laugardagur, 4. júlí 2009

Á hausinn við að flytja

Ég var að flytja frá Grafavogi í Vesturbæinn. Pantaði stóran bíl frá Nýju sendibílastöðinni ásamt aukamanni og þóttist hafa gert með verðhugmynd af verðskránni. þetta tók þá 3 tíma. Frá kl 18.00- 21.00 og ég fékk rukkun upp á 58 þús. Ég hringdi í framkvæmdastjórann sem sagði að þetta væri eðlilegt verð í bransanum. Ég skoðaði verðskrána aftur en þeir hafa klínt einhverju ofan á hæsta ratan. Þetta er algjört RÁN og ég fékk vægt áfall þegar ég þurfti að borga. Endilega varaðu fólk við þessu fyrirtæki. Ég sem einstæð móðir fór alveg á hausinn við þetta.
Kveðja,
Svana

8 ummæli:

  1. Það er ekkert annað en okur.. allavega samanborið við 8þús sem ég borgaði. það var búslóð frá miðbænum út í hafnafjörð, tók tæpa 2 tíma. Það var bíll frá tómas

    SvaraEyða
  2. Bíddu nú við tímagjaldið(án lyft) í næturvinnu fyrir 4-5 flokk er 8700 sem gerir 26.100 kr svo færðu aukamann sem er í búslóðafluttningi minnst í 4-5 flokki á 10.600 í næturvinnu sem gerir 31.800 samtals 57.900 kr.

    Ég myndi ætla að þetta væri okur en ég myndi samt ekki halda því fram að þetta komi ekki fram á heimasíðunni þeirra.

    Og næturgjald hlýtur að vera yfirvinna eftir kl 18:00 á kvöldin.

    SvaraEyða
  3. Þannig að það kostar 31.800 að fá mann í 3 klst? Hvað er hóað í taugaskurðlækni til að keyra bílinn eða? Þetta er bara rán og rugl...

    SvaraEyða
  4. Mér finnst reyndar 10 þúsund kall á tímann fyrir svona lagað ekkert rosalega mikið, þannig séð.

    Er ekki bifvélavirki með 8 þúsund á tímann? Og það í dagvinnu. Þarna erum við væntanlega að tala um næturkaup sem er náttúrulega e-ð hærra.

    Annars borgaði ég 3.500 fyrir flutning frá Kópavogi uppí Fiskislóð. Tók ca. hálftíma. Um morgun. Með aukamanni.

    SvaraEyða
  5. Hvaða máli skiptir hvað einhver lærður bifvélavirki er með á tímann? Réttlætir það að bílstjórinn skuli kosta 10.600 kr á tímann? Tjah

    SvaraEyða
  6. Spurning um að tala við þá hjá Neytendasamtökunum?

    SvaraEyða
  7. Þetta eru helvítis ræningjar. Lenti í svipuðu með Sendibílastöðina.

    Ég fékk píanó sent frá Sauðárkróki og út í landflutningar niðrá Höfn , sú sending með mannafli á Sauðárkróki og allt kostaði 5000 krónur.

    Að fá tvo menn í hálftíma mission að koma píanóinu yfir í Kópavoginn kostaði hins vegar 28.000 krónur.

    Fáránlegt !

    SvaraEyða
  8. Nýja Sendibílastöðin er dýr engin spurning með það en ránið var kannski ekki nema upp á 10-20 þúsund krónur miðað við sanngjarnan taxta.

    Bílstjórinn kostaði ekki 10.600 á tíman heldur gerði hann það með bílnum en að reka stóran sendibíl kostar sinn pening. Svo þurfa þessir menn líka oft að burðast með þunga hluti fyrir kúnnana og það getur verið mjög erfitt, þreytandi og slítandi.

    28.000 krónur fyrir píanóflutning er allt í lagi, tala nú ekki um ef þeir hafa þurft að bera þetta upp einhverjar hæðir eða svoleiðis.

    SvaraEyða