Sýnir færslur með efnisorðinu sími. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu sími. Sýna allar færslur

mánudagur, 12. september 2011

Viper app og þú hringir frítt


Langaði til að benda fólki á app (snjallsímaforrit) sem hægt er að fá fyrir Iphone og Android sem heitir Viber. Eftir að þú installar Viber í símann þinn getur þú hringt í hvaða farsíma sem er í heiminum sem einnig er búinn að installa Viber hjá sér.
Eina sem Viber krefst er að báðir aðila séu annaðhvort tengdir við þráðlaust net eða 3G.

Eftir að appinu er installað sérðu strax í símaskránni hjá þér í símanum hvaða aðrir eru með Viber installað og sértu á þráðlausu interneti eða tengdur við 3G geturðu hringt frítt hvort sem þú þarft að hringja til Kópavogs eða Nýja Sjálands, frítt fyrir báða aðila.

Vert er þó að taka fram að notkun á 3G er ekki ókeypis hjá símafyrirtækjunum og svona símtal gegnum Viber eyðir gagnamagni líkt og Skype gerir.

Þannig í sjálfu sér kostar þetta smáveigs ef þú ert að nota þetta gegnum 3G. Sértu á þráðlausu interneti er alveg óhætt að tala eins mikið og þú vilt þar sem þetta hefur mjög lítið áhrif á niðurhalið á internettengingunni hjá þér en símafyrirtækin skaffa fólki yfirleitt ekki nema um 5mb á dag í 3G notkun. Þannig mæli ég frekar með þráðlausu interneti fyrir þetta svo símtalið sé alveg frítt.

Appið heitir sem fyrr segir Viber og má nálgast fyrir Iphone og Android á http://viber.com/

Ef sem flestir taka sig til og installa þessu hjá sér þá getum við í sameiningu sparað kostnað varðandi farsímanna. Þetta sama forrit virkar eins líka fyrir SMS, sendir SMS með þessu frítt hvert sem er um hnöttinn.

Kveðja,
GÁ - Tæknifrík ;)

sunnudagur, 21. mars 2010

Ring - mæli með því að fara yfir notkunina!

Langaði bara til að deila þessu með fólki.
Álpaðist inná ring.is að skoða notkunina mína, þar sem ég skráði mig í ring í síðustu viku og vildi skoða hvernig þetta leit allt saman út.
Rak augun í 15.mars. þar kemur fram 1 símtal (51 sek) í númer sem kemur ekki fram á myndinni sem ég sendi með en er í NOVA og kostaði heilar 570 kr (11 kr/sek)
Svo á ég að vera búinn að senda 17 sms í dag (18.mars), er búinn að senda 2 stk.

Ég hringdi í ring og spurði um þetta og þeir virtust allir af vilja gerðir að reyna að leiðrétta þetta, loksins þegar þeir svöruðu.
Ég veit það bara að ég á eftir að fylgjast vel með notkuninni á síðunni þeirra.

kveðja
Jón Bergmann

p.s. vissirðu að þegar maður er með frelsi hjá ring og kaupir áfyllingu þarf maður að taka það sérstaklega fram að maður vilji RING áfyllingu á (1990 kr) annars fær maður bara venjulegu símaáfyllinguna (2000 kr) þar sem maður hringir ekki frítt innan símakerfisins! Af hverju á maður að vilja venjulega áfyllingu á frelsið (borga fyrir alla sem maður hringir í) ef maður er í ring til að hringja frítt innan kerfi símans. Hvenær VILL maður borga aukalega fyrir að hringja þegar maður þarf þess ekki?!

föstudagur, 16. október 2009

Okurvextir hjá Nova

Ég er í Nova símaáskrift og var að greiða reikning með gjalddaga 2/10, 900 kr. Á
hann eru kominir dr-vextir 6 kr. sem er í lagi þar sem ég greiði ekki á gjalddaga.
En svo kemur rúsinan í pylsuendanum: ofan á þetta leggjast 500 kr vanskilagjald.
Ég er fús að greiða það sem mér ber en þetta er of mikið... þeir senda ekki
reikning eða giroseðil eða neitt annað sem kostar þá eitthvað og ég hef aðeins
verið vanskilum í 12 daga. Sem telst varla vanskil. Ég greiði 60% af upphæð reiknings i vanskilagjald. Það er nokkuð mikið að greiða fyrst vexti og svo okurvexti sem þetta er svo sannalega.
Kveðja,
Sigga

fimmtudagur, 8. október 2009

3G netlykill

Hér er vakin athygli á bjánaskap stórfyrirtækis og bjánaskap neytanda.

Varið ykkur á 3G netlykli Símans, Vodafone og NOVA!

sunnudagur, 20. september 2009

Okur í 1818

Var að skoða símreikninginn minn og yfirlit notkunar. Sá eitt símtal í
1818. Símtalið stóð yfir í 6 sek og kostaði 160 krónur! Okur? Dæmi hver
fyrir sig.
Svekktur símnotandi

þriðjudagur, 15. september 2009

Vodafone hækkaði taxta sína án þess að láta viðskiptavini vita með pósti

mér langar að benda á að Vodafone er búinn að breyta skilmálum á þjónustu sinni.
Ég fór í eina af verslunum Vodafone til að breyta þjónustunni minni, þar sem kreppan er farin að segja til sín hjá mér jafnt sem öðrum, en mér datt í hug að kanna aðra þjónustumöguleika og ég sagði upp sjónvarpi og neti.
Það sem kom mér þó á óvart var að Vodafone er byrjað að rukka í mínútum, sem þýðir það að ef ég hringi í 10 sekútur (sem er ótrúlega algengt hjá mér) þá borga ég fyrir heila mínútu. Þetta útskýrir af hverju mér hefur fundist símareikningurinn ótrúlega hár undanfarið.
Afgreiðslumaðurinn útskýrði mjög kurteisislega fyrir mér að eitthvað er síðan þeir breyttu þessu og þegar ég sagðist ekki hafa fengið boð þess efnis, þá sagði hann að þeir hefðu sett tilkynningu þess efnis á heimasíðu sína og það væri lagalega nóg.
Ég held að það sé rétt hjá honum það er samkvæmt lögum alveg nóg. Mikið af því sem bankamenn gerðu er lagalega alveg nógu rétt, en það gerir það ekki siðferðislega rétt. Þess vegna er ég nú að leita að nýju símfyrirtæki til að eiga viðskipti við.
Lesendur mega láta mig vita í kommentakerfi ef þeir vita um fyrirtæki sem ekki bara fer eftir reglum um lög heldur einnig um siðferði.
Kv. Kristján K.

föstudagur, 11. september 2009

Atlas okur!

Ég kaupi stundum svokölluð Atlaskort sem maður notar til
að hringja ódýr millilandasímtöl. Ég tók eftir því í dag að verðskrá
Atlaskorta sem er í eigu Tals hefur hækkað um allt að 150% í einni
hendingu.
Þetta væri svosem ekki í frásögur færandi nema hvað að ég keypti kort
fyrir notkun þar sem allt annað og lægra mínútuverð var auglýst fyrir
örfáum dögum. Engu að síður fæ ég helmingi færri mínútur nú en ég átti
að fá þegar ég keypti kortið!!! Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir?
Þegar maður hringir svo í Tal fær maður engin svör og alls enga
endurgreiðslu að sjálfsögðu.
Símkostnaður skiptir venjulegt fólk miklu máli og það er mikilvægt að
fylgjast með okri á þessum vístöðvum eins og öðrum.
Ég vil benda fólki á að það eru önnur fyrirtæki sem bjóða þessa
þjónustu og eftir að hafa kannað málið óformlega sýnist mér að bláu
Global kortin kortin séu lang hagstæðust.
Virðingarfyllst,
Bjarni Freyr

þriðjudagur, 1. september 2009

Verðskrá Símans vegna 3G


Mig langaði að benda á þennan skemmtilega samanburð sem ég gerði vegna verðskrár Símans á 3G þjónustuleiðum.
Það vill svo til að ég hef ekki þörf fyrir 3G netlykil þar sem síminn minn er það öflugur að ég get vafrað á netinu eins og ég væri á venjulegri tölvu.
Það sem hindrar mig hinsvegar er þessi skrítna verðlagning á 3G þjónustu í GSM símum.
Ég hafði samband við Símann út af þessu en fékk einungis þau svör að það væri ekki hægt að bjóða upp á betri verð á 3G GSM þjónustinni.
Ágæta stúlkan í 8007000 sagði mér að ég gæti gerst áskrifandi að 3G netlykli, sleppt því þó að nota netlykilinn og sett SIM kortið úr honum í símann minn.
Það hefði það í för með sér að ég þyrfti að skipta um SIM kort í hvert skiptið sem ég ætlaði að nota netið mikið og svo til baka ef ég ætlaði að hringja, frekar spes.
Mér var boðið að senda inn ábendingu til að fá frekari og ítarlegri svör. Ég bíð spenntur.
Á meðan þá er ekki annað hægt að gera en að skemmta sér smá yfir þessum talnaleik sem ég sendi með í töflu :)
Kristján

mánudagur, 27. júlí 2009

Dýr sms í útlöndum

Ég fékk símreikning þar sem rukkað er 3.567 kr fyrir SMS móttekið erlendis.
Eða 87 kr fyrir hvert SMS
Þarna finnst mér Síminn sýna á sér hið rétta andlit.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta væri ef engin samkeppni væri.

SMS sent/móttekið erlendis - 41 stk - 3.567,00

Kveðja, Helgi

mánudagur, 20. júlí 2009

Talhólf

Það skiptir væntanlega ekki máli hjá hvaða símafyrirtæki fólk er. Öll taka þau þátt í gríðarlegri gjaldtöku sem heitir Talhólf.
Það kostar 21. Kr. hjá Símanum að fá skilaboðin „Þú hefur náð sambandi við talhólf...“. Venjulega skellir fólk á án þess að nýta sér þjónustuna.

Dæmi um eins ár notkun á þessari þjónustu miðað við að lenda í 1 Talhólfi á dag:
21x1 = 21 kr. á dag
147 kr. á viku
588 kr. á mánuði
7.056 kr. á ári

Dæmi um eins ár notkun á þessari þjónustu miðað við að lenda í 5 Talhólfum á dag:
21x5 = 105 kr. á dag
735 kr. á viku
2.940 kr. á mánuði
35.280 kr. á ári

Það er samfélagsleg skylda allra að slökkva á talhólfinu og láta eins marga og kostur er gera slíkt hið sama.

Arnar