miðvikudagur, 8. júlí 2009

Erfitt að reikna rétt í Nóatúni


Öðru hverju býður Nóatún í Hamraborg okkur viðskiptavinum sínum að borga einungis fyrir tvær eins lítra kókflöskur, en taka þrjár.
Einhverra hluta vegna vefst fyrir þessum ágætu herrum að reikna þetta út rétt.
Ég sendi hér reikning sem sýnir að Nótatún í Hamraborg rukkar 177 krónur fyrir hverja eins lítra kókflösku, en borga einungis tilbaka 136 krónur.
Ég gerði auðvitað athugasemdir og fékk borgað tilbaka, en margir viðskiptavinir hafa lent í þessu sama og ég án þess að gera athugasemdir.
Þetta hef ég reynt áður á sama stað.
Eiríkur Jónsson

3 ummæli:

  1. Ég ætla svei mér þá bara að hrósa þér fyrir þetta. Það er svo svakalega mikið af fólki sem biður ekki einu sinni um strimilinn.

    SvaraEyða
  2. Ég vil óska Eiríki til hamingju með að lesa á miðann. Fleiri mættu taka sér hann Eirík til fyrirmyndar, við það yrði landið byggilegra og stjórnmálamenn færu jafnvel að segja satt.

    Ég vil benda Eiríki og öðrum á að skoða alltaf miðann því ef keypt er fyrir meira en 5.000 krónur, þá eru mjög miklar líkur á því að villu sé þar að finna.

    Ég hef mjög slæma reynslu af Krónunni og Nóatúni hvað þetta varðar. Nóatún gleymir oft að draga afslátt af við kassa og undanfarið hálft ár hef ég tvisvar sinnum sloppið í gegn hjá Krónunni án þess að þurfa að leiðrétta mun á verði í búð og verði við kassa. Krónan er sérstaklega slæm hvað þetta varðar og er ég farinn að verða málkunnugur verlunarstjórum sem endurgreitt hafa mér tugþúsundir króna í gegnum tíðina vegna misræmis í verðmerkingum.

    Haga hef ég ekki skipt við síðan í október svo ég get ekki sagt til um hvort málin hafi lagast í Bónus eður ei.

    Björn I

    SvaraEyða
  3. Krónan er verst, það er í raun fréttnæmt hve oft maður lendir í því að verðið er hærra á kassa en í hillu. Ráðlegg öllum að fara vel yfir verðmun í hillu og kassa þar og senda hingað inn þegar verðin stemma ekki!

    Svo setur afgreiðslufólkið upp á sig snúð þegar maður biður um að leiðrétta nokkrar krónur... en nokkrar krónur af hverjum kúnna telur nú aldeilis!

    SvaraEyða