Það skiptir væntanlega ekki máli hjá hvaða símafyrirtæki fólk er. Öll taka þau þátt í gríðarlegri gjaldtöku sem heitir Talhólf.
Það kostar 21. Kr. hjá Símanum að fá skilaboðin „Þú hefur náð sambandi við talhólf...“. Venjulega skellir fólk á án þess að nýta sér þjónustuna.
Dæmi um eins ár notkun á þessari þjónustu miðað við að lenda í 1 Talhólfi á dag:
21x1 = 21 kr. á dag
147 kr. á viku
588 kr. á mánuði
7.056 kr. á ári
Dæmi um eins ár notkun á þessari þjónustu miðað við að lenda í 5 Talhólfum á dag:
21x5 = 105 kr. á dag
735 kr. á viku
2.940 kr. á mánuði
35.280 kr. á ári
Það er samfélagsleg skylda allra að slökkva á talhólfinu og láta eins marga og kostur er gera slíkt hið sama.
Arnar
Ekkert svona gjald hjá Nova
SvaraEyða