fimmtudagur, 9. júlí 2009

Röfl við Kaupþing

Meðfylgjandi er bréf sem ég sendi til míns viðskiptabanka, Kaupþings rétt í þessu:

Ég hef verið með mín viðskipti hjá ykkur í yfir 4 ár, lengst af hef ég verið með fyrirframgreitt kreditkort er nefnist "kortið". Allan þann tíma hef ég á u.þ.b. tveggja mánaða fresti fengið í merktum pósti auglýsingableðil þar sem þið reynið að selja mér vöru sem ég hef nú þegar keypt. Ég hef leitt þetta hjá mér hingað til og kastað miðunum beint í ruslið en nú er komið nóg.
Til hvers eruð þið að þessu? Er þessi miði hugsaður sem tilkynning með nýjustu tilboðunum til að halda korthöfum við efnið? Af hverju eru lokaorðin þá "Sæktu um á www.kortid.is"? Eða eruð þið í blindni að senda svona merktan póst á alla í einhverjum ákveðnum markhópi sem ég fell óheppilega inn í? Er yfirhöfuð réttlætanlegt að banki sendi viðskiptavinum ruslpóst í merktum umslögum? Mun ég ekki enda á að henda umslagi sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar?
Ekki nóg með að þið séuð markvisst að eyða verðmætum tíma mínum og að láta höggva niður dýrmæta skóga fyrir þessar tilgangslausu og ómarkvissu auglýsingar, heldur gerið þið þetta allt á kostnað almennings, því íslenska þjóðin er jú að reka þennan banka eftir að þið tókuð þátt í að setja hana á hausinn. Ég held við höfum þarfari hluti að eyða pening í en þetta.
Hér með krefst ég þess að hætt verði að senda mér þessa tilgangslausu auglýsingapésa í merktum pósti. Fái ég aftur svona bréf mun ég segja upp mínum bankaviðskiptum hjá ykkur og þar með "kortinu" sem þið virðist reyna allt til að pranga inn á fólk.
Virðingarfyllst, Þorsteinn Valdimarsson

6 ummæli:

  1. Ég var settur inn í Kaupþing eftir að nb.is féll hér um daginn.
    Hef fengið svona auglýsingableðla og þegar ég millifæri fé á annað fólk í netbankanum og læt kvittun fylgja með í tölvupósti, þá er sá póstur fullur af auglýsingu fyrir einhverja fjármálaráðgjöf heimilanna.

    Bankastjórinn fékk 850 millur niðurfelldar, Þoregerður fékk 900 millur niðurfelldar og alls hafa verið niðurfelldir 50 milljarðar af lánum einhvers aðals hjá þessum banka.

    Ég skil nú bara ekki í neinum að vera viðskiptavinur þarna sjálfviljugur og hef nú fært mig í MP banka, sem enn sem komið er, er með hreinan skjöld.

    Björn I

    SvaraEyða
  2. EIns saga.
    Ég var emð þetta rosa flotta merkilega "e" kort sem þeir eru að auglýsa alltaf.
    Þótt maður sé búin að segja því upp þá endurnýjuð þeir það og eru enn að senda mér auglýsingar núna 3 bara í gær.

    SvaraEyða
  3. Heyr, heyr.

    Auglýsingaskrum bankanna er löngu komið út yfir allt velsæmi. Ég sem skattgreiðandi og bankaviðskiptavinur er t.d. alls ekki til í að borga fyrir ímyndarauglýsingar bankanna og hvað þá eitthvað drasl sem þeir "gefa" viðskiptavinum sínum í jólagjöf um hver jól.

    SvaraEyða
  4. Þessi tilboð koma fyrir þá sem eru með kortið og er það að mig minnir fyrir alla 25 ára og yngri. Ódýrara í Sambíóin og eitthvað fleira. Þetta er bara gömul arfleið af þeirri ósvífnu starfsemi sem bankarnir og þár sérstaklega Glitnir stóðu fyrir á árunum 2004-2007 þar sem bókstaflega allt var sett á krít þar allt frá kaffibollum í Háskólanum,gallabuxum og upp í bíla og var eitthvað það ábyrgðalausasta sem ég hef fyrr né síðar séð í markaðssetningum bankanna. Á móti svona 10 stórum dulbúnum yfirdráttar tilboðum fyrir ungt fólk(sem á n.b. bara að spara og eiga fyrir hlutunum getur vel beðið) kom ein lítil með sparnaðarleiðum.

    Ég blessunarlega á systur sem hefur verið í fjámálageiranum og hefur hún náð að ávaxta peningana mína mun betur en það sem bankarnir hafa auglýst þegar þeir þó drattast til þess að auglýsa og bjóða ungu fólki upp á sparnað.

    Og sú var líka tíðin að Kaupþing elti mann á röndum í verslunarmiðstöðunum til þess að ganga frá lífeyrissparnaði til framtíðar og það hjá fólki sem rétt er skriðið yfir stúdentinn. Þeir meira að segja gerðust svo kræfir að mæta í vinnuna þar sem ég vann í stóru lagerhúsi og ganga þar um allt hús til þess að ræða við fólk í miðjum vinnutímanum um lífeyrissparnað.

    Ef menn hafa vit á fjármálageiranum og aðgang af einhverjum eins og ég að systur minni getur í mörgum ef ekki flestum tilvikum borgað sig að ávaxta fé sitt á annan hátt en í lífeyrissparnaði sem síðan er alltaf skorin niður þegar maður ætlar svo að taka hann út og sjóðirnir nýttir í það að spýta inn í vegaframkvæmdir þegar við þurfum að nota skattpeninganna í ICE-SAVE klúður örfárra einstaklinga úr Elítunni.

    Svei ykkur!!!!!!

    SvaraEyða
  5. Alveg sammála síðasta ræðumanni, en þykir það ótrúlega sorglegt og dæmigert fyrir þann tíðaranda sem vonandi er að líða undir lok í okkar samfélagi - að besta leiðin til að ávaxta peningana sína hafi verið einhver underground leið og ekki kunnug neinum nema bankastarfsmönnum og fjölskyldumeðlimum þeirra! Hver er réttlætingin á því að einn viðskiptavinur fái betri þjónustu/kjör en annar sem á kannski bara systur sem vinnur á leikskóla eða eitthvað?!

    SvaraEyða
  6. Það er straumur fólks að færa sig yfir í MP-banka frá gömlu glæpabönkunum,það er mjög góð þjónusta þar og ekkert vesen eða bull.

    SvaraEyða