mánudagur, 27. júlí 2009

Varað við Staðarskála

Ég skrapp norður í land með 2 barnabörnin mín um helgina og við stoppuðum aðeins í Staðarskála til að teygja úr okkur sem var frítt ! Ég ákvað nú að gefa þeim aðeins smá hressingu og fengu þau sér miðstærð af frönskum kartöflum og sitt hvora litla gosflösku og ég fékk mér hina sígildu pylsu með ökku og litla kók. Mér lá við yfirlið þegar stúlkan sagði mér að herlegheitin kostuðu kr. 1.875
Þess skal getið að þessi miðstærð af kartöflunum var mjög lítil og hélt ég þetta vera lítinn skammt og hváði við en svo var ekki en skammturinn kostaði kr. 480,-
Við ákváðum þarna strax að stoppa ekki þarna á heimleiðinni, heldur keyrðum alla leið í Snæland í Mosfellsbæ og fengum okkur kjúklinganagga og hamborgara með öllu tilheyrandi og greiddum fyrir það kr. 2.300 eða aðeins 400 meira en fyrir lítilræðið í Staðarskála. Þarna var um fulla máltíð að ræða en það sem við keyptum í Staðarskála var ekki upp í nös á ketti, bara smá hressing.
Ég get ekki annað en varað við þessum stað.
Kk/Þórdís

4 ummæli:

  1. Sæll DR. Gunni. Daníel heiti ég eigandi Topp FM. Var að pæla í því hvort það mætti bjóða þér að auglýsa á Topp FM? Endlega hafðu samband við mig í 7702833.

    SvaraEyða
  2. Tek algjörlega undir þetta um nýja Staðarskála. Rándýr og maturinn afleitur (má reyndar vel vera að við höfum verið óheppin og pantað eins og kjánar, það var nokkuð mikið að gera).
    Bergur

    SvaraEyða
  3. Ég á enn eftir að koma í vegasjoppu með frambærilegan mat. Reyndar var Shell skálinn í Borgarnesi með mjög góðan og alþjóðlegan mat eins og kjötsúpu,fisk(ekkert djúpsteikt drasl) og fleira en því miður er sjoppu sósu gegnumsteikt mataræði tekið við.
    Þegar hringurinn er farinn mæli ég nú bara eindregið að menn taki með sér nesti og finni einhvern góðan stað úti við ef veður leyfir eða bara borði það í bílnum og noti þessar sjoppur bara fyrir pissustopp.

    SvaraEyða
  4. Staðarskáli er orðinn að algjörri okurbúllu eftir að N1 færði hann í nýja húsnæðið. Ekki hægt að fá hamborgara undir 1.000 krónum, meira að segja American Style bíður betur :/

    SvaraEyða