sunnudagur, 26. júlí 2009

Gúmmískór í Krónunni

Við erum hér tvær frænkur og okkur langar að segja hér frá einstaklega mikilli verðhækkun sem við rákumst á núna í júli.
Málið er að önnur okkar stoppaði í Krónunni á Selfossi laugardaginn 11. júlí síðastliðinn og verslaði fyrir sig og dóttur sína glæsilega gúmmískó. Bleika með blómamynstri alveg tilvaldir í sumarfríið. Parið af skónum kostaði þá 2.899 kr.
Þar sem gúmmiskórnir á dótturina voru of litlir fékk sú sem verslaði skóna frænku sína til að skipta þeim og fá stærri næst þegar hún ætti leið hjá.
Það var svo laugardaginn 18. júli aðeins viku frá því skórnir voru keyptir sem skiptin fóru fram. Þá langaði þeirri sem fór með skóna að kaupa eins gúmmiskó á dætur sínar tvær.
Sem hafði svo sem ekki verið í frásögu færandi nema nú var verðið búið að hækka úr 2.899 kr. í 3.680 kr. parið. Sem sagt rúmlega 700 krónu hækkun á einni viku.
Svo til að kóróna allt þá ætlaði afgreiðslustúlkan í Krónunni að rukka þá sem skipti skónum um mismuninn á verðinu frá því að skórnir voru keyptir og þar til þeim var skipt. Sú sem stóð í skiptunum á skónum gat komið afgreiðslustúlkunni í skilning um að það væri nú ekki rétt að rukka fyrir mismuninn.
Fimmtudaginn 23. júli á sama manneskja leið í Krónuna á Selfossi og labbar fram hjá rekkanum með blessuðu gúmmiskónum og viti menn þá kostar parið kr 3.175 .- Búið að lækka verðið, hm,hm, mjög skrýtið.
Sem þýðir að hún mátti 5 dögum áður borga rúmlega 500 krónum meira fyrir parið en þar sem hún keypti 2 pör þá er munurinn rúmlega 1000 kr.
Nú langar okkur að vita, er verið að breyta verðinu um helgar þegar meira er um ferðamenn?
Er þetta eitthvað sem að við eigum bara að sætta okkur við?
Nei og aftur nei , látum ekki bjóða okkur svona vitleysu.
Kveðja,
Frænkurnar

2 ummæli:

  1. Krónan er alltaf að breyta um verð.
    Sem dæmi, þá er þarna snakk sem rokkar frá 99kr/pokinn upp í 499kr/pokinn.

    Það er því mjög mikilvægt að fara yfir strimilinn í Krónunni því algengt er að verð sé ekki það sama í hillu og á kassa, enda er verðið á mörgum vörum þarna ekki það sama í dag og í gær.

    SvaraEyða
  2. Ég hef sagt þetta hérna áður og segi það enn. Mismunur milli hilluverðs og kassaverðs er lang mest í Krónunni af öllum þeim matvöruverslunum sem ég hef verslað í.

    SvaraEyða