þriðjudagur, 28. júlí 2009

Um tölvukaup

Mig langaði til að vekja athygli á því að þegar tölvukaup eru annars
vegar er ekki allt sem sýnist. Nú hef ég verið að leita mér að fartölvu
enda sú gamla ónýt eftir mjög harkalegan fund með gólfinu, og hef ég hug
á að keyra á honum Linux stýrikerfið, sem er bæði frítt og frjálst.
Þannig er að þegar keyptar eru tölvur fylgir gjarnan með þeim Windows
stýrikerfið, en ég hef ekkert við það að gera, né heldur hef ég neina
löngun til að borga 19900 krónur fyrir það. Fartölvan sem ég hef áhuga á
kostar 89900 krónur, og því er stýrikerfið sem ég vil ekki orðið einn
fimmti af verði vörunnar.
Stýrikerfið er ekkert annað en hrúga af rafeindum sem er verið að
selja á okurverði, og það er ekki mikið mál að fjarlægja þær - það mætti
hreinsa harða disk vélarinnar og selja þá einhverjum öðrum þessa vöru
sem ég vil ekki.
Í símtali við tölvuverslun í gær kom hinsvegar annað á daginn:
"Það er ekki hægt," sagði afgreiðslumaðurinn. "Það er búið að setja
límmiða á hana [tölvuna] og þá getum við ekki tekið stýrikerfið út."
Um er að ræða límmiða til staðfestingar um það að Windows útgáfan á
vélinni sé lögleg. Og auðvitað er ekki hægt að taka límmiða af tölvum
neitt frekar en rafeindir. Límmiðinn er settur á í verksmiðjunni þar sem
stýrikerfið er sett upp fyrirfram. En hversu eðlilegt er það, þegar
maður hyggst kaupa vöru A, að maður neyðist til að kaupa vöru B líka?
Neytendur væru eflaust frekar ósáttir við það ef þeir gætu ekki keypt
sér pylsupakka án þess að neyðast til að kaupa tómatsósuflösku líka.
Vissulega kæmi það sér vel fyrri suma, stundum, en það réttlætir það þó
ekki. Þetta er ekkert öðruvísi.
Kveðja,
Smári

7 ummæli:

  1. OEM stýrikerfi (uppsett stýrikerfi á nýjum vélum) eru bundin þeirri vél sem þaug koma uppsett á, því væri það brot á leyfisreglum að "færa" stýrikerfið yfir á aðra vél eða selja það. Meira en það þá virka OEM stýrikerfi aðeins með því tiltekna móðurborði sem það er upphaflega "framleitt" með. Því væri það einig illmögulegt að færa OEM stýrikerfi yfir á aðrar vélar.

    Upplýsingar: http://news.softpedia.com/news/Microsoft-The-Windows-OEM-License-Dies-with-Its-Computer-88220.shtml


    S.s. varan er hreinlega framleidd svona, kostnaðarverði á henni til endursöluaðila er svo væntanlega í samræmi við það. Ef verslunin myndi því þurrka út stýrikerfið (breyta vörunni) og selja á lægra verði væri verslunin að taka á sig tap.

    Hinsvegar bíður t.d. Dell (og mögulega fleiri) upp á borð og ferða -tölvur með uppsettum Linux stýrikerfum. Því er það í raun ekki framleiðenda að kenna að þú verðir að kaupa vél með Windows uppsett heldur frekar slöku vöruúrvali í tölvuverslunum - hinsvegar er spurning hvort efturspurn fyrir Linux vélum eða vélum með engu stýrikerfi sé nægt í okkar 300.000 manna þorpi til að menn fari að eltast við slíkt.


    PS Ég vinn ekki hjá tölvuverslun

    SvaraEyða
  2. Þetta finnst mér nú bara vera eintómt væl í þér.

    Búðir hérna á Íslandi fá tölvurnar uppsettar með Windows stýrikerfinu.
    Það er vegna samninga sem viðkomandi framleiðandi hefur gert við Microsoft og þar af leiðandi verða tölvur þess framleiðanda seldar með því stýrikerfi.
    Alveg einsog það er bannað að selja tölvur með Office pakkanum inná, nema trial-version.
    Ég er 100% viss um að framleiðendurnir fá Windows MIKLU ódýrara heldur en það kostar hérna heima, ég spyr mig eiginlega hvernig þér datt annað í hug ?

    SvaraEyða
  3. Einnig má benda á að bjóða vélar án stýrikerfis býður upp á heilann dálk vandamála þar sem fólk hyggst spara en hefur ekki kunnáttu til þess að nota Linux kerfin

    SvaraEyða
  4. Fáðu bara verslun til að gera þér tilboð í vél án stýrikerfis sem þú getur pantað. Lagerar sem verslanirnar kaupa utan frá hafa pottþétt eitthvað til boða.

    SvaraEyða
  5. ég vinn í tölvuverslun og verð munurinn á að pannta vél án stýrikerfis ætti ekki að vera mikið mál það er alveg þekkt í evrópu svokallað Barbone Laptops semsagt fartölva án stýrikerfis en þú getur auðvitað bara ath þetta hjá þeim búðum sem að flytja inn sjálf eða eru svokölluð umboð

    SvaraEyða
  6. Vandamálið er að það eru svo fáir sem vilja Linux að það er varla hægt að eiga slíkar vélar á lager. Það er nógu flókið að flytja inn vélar með Windows Vista Home, Vista Business, XP Pro osfrv. til að gera sem flestum til hæfis. Það einfaldasta er að kaupa vél með Home því að það er ódýrast og setja linux á slíka vél. Sama gildir um Office, það eru ekki allir sem vilja slíkt með vélum og því erfitt að eiga þær á lager með Office OEM pakkanum. Trial útgáfan fylgir hins vegar flestum vélum.

    SvaraEyða
  7. Það er rangt að OEM útg. virki bara með því móðurborði seljanda. Ef þú átt OEM disk frá Dell geturðu alveg sett upp HP vél með honum.

    SvaraEyða