ofan á þetta þá sé tekinn 2000 krónu gjald fyrir að NOTA vildarpunktana, þannig að kostnaður við þetta er orðinn 5600 krónur auk 20.000 vildarpunkta.
Ofan á allt annað er mér svo tjáð að þetta verði að vera greitt af sama vildarpunktahafa, þ.e ég þarf sem sé að standa í því að millifæra punkta af mér yfir á konuna mína eða öfugt til að það séu 20.000 punktar til ráðstöfunar þar. Já ok gott og vel en ofan á það þá er mér tjáð að ég þurfi að BORGA 3000 krónur fyrir að millifæra þessi helvítis punkta á milli okkar!!!
Þannig að ég þarf að borga 8600 krónur OG 20.000 vildarpunkta fyrir þessa gríðarlegur kjarabót sem flugleiðir rænir fólk með.
Með tilliti til þess að flugið vestur kostar um 9600 á mann aðra leið ÁN vildarpunkta (netfargjald sem er ekki það ódýrasta) þá þykir mér þetta orðið algjört rán og OKUR og ef þess væri einhver kostur þá ætti fólk að sniðganga flugleiði og ÖLL tengd fyrirtæki eins og það getur.
Ég hef aldrei vitað annað eins rugl og þetta og að þeir VOGI sér að kynna þetta sem bónuskerfi þegar svo þeir nota það til að kroppa endalaust pening af fólki þannig að þegar upp er staðið kostar ferðin nánast það sama og áður en punktar eru notaðir og það án alls þess vesens sem fylgir því að bóka þetta SVOKALLAÐA vildarsæti.
Kveðja,
Jóhann Árni Helgason

1 ummæli:

  1. Ég fór á síðu sem heitir points.com og breytti flugpunktunum mínum í gjafabréf á amazon.com

    SvaraEyða