Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
fimmtudagur, 2. júlí 2009
Okur á flutningskostnaði
Ég verð að segja frá viðskiptum mínum við DHL sem tók að sér að flytja pakka fyrir mig frá Noregi til Íslands en sjóflutninginn annaðist „Óskabarn Þjóðarinnar“ Eimskip.
Tek það fram að ég er í smá Þjónustuvinnu þar sem ég þarf að nota efni sem ekki er hægt að flytja með flugi en verður að fara í sjófrakt.
Pakkinn var 15.kg að þyngd og læt ég mynd fylgja af honum.
Krafan hjá DHL hljóðaði upp á kr. 83.052- skrifa krónur áttatíuogþrjúþúsundfimmtíuogtvær íslenskar krónur. Eða kr. 5.537- fyrir hvert kíló.
Ég „grét“ undan þessu verði við þá en úr ísköldum útrásarvíkingaaugum þeirra mátti lesa „borgaðu bara auminginn þinn þú getur ekkert gert eða farið annað“ Höfðingjarnir slógu af kr. 5000- heimsendingargjaldi plús vask þannig að reikningurinn varð kr. 76.827- sem var greiddur.
Ég rita þessar linur til þeirra sem hugsa sér að fara út í atvinnurekstur og þurfa að flytja inn smávörur sem ekki er hægt að flytja öðruvísi en með sjóflutningum að kanna sinn gang áður svo ekkert svona komi á óvart.
Með Kveðju,
Sverrir Jónsson
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Fór á United States Postal Service og þar er 33 punda pakki(um 15 kg) að fara með 100$ tryggingu á 6 dögum fyrir 210.75(frá pósthúsi) eða 193.89 á netinu. Hægt er að fá þetta á 6-10 dögum en bara fyrir pakka upp að 20 pundum og svo á 1-3 dögum en þá var verðið ekki gefið upp og maður þarf að hafa samband. Þetta gerir 27.430 kr frá USA
SvaraEyðaHefði verið ágætt að fá að vita hver flutningstíminn var á þessu hjá þér.
En þetta finnst mér bara OKUR!!!!!!!!!!!!!!!
Og n.b. var að skoða þetta á DHL.com(íslensku síðunni) og þar virðist þetta vera ódýrara. Í kringum 57 þús fyrir 2 daga. Setti bara að ganni inn frá Reykjavík til Boston í Bandaríkjunum 50cm á breidd,100 á lengd og 30 á hæð og 15 kg og fékk þetta verð. En mér finnst þetta náttúrulega okur. En ég meina þegar ég hef verið að kaupa mér tónlistardót á netinu t.d. munnstykki fyrir klarinett(2-4 stykki) þá er ég rukkaður um 15$ sem tekur rúma 7-10 virka daga en ef ég vil fá þetta fyrr þá hefur það kostað i kringum 80$ með DHL eða álíka en mér finnst þetta samt sem áður algjört okur hjá Samskipum.
SvaraEyðaÉg ætla í fyrsta skipti að vera neikvæði gaurinn í athugasemdunum.
SvaraEyða"frá Noregi til Íslands" er frekar vítt skilgreint í tíuþúsunda útreikningi í flutningum.
Ef það er innifalið flutningur innanlands í Noregi, sjóflutningur (þar sem lágmarksgjald miðast við allavega 25kg) og svo upp að dyrum á Íslandi er þetta ekkert rooooosalega dýrt.
En algjört rán engu að síður ;)
Ég borgaði 113.000 kr. fyrir flutning á Mercedes Benz bifreið frá Hamborg til Reykjavíkur.
SvaraEyðaTók 10 daga frá því að bíllinn fór á höfnina í Hamborg og var kominn til Rvk.
En þjónustan hjá Eimskip eftir að bíllinn kom til landins er var alveg ömurleg í alla staði en verðið ekki hátt miðað við ca.77.000 kr. fyrir 15 kg. pakka.
20 feta gámur frá Noregi kostaði fyrir 14 mánuðum kr. 180.000 til Reykjavíkur. Í dag kostar hann kr. 560.000. Sama vegalengd.
SvaraEyðaVið erum auðvitað að borga niður sukkið í skipafélögunum. Þyrlurnar, flugvélarnar, jarðir og sumarbústaðina.
Ég bíð spenntur eftir því að þessi helv.... skipafélög rúlli endanlega. Fyrr verðum við ekki laus úr þessari prísund.
Og þó.... Þegar þeir fara á hausinn þá er bara skipt um kennitölur og þessir skæruliðar halda áfram einokuninni.