Við pöntuðum pizzu frá Greifanum og áleggið var alltof dýrt að okkar mati. Sjá meðfylgjandi nótu.
Það er sjaldan lagt vel af áleggi á pizzurnar. Það væri hægt að kaupa sér pylsu, gos og súkkulaði í sjoppu -fyrir eitt auka álegg eins og Greifinn er farinn að rukka fyrir grænmeti sem varla sést á pizzunni.
Þarna er augljóslega farið yfir strikið!
Bestu kveðjur,
Sumarliði Einar Daðason
Já þetta er svona leinda leiðin til að græða á pizzusamkeppnismarkaði.
SvaraEyðaStendur allavega "Velkominn aftur". Spurning afhverju :D
Afhverju keypurðu pizzuna?? 4100 fyrir eina pizzu er fáránlegt,en asnar eins og þú sem kaupa hana finnast alltaf.Vaknið fólk.
SvaraEyðaPizzan kostaði reyndar 3090 kr sem er samt alltof mikið. Eina pizzan sem ég væri til í að borga svo mikið fyrir eru þær sem maður fær hjá Eldsmiðjunni enda eru ekki til betri pizzur á landinu.
SvaraEyðaHér hefði klárlega verið hægt að gera betri kaup með því að fara "tilboðleið" í heimsendingu (greifinn.is/is/page/sott_sent_tilbod_heimsend/.
SvaraEyða16" með þremur áleggjum, stór af frönskum og 2 l Kók á 3270.