miðvikudagur, 8. júlí 2009

Langódýrast í Lyfjaveri

Ég þurfti að kaupa þriggja mánaða skammt af lyfinu Nasonex og þar sem ég hafði heyrt af miklum verðmun á milli apóteka ákvað ég að gera létta verðkönnun áður en ég leysti lyfseðilinn út. Niðurstaðan var sú að það munar allt að 55% á verði lyfsins á milli apóteka!! Langódýrast var lyfið í Lyfjaveri. Það getur svo sannarlega borgað sig að gera verðsamanburð!

Apótek / Verð / Munur / Prósentumunur
Lyfjaver / 3.520
Garðsapótek / 4.402 / 882 / 25%
Skipholtsapótek / 4.646 / 1.126 / 32%
Apótekið - Hagkaup, Skeifunni / 4.982 / 1.462 / 42%
Lyfja Lágmúla / 5.393 / 1.873 / 53%
Lyf og heilsa, Austurveri / 5.450 / 1.930 / 55%

Dúna

3 ummæli:

  1. Það kemur ekki á óvart, að lyfið skuli vera dýrast í Lyf og heilsu, apótekskeðju Karls Wernerssonar. Þjóðinni er búið að blæða nóg vegna fjárfestingarbruðls hans m.a. með Sjóvá. 16 milljarða urðum við landsmenn að greiða, til að bjarga Sjóvá. ÉG VERZLA ALLAVEGA EKKI VIÐ LYF OG HEILSU !!! Stöndum saman og styðjum einkareknu apótekin, sem eru með beztu kjörin.

    SvaraEyða
  2. Gleymdiru að hringja í Rima apótek? Alltaf komið best úr úr verðkönnunum þar.

    SvaraEyða
  3. Ég versla aðeins í Rimaapóteki, það hefur komið best út hjá mér. Ég var t.d að versla um daginn og hringdi að gamni mínu í ein 6 apótek til að kanna verðið á þessu lyfi og ódýrast var það í Rimaapóteki en það var 450.kr dýrara í Lyfjaveri. Lyfjaver er mjög langt frá því að vera ódýrast í lyfjaverði.

    SvaraEyða