þriðjudagur, 28. júlí 2009

Kaffihúsið í Árbæjarsafninu

Langaði að benda á okur í Árbæjarsafninu. Ég fór þangað með 3 börn í dag, ég þurfti bara að borga mig inn 600 kr sem að mér fannst nú ekkert svo dýrt. Við ákváðum svo að hafa það kósý og fórum á kaffi húsið og fengum okkur kökusneið og gos, fyrir 4 kökusneiðar og 4 gos mátti ég borga 3800 krónur. Vinkona mín sem var með mér keypti eina Appelsín í flösku og hún kostaði 300 krónur!!!! það finnst mér OKUR.
kveðja, Guðbjörg

4 ummæli:

  1. Ég fór á kaffishúsið í Reykholti (Fosshótel Reykholti) með 4 vini og bauð upp kökusneið og kaffi. Þegar ég var að borga þá missti ég andlitið því að kökusneiðin kostaði litlar 900 krónur, takk fyrir.

    SvaraEyða
  2. 300 krónur fyrir gosflösku á kaffihúsi er pretty standard verð. Er ekki alveg að skilja hvað er svona ótrúlegt við það - það er dýrt en ekkert dýrara en annars staðar. Ef gos kostar 300 þá borguðuð þið 1200 krónur fyrir gosið og 2600 fyrir kökusneiðarnar. 2600 / 4 borguðuð 650 krónur fyrir kökusneið. Dýrt en ekkert beyond ridicilous ekkert dýrara en á öðrum kaffihúsum - ef til vill ódýrara.

    SvaraEyða
  3. 650 kr fyrir kökusneið er virkilega sanngjarnt á kaffihúsi. Geta alveg farið á yfir 1000 kallinn á sumum stöðum.

    SvaraEyða
  4. Bara að borða heima hjá sér elskurnar(þá sparar maður)

    SvaraEyða