fimmtudagur, 9. júlí 2009

Pælingar varðandi gæði matvæla

Flott vinna sem er í gangi varðandi verð matvæla og fleiri vara þó betur megi ef duga skal. Annað atriði sem við Íslendingar eigum talsvert í land með. Hvenær er vara vara. Tökum dæmi af appelsínu. Okkur er kennt ungum að aldri að appelsína sé holl. Samt er það svo að appelsínan sem við fáum í næstu verslun getur verið orðin allnokkuð öldruð og á kannski ekki skilið heiðursheitið (holl) appelsína. Ástæðan, jú hún inniheldur ekki lengur það magn af vítamínum sem hún innihélt þegar hún var falleg og fögur týnd af trénu. Hún gæti t.d. verið því sem næst C vitamin laus. Er hægt að kalla slíka vöru appelsínu og er eitthvert eftirlit með því hér á landi hvenær appelsína má heita appelsína en ekki gamalt stöff af akrinum. Ávextir og grænmeti eru framsett sem holl vara. Litlar upplýsingar eru um upprunaland, hvenær hún var framleidd , hversu fersk hún er og hvernig hún var flutt etc..
Önnur spurning. Er eitthvert eftirlit með að það sem á að heita lífræn vara sé lífrænt í botn og grunn.
Kveðja,
Guðbrandur

2 ummæli:

  1. Já góðar pælingar hér á ferð, hver fylgist með þessu?

    SvaraEyða
  2. Algjörlega sammála, það er leiðinlegt að kaupa ýmsa ávexti og einnig grænmeti sem síðan er gamalt og farið að skemmast þegar heim er komið, undantekning er að fá alveg ferska og nýja vöru, jafnvel er grænmeti frá innlendum framleiðeindum oft orðið gamalt og farið að skemmast þegar það kemur í búðir.

    SvaraEyða