Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu þjónusta. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu þjónusta. Sýna allar færslur
þriðjudagur, 12. júní 2012
Bíóin vilja að þú étir skít
Í stað þess að skrifa hjartnæman inngang um nauðsyn vatns til að viðhalda lífi á jörðu ætla ég að koma mér beint að efninu. Nú hafa nokkur kvikmyndahús tekið upp á því að vísa vatnsbetlurum frá sjoppunni og senda þá í staðinn með glas inn á klósett. Jafnvel þó þeir versli í sjoppunni. Vatnsbetlararnir mega fá gos og popp, nachos og ís, súkkulaði og hlaup (gegn greiðslu að sjálfsögðu), en ef þeir vilja óbragðbætt vatn verða þeir að sækja það úr klósettvaskinum. Lystaukandi ekki satt?
Ég lenti í þessu síðast í gær. Keypti stórt gosglas fyrir annan en bað um vatn fyrir mig (línurnar sko). Afgreiðslustúlkan var alveg til í að taka við fullt af peningum frá mér fyrir gosinu, en hún var ekki til í að snúa sér við og gefa mér vatn úr krananum, sem var bæðevei jafnlangt frá henni og gosmaskínan. Þegar ég afþakkaði klósettglas spurði hún mig hvort ég ætlaði þá bara að fá gosið. Ég velti því fyrir mér hvort það sé algengt að fólk hafi ekki lyst á því að sækja vatn inn á bað og kaupi þess í stað kolsýrt flöskuvatn á uppsprengdu verði.
Er nauðsynlegt að vera svona rosalega gráðugur? Voru svona margir að biðja um vatn úr krananum að afgreiðslan fór öll úr skorðum? Þarf bíóið að fá greitt fyrir hvert einasta handtak sem starfsfólkið gerir, og ef það er ekki hægt að setja verðmiða á það (eins og kranavatn) þá er það ekki í boði? Má ekki líta á það þannig að bíógestir séu búnir að greiða fyrir vatnsgreiðann með því að kaupa popp, já eða bara bíómiðann sinn? Finnst forkólfum kvikmyndahúsanna þeir í alvörunni vera að gera kúnnunum rosalegan greiða ef þeir leyfa starfsfólki sínu að gefa þeim vatn? Varla myndu þeir hleypa mér inn með vatnsflösku að heiman?
Og af hverju viljum við síður fara með tómt glas inn á klósett? Jú vegna þess að þar mígur fólk og skítur. Fólki er ráðlagt að geyma tann-burstann sinn ekki nálægt salerninu vegna þess að þar svífa allskonar sýklar og gerlar um sem óæskilegt er að berist í munn. Maður getur rétt ímyndað sér hversu margfalt fleiri míkróskópískir moðerfokkerar eru í loftinu á almenningsklósetti en á baðinu heima. Allavega ef styrkleiki þvag- og saurlyktar er einhver vísbending. Það má því orða það sem svo að með því að senda viðskipti sína inn á klósett með glas séu kvikmyndahúsin að segja þeim að éta skít.
Haukur Viðar Alfreðsson - birtist upphaflega hér.
mánudagur, 12. október 2009
Tæknimannaokur Securitas
Við erum með þjónustusamning við Securitas sem er ævintýralegt okur. Þeir eru að rukka fyrir vinnu tæknimanns, að ég held ekki einu sinni rafvirkjamenntaðir. En þeir rukka fyrir tímakaup Kr 8,450.oo pr/klst án vsk á sama tíma er ég að borga menntuðum rafverktaka fyrir þeirra vinnu Kr 4,015.oo pr/klst án vsk / bæði dagvinnutaxtar. Þarna munar ekki nema 110.46% á dagvinnutaxta. Ekki 20-30% nei 110.46% takk fyrir.
Þetta finnst mér óheyrilegt okur og minnir frekar á tannlæknataxta en öryggisvarða með þekkingu á skjáborði.
Með kveðju,
V.Petursson
Þetta finnst mér óheyrilegt okur og minnir frekar á tannlæknataxta en öryggisvarða með þekkingu á skjáborði.
Með kveðju,
V.Petursson
mánudagur, 5. október 2009
IKEA verslar með þýfi
Fyrir nokkrum dögum kom ég í IKEA og verslaði sitt lítið af hverju sem mig vantaði. Keypti m.a. 4 súpuskálar. Þegar á kassann var komið, urðu skálarnar eftir. Mistökin uppgötvuðust þegar heim var komið og hringdi ég í IKEA til að láta vita af þessu óhappi. Starfsmaður svaraði því að aðeins þyrfti að sýna kassastrimilinn til að fá skálarnar afhentar.
S.l. laugardag mætti ég með kassastrimilinn, en fékk frekar snautlegar mótttökur. Starfsmaður á skilað/skipt skoðaði strimilinn en komst að því að engin skráning væri í tölvu um að varan hefði verið skilin eftir á kassa. Hann fór inn fyrir og talaði við verslunarstjóra (í síma?) en fékk ekki leyfi til að leiðrétta þetta. Ég ætlaði ekki að gefa mig, trúði bara ekki öðru en að IKEA gæfi sig út fyrir góða þjónustu og myndi leiðrétti mistök sem sannarlega voru starfsmanns, því þarna hafði starfsmanni láðst að skrá vöru sem skilin var eftir.
Þrisvar sinnum fór starfsmaður inn að ítreka málið við verslunarstjóra en því miður.
Ég sit því uppi með að fá ekki þessar 4 súpuskálar og hef varla lengur lyst á að borða af Ikea diskum í framtíðinni. Tapa andvirðinu sem var ekki mikill peningur en sennilega hefur bensínkostnaður við að keyra suður í IKEA og til baka í Kópavoginn verið jafnhár eða meiri. Því er tapið tvöfalt. Fyrir utan þetta fór hálfur dagur til ónýtis hjá mér við að bölva IKEA-verslunarstjóranum og IKEA-verslunarveldinu og láta þetta mál fara í taugarnar á mér. Því auðvitað eigum við ekki að láta svona skítafyrirtæki snuða okkur. En kannski er IKEA veldið búið að átta sig á því að hægt er að traðka endalaust á Íslendingum, þeir eru svoddan lúserar hvort eð er, sbr. Englendinga og Hollendinga í Icesave málinu.
Súpuskálarnar MÍNAR eru enn til sölu í IKEA og hætta er á að viðskiptavinir sem kaupa búsáhöld í IKEA á næstunni séu að kaupa þýfi.
Kona úr Kópavogi
S.l. laugardag mætti ég með kassastrimilinn, en fékk frekar snautlegar mótttökur. Starfsmaður á skilað/skipt skoðaði strimilinn en komst að því að engin skráning væri í tölvu um að varan hefði verið skilin eftir á kassa. Hann fór inn fyrir og talaði við verslunarstjóra (í síma?) en fékk ekki leyfi til að leiðrétta þetta. Ég ætlaði ekki að gefa mig, trúði bara ekki öðru en að IKEA gæfi sig út fyrir góða þjónustu og myndi leiðrétti mistök sem sannarlega voru starfsmanns, því þarna hafði starfsmanni láðst að skrá vöru sem skilin var eftir.
Þrisvar sinnum fór starfsmaður inn að ítreka málið við verslunarstjóra en því miður.
Ég sit því uppi með að fá ekki þessar 4 súpuskálar og hef varla lengur lyst á að borða af Ikea diskum í framtíðinni. Tapa andvirðinu sem var ekki mikill peningur en sennilega hefur bensínkostnaður við að keyra suður í IKEA og til baka í Kópavoginn verið jafnhár eða meiri. Því er tapið tvöfalt. Fyrir utan þetta fór hálfur dagur til ónýtis hjá mér við að bölva IKEA-verslunarstjóranum og IKEA-verslunarveldinu og láta þetta mál fara í taugarnar á mér. Því auðvitað eigum við ekki að láta svona skítafyrirtæki snuða okkur. En kannski er IKEA veldið búið að átta sig á því að hægt er að traðka endalaust á Íslendingum, þeir eru svoddan lúserar hvort eð er, sbr. Englendinga og Hollendinga í Icesave málinu.
Súpuskálarnar MÍNAR eru enn til sölu í IKEA og hætta er á að viðskiptavinir sem kaupa búsáhöld í IKEA á næstunni séu að kaupa þýfi.
Kona úr Kópavogi
Mismunandi verð eftir hvort greitt er með peningum eða korti (debet/kredit)
Ég tók eftir því á dögunum að Texas sjoppan á Ingólfstorgi hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að rukka sitthvort verðið fyrir sígarettur eftir því hvort greitt er með reiðufé eða korti og gildir þá einu hvort um debet- eða kreditkort er að ræða.
Þarna er því ekki verið að veita staðgreiðsluafslátt, þar sem debetkortagreiðsla er jú staðgreiðsla - heldur er sitthvort verðið í gildi eftir því hvaða greiðslumáta viðskiptavinur velur sér. Hugsanlega er þarna fyrsta skref í nýrri þróun - hvort sem hún er slæm eða góð.
kv,
Svenni
Þarna er því ekki verið að veita staðgreiðsluafslátt, þar sem debetkortagreiðsla er jú staðgreiðsla - heldur er sitthvort verðið í gildi eftir því hvaða greiðslumáta viðskiptavinur velur sér. Hugsanlega er þarna fyrsta skref í nýrri þróun - hvort sem hún er slæm eða góð.
kv,
Svenni
föstudagur, 2. október 2009
Fákeppni eða einokun í bíladrætti
Tengdamóðir mín, sem er öryrki, lenti í því að bíllinn hennar bilaði á aðrein frá Snorrabraut inn á Miklubraut síðasta föstudag. Bíllin var dreginn burt á laugardeginum. Ég vissi ekki af þessu fyrr en á sunnudeginum og þá var allt lokað í Vöku. Þegar ég hringdi eftir helgina þá fékk ég að vita að það hefði kostað 9.800 kr að láta draga bílinn og ofan á það bættist 2.980 kr. afgreiðslugjald og dagsektir sem væru 1.494 kr á dag. Tengdamóðir mín hafði ekki efni á því að leysa bílinn út og því safnast áfram dagsektir á hann. Í dag stendur þetta í um 20.000 kr.
Það sem mér finnst ekki í lagi er að fólk hefur ekki hugmynd um það hvað þetta kostar og engin viðvörun er gefin áður en bíllinn er dreginn.
Vaka er ekki með gjalskrá á heimasíðunni sinni og þar af leiðandi er ekki hægt að sjá hvað það kostar að bíllinn sé dreginn, að það sé afgreiðslugjald og að dagsektir séu 1.494 kr. Þar að auki er ekki sjálfsagt að allir viti að það sé Vaka hf sem hefur dregið bílinn.
Það er ekkert val um það hvaða fyrirtæki dregur og þar af leiðandi gæti Vaka alveg eins látið dráttinn kosta 20.000 og haft afgreiðslugjaldið 10.000 og dagsektirnar 3.000 eða enn hærri upphæðir.
Tengdamóðir mín hringdi í Vöku og spurðum hvort hægt væri að sækja bílinn og fá sendan gíróseðil en það er ekki hægt. Það verður að greiða alla upphæðina þegar bíllinn er leystur út. Að öðrum kosti safnar hann dagvöxtum þangað til fólk hefur efni á því að leysa hann út.
Ég sendi þessa línu þar sem mér finnst þetta ósanngjarnt og þetta er eitthvað sem flestir hafa sennilega ekki hugmynd um.
Jóhann
Það sem mér finnst ekki í lagi er að fólk hefur ekki hugmynd um það hvað þetta kostar og engin viðvörun er gefin áður en bíllinn er dreginn.
Vaka er ekki með gjalskrá á heimasíðunni sinni og þar af leiðandi er ekki hægt að sjá hvað það kostar að bíllinn sé dreginn, að það sé afgreiðslugjald og að dagsektir séu 1.494 kr. Þar að auki er ekki sjálfsagt að allir viti að það sé Vaka hf sem hefur dregið bílinn.
Það er ekkert val um það hvaða fyrirtæki dregur og þar af leiðandi gæti Vaka alveg eins látið dráttinn kosta 20.000 og haft afgreiðslugjaldið 10.000 og dagsektirnar 3.000 eða enn hærri upphæðir.
Tengdamóðir mín hringdi í Vöku og spurðum hvort hægt væri að sækja bílinn og fá sendan gíróseðil en það er ekki hægt. Það verður að greiða alla upphæðina þegar bíllinn er leystur út. Að öðrum kosti safnar hann dagvöxtum þangað til fólk hefur efni á því að leysa hann út.
Ég sendi þessa línu þar sem mér finnst þetta ósanngjarnt og þetta er eitthvað sem flestir hafa sennilega ekki hugmynd um.
Jóhann
þriðjudagur, 29. september 2009
Svívirðilegt okur hjá Toyota umboðinu
Konan fór með bílinn í reglubundna 30.000km/2ára skoðun hjá Toyota sem er skylda að fara í til að viðhalda ábyrgð.
Bíllinn er smurður og yfirfarinn líkt og gert er á venjulegri smurstöð.
En vegna þess að við verðum að fara í Toyota umboðið til að viðhalda ábyrgðinni okra þeir svívirðilega á viðskiptavinum sínum.
Þrátt fyrir að við höfum beðið þá um að sleppa öllu smávægilegu t.d. bæta á rúðupiss, tékka loftþrýsting í dekkjum og þess háttar, sem meðal-jóninn getur gert sjálfur, þá rukka þeir okkur um 42.326!
42.326 fyrir reglubundna skyldu skoðun!
Varahlutir (síur og olía kosta 9.222
Vinnan var 33.105kr og tók 2,2klst skv bókhaldi þeirra... sem sagt um 15.000 kr/klst, sem mér finnst óeðlilega hátt.
Vildi rétt láta vita af þessu...
Með kveðju,
Guðjón
Bíllinn er smurður og yfirfarinn líkt og gert er á venjulegri smurstöð.
En vegna þess að við verðum að fara í Toyota umboðið til að viðhalda ábyrgðinni okra þeir svívirðilega á viðskiptavinum sínum.
Þrátt fyrir að við höfum beðið þá um að sleppa öllu smávægilegu t.d. bæta á rúðupiss, tékka loftþrýsting í dekkjum og þess háttar, sem meðal-jóninn getur gert sjálfur, þá rukka þeir okkur um 42.326!
42.326 fyrir reglubundna skyldu skoðun!
Varahlutir (síur og olía kosta 9.222
Vinnan var 33.105kr og tók 2,2klst skv bókhaldi þeirra... sem sagt um 15.000 kr/klst, sem mér finnst óeðlilega hátt.
Vildi rétt láta vita af þessu...
Með kveðju,
Guðjón
föstudagur, 25. september 2009
Okur og skattsvik
Ég lenti í ósvífnu okri hjá pípara sem ég fékk til að vinna smáverk fyrir mig í sumar. Ég spurði að vísu ekki í byrjun hvað þetta mundi kosta. En þetta var 4 tíma vinna og hann rukkaði mig um 23.900 krónur. Ég bað því um kvittun og ætlaði að fá endurgreiddan virðisaukaskatt, en þá segir gaurinn að hann verði þá að hækka reikninginn fyrst ég vilji fá kvittun. Svo fékk ég reikning seinna fyrir rúmum 30.0000. Þá smurði hann ýmsu á þetta, svo sem akstri, verkfæragjaldi og einhverju öðru sem ég hef engin tök á að vita hvort nokkur fótur er fyrir. Ég var búin að kaupa allt sem þurfti nema kannski einhvað smárör eða hné. Svona geta óprúttnir Iðnaðarmenn (píparar) hækkað launin sín meðan neytandinn getur ekkert gert.
Ég hef haft þó nokkra iðnaðarmenn í vinnu í sumar en þetta toppaði allt, hinir voru sérlega sanngjarnir og hreinir og beinir og ekki með neina takta, þess vegna spurði ég ekki neitt sérstaklega í byrjun um verðið. Ég var alveg grandalaus.
Auðvitað var þetta ekki neitt stórt svik en sýnir samt hvernig sumir fara að, og það er ekkert auðvelt að fá Iðnaðarmenn í vinnu.
Svo hef ég hrós fyrir starfsmann í ELKO í Skeifunni, en hann var alveg ótrúlega lipur og hjálpfús og ég hef varla kynnst svona liðlegheitum. Þökk sé honum. Veit samt ekki hvað hann heitir.
Eldri borgari í Reykjavík
Ég hef haft þó nokkra iðnaðarmenn í vinnu í sumar en þetta toppaði allt, hinir voru sérlega sanngjarnir og hreinir og beinir og ekki með neina takta, þess vegna spurði ég ekki neitt sérstaklega í byrjun um verðið. Ég var alveg grandalaus.
Auðvitað var þetta ekki neitt stórt svik en sýnir samt hvernig sumir fara að, og það er ekkert auðvelt að fá Iðnaðarmenn í vinnu.
Svo hef ég hrós fyrir starfsmann í ELKO í Skeifunni, en hann var alveg ótrúlega lipur og hjálpfús og ég hef varla kynnst svona liðlegheitum. Þökk sé honum. Veit samt ekki hvað hann heitir.
Eldri borgari í Reykjavík
sunnudagur, 20. september 2009
þriðjudagur, 15. september 2009
Varúð! Okur - "Betri stofan"
Góðan daginn, getur virkilega verið að það sé rukkað fyrir ef ég sem korthafi með platinum kort noti betri stofuna erlendis? Við hjónin fórum inn í betri stofuna í Berlín og það var nú ekki beisið bara boðið upp á salthnetur og litlar kexkökur í bréfi og síðan kaffi, ávaxtasafa og vín. Á svo að rukka hvort okkar fyrir einhverjar 3.000 krónur eða 27 dollara á manninn fyrir kaffi og litla kexköku, ég er bara ekki að trúa þessu??? Fyrir hvern er maður að greiða niður.
Kveðja, Steinunn Guðbjartsdóttir
Kveðja, Steinunn Guðbjartsdóttir
sunnudagur, 13. september 2009
Klinkvélin hjá Landsbankanum
Ég vildi láta vita af því að ég fór í Landsbankann um daginn með klink dóttur minnar að láta telja það fyrir hana og láta skipta því í seðla.
Þegar ég talaði við gjaldkerann tjáði hún mér að þeir tækju prósentu
af heildar summuni þó svo að ég þyrfti sjálfur að fara að talnings vélinni og telja það sjálfur.
Er það rétt að maður þurfi að borga prósentur af peningum sem maður er að láta skipta?
Aron
Sæll
Ef maður telur í þessari maskínu og tekur peninginn með sér út (í seðlum) þá eru teknar prósentur, 3% minnir mig. Ef maður leggur upphæðina inn á reikning hjá Landsbankanum eru engar prósentur teknar. Þetta er frekar slappt hjá Landsbankanum (þetta var ekki svona þegar ég var að vinna þarna í kringum 1990!) en þá er bara að sleppa því að láta LÍ telja klinkið sitt!
kv, Gunni
Þegar ég talaði við gjaldkerann tjáði hún mér að þeir tækju prósentu
af heildar summuni þó svo að ég þyrfti sjálfur að fara að talnings vélinni og telja það sjálfur.
Er það rétt að maður þurfi að borga prósentur af peningum sem maður er að láta skipta?
Aron
Sæll
Ef maður telur í þessari maskínu og tekur peninginn með sér út (í seðlum) þá eru teknar prósentur, 3% minnir mig. Ef maður leggur upphæðina inn á reikning hjá Landsbankanum eru engar prósentur teknar. Þetta er frekar slappt hjá Landsbankanum (þetta var ekki svona þegar ég var að vinna þarna í kringum 1990!) en þá er bara að sleppa því að láta LÍ telja klinkið sitt!
kv, Gunni
fimmtudagur, 10. september 2009
Óviðunandi dreifing Fréttablaðsins
Mig langar til að gera dreifingu Fréttablaðsins að umtalsefni. Svo er mál
með vexti að Fréttablaðið berst mér mjög óreglulega. Suma daga er það
stundvíslega í bréfalúgunni minni á morgnanna en aðra daga berst það alls
ekki. Í blaðinu segir að ef blaðið berst ekki eigi maður að hringja í síma
5125060. Þar eru allar línur ávallt uppteknar en tala má skilaboð inn á
segulband. Eftir að hafa talað inn á segulbandið í nokkur skipti er ég
hættur að hringja þar sem ég hefði alveg eins getað kvartað við kött
nágrannans því að blaðið kom ekki þrátt fyrir hringinguna. Um daginn þraut
þolinmæðin svo að ég sendi öllum ritstjórum og blaðamönnum Fréttablaðsins
orðsendingu þar sem ég kvartaði yfir dreifingarþjónustu Fréttablaðsins.
Auðvitað töldu þeir sér þetta mál óviðkomandi.
Nú er það að sjálfsöðu svo að ég á enga kröfu til að fá Fréttablaðið inn
um lúguna hjá mér á morgnanna þar sem blaðið er ókeypis. En má ég þá
frábiðja mér að ég sé talinn til lesenda blaðsins þegar blaðið reglulega
birtir montlínurit um hvað margir lesi Fréttablaðið og hvað margir
Moggann.
Þegar íslenska kreppan þeirra Davíðs og Geirs skall á í haust greip ég
m.a. til þess ráðs að segja upp áskrift minni að Mogganum. Nú neyðist ég
til að gerast aftur áskrifandi ef ég vil hafa eitthvað að lesa með seinni
bollanum á morgnanna.
Vertu nú svo vænn að taka í lurginn á honum Ara Eðvaldssyni eða þá
Baugsfeðgum að þeir komi dreifingu blaðsins í viðunandi ástand.
Með þökk fyrir síðuna þína í blaðinu sem ég les reglulega, þ.e. þegar mér
berst blaðið.
Pétur Eiríksson
Bakkasel 9
109 Reykjavík
með vexti að Fréttablaðið berst mér mjög óreglulega. Suma daga er það
stundvíslega í bréfalúgunni minni á morgnanna en aðra daga berst það alls
ekki. Í blaðinu segir að ef blaðið berst ekki eigi maður að hringja í síma
5125060. Þar eru allar línur ávallt uppteknar en tala má skilaboð inn á
segulband. Eftir að hafa talað inn á segulbandið í nokkur skipti er ég
hættur að hringja þar sem ég hefði alveg eins getað kvartað við kött
nágrannans því að blaðið kom ekki þrátt fyrir hringinguna. Um daginn þraut
þolinmæðin svo að ég sendi öllum ritstjórum og blaðamönnum Fréttablaðsins
orðsendingu þar sem ég kvartaði yfir dreifingarþjónustu Fréttablaðsins.
Auðvitað töldu þeir sér þetta mál óviðkomandi.
Nú er það að sjálfsöðu svo að ég á enga kröfu til að fá Fréttablaðið inn
um lúguna hjá mér á morgnanna þar sem blaðið er ókeypis. En má ég þá
frábiðja mér að ég sé talinn til lesenda blaðsins þegar blaðið reglulega
birtir montlínurit um hvað margir lesi Fréttablaðið og hvað margir
Moggann.
Þegar íslenska kreppan þeirra Davíðs og Geirs skall á í haust greip ég
m.a. til þess ráðs að segja upp áskrift minni að Mogganum. Nú neyðist ég
til að gerast aftur áskrifandi ef ég vil hafa eitthvað að lesa með seinni
bollanum á morgnanna.
Vertu nú svo vænn að taka í lurginn á honum Ara Eðvaldssyni eða þá
Baugsfeðgum að þeir komi dreifingu blaðsins í viðunandi ástand.
Með þökk fyrir síðuna þína í blaðinu sem ég les reglulega, þ.e. þegar mér
berst blaðið.
Pétur Eiríksson
Bakkasel 9
109 Reykjavík
þriðjudagur, 1. september 2009
Inga kemur með tillögu
Ég er með tillögu: Hafa verslanir ekki opnar eins lengi og nú er – það ætti að geta lækkað vöruverð slatta. Við þurfum ekki að hafa verslanir fram á kvöld. 1 kvöld í viku t.d. til kl. 8 ætti að duga flestum. Bara svona til umhugsunar.
Kv.
Inga
Kv.
Inga
Verðskrá Símans vegna 3G

Mig langaði að benda á þennan skemmtilega samanburð sem ég gerði vegna verðskrár Símans á 3G þjónustuleiðum.
Það vill svo til að ég hef ekki þörf fyrir 3G netlykil þar sem síminn minn er það öflugur að ég get vafrað á netinu eins og ég væri á venjulegri tölvu.
Það sem hindrar mig hinsvegar er þessi skrítna verðlagning á 3G þjónustu í GSM símum.
Ég hafði samband við Símann út af þessu en fékk einungis þau svör að það væri ekki hægt að bjóða upp á betri verð á 3G GSM þjónustinni.
Ágæta stúlkan í 8007000 sagði mér að ég gæti gerst áskrifandi að 3G netlykli, sleppt því þó að nota netlykilinn og sett SIM kortið úr honum í símann minn.
Það hefði það í för með sér að ég þyrfti að skipta um SIM kort í hvert skiptið sem ég ætlaði að nota netið mikið og svo til baka ef ég ætlaði að hringja, frekar spes.
Mér var boðið að senda inn ábendingu til að fá frekari og ítarlegri svör. Ég bíð spenntur.
Á meðan þá er ekki annað hægt að gera en að skemmta sér smá yfir þessum talnaleik sem ég sendi með í töflu :)
Kristján
laugardagur, 29. ágúst 2009
Konur! Ekki láta gera ykkur að fíflum!!!
Verð að segja ykkur frá viðskiptum mínum við Drangey í Smáralind, en þannig er mál með vexti, að fyrir ca. 5 vikum síðan keypti ég frábæra tösku í ofangreindri búð, á 50 % afslætti. Gott og vel, en þar sem ég fór síðan beint í ferðalag, hafði ég engin not fyrir töskuna fyrr en í gær, fimmtudaginn 27. Ágúst 2009.
Og viti menn í rennilásahólfi töskunnar fann ég bíl- og húslykla, og þar sem ég fer í RauðaKross búðirnar eða Góða hirðinn, ef ég vil kaupa notaða hluti, fannst mér þetta ekki nógu gott (því þrátt fyrir 50% afslátt var taskan dýr). Við vinkona mín brunuðum í Smáralindina til að fá skýringu á þessum lyklum, líklegast fannst okkur að starfsfólk verslunarinnar laumaðist til að nota varninginn öðru hvoru, en frúin var á öðru máli, sagði að konur fylltu töskurnar oft af ýmiskonar dóti, þegar þær væru að máta töskurnar, og það hlyti að vera skýringin. Það fer alltaf í taugarnar á mér, þegar svona lítið er gert úr konum, þær eru ekki aular sem máta töskur með því að setja bíllyklana sína í eina rennilásahólfið og fara síðan á puttanum heim.
Þegar ég vildi vita hvernig hún héldi að konan hefði komist burtu á bílnum sínum, hélt hún að það væri ekki í hennar verkahring að skýra það.
Konur verið á verði – ekki láta gera ykkur að fíflum!!!
Elísabet
Og viti menn í rennilásahólfi töskunnar fann ég bíl- og húslykla, og þar sem ég fer í RauðaKross búðirnar eða Góða hirðinn, ef ég vil kaupa notaða hluti, fannst mér þetta ekki nógu gott (því þrátt fyrir 50% afslátt var taskan dýr). Við vinkona mín brunuðum í Smáralindina til að fá skýringu á þessum lyklum, líklegast fannst okkur að starfsfólk verslunarinnar laumaðist til að nota varninginn öðru hvoru, en frúin var á öðru máli, sagði að konur fylltu töskurnar oft af ýmiskonar dóti, þegar þær væru að máta töskurnar, og það hlyti að vera skýringin. Það fer alltaf í taugarnar á mér, þegar svona lítið er gert úr konum, þær eru ekki aular sem máta töskur með því að setja bíllyklana sína í eina rennilásahólfið og fara síðan á puttanum heim.
Þegar ég vildi vita hvernig hún héldi að konan hefði komist burtu á bílnum sínum, hélt hún að það væri ekki í hennar verkahring að skýra það.
Konur verið á verði – ekki láta gera ykkur að fíflum!!!
Elísabet
föstudagur, 28. ágúst 2009
Ódýrt að láta gera við skó hjá Þráni skóara
Ég fór með skó sem ég á til Þráins skóara á Grettisgötunni, því það hafði komið saumspretta á annan þeirra. Ég hefði ekki farið með skóna nema af því þeir voru nýlegir, bjóst við að viðgerð slagaði hátt í verð á nýjum skóm. Mér var sagt að ég gæti komið tveim tímum síðar og sótt skóna, það stóðst. Hélt að ég þyrfti að borga a.m.k. þrjú þúsund fyrir en þess í stað var ég rukkaður um 350 kr.! Það hafði bæði verið saumað og límt, þannig að viðgerðin sást varla. Það borgar sig greinilega að láta gera við skó.
Björn
Björn
Efnisorð:
ekki okur,
skór,
skóviðgerðir,
þjónusta,
Þráinn skóari
Íslenskunámskeið hjá Mími
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga hjá Mímir. sept 2008 verð kr. 13.800,
janúar 2009 sama námskeið 16.500 og haltu þér fast: September 2009, verð kr.
29.500 fyrir námskeiðið. Kannski halda þeir að sjóðir stéttarfélaganna sem
borga oft um 75% af námskeiðunum séu orðnir svona digrir.
Kannski að yfirbyggingin hjá Mímir sé orðin fullmikil?
Hafsteinn
janúar 2009 sama námskeið 16.500 og haltu þér fast: September 2009, verð kr.
29.500 fyrir námskeiðið. Kannski halda þeir að sjóðir stéttarfélaganna sem
borga oft um 75% af námskeiðunum séu orðnir svona digrir.
Kannski að yfirbyggingin hjá Mímir sé orðin fullmikil?
Hafsteinn
mánudagur, 24. ágúst 2009
Yfirgangur og glæpsamlegt viðskiptasiðferði
Eftirfarandi er lýsing á viðskiptum mínum við viðgerðaþjónustuna Litsýn, Síðumúla 35, eins og ég þekki þau réttust.
Fjórða ágúst síðast liðinn fór ég með myndavélina mína í viðgerð á áðurnefndan stað. Áður hafði mér verið tjáð að það fyrirtæki sem seldi og sinnti þjónustu við þessa tegund véla væri ekki lengur til og Litsýn hefði tekið að sér þjónstu við fyrrum viðskiptavini þess og væri það eina fyrirtækið sem það gerði svo ekki voru valkostir um þjónustuaðilla aðrir.
Þar sem myndavélin er í ódýrari kanntinum var ég ekki viss um að svaraði kosnaði að gera við hana og tjáði þeim sem við henni tók þessar vangaveltur mínar, auk þess sem ég sagði honum að ég væri afar vantrúuð á að vélin væri biluð. Hún væri nýleg, lítið sem ekkert notuð og mun líklegra að um handvöm mína og kunnáttuleysi væri að ræða, en að hún þarfnaðist viðgerðar. Þá spurði ég manninn hvort hann væri til í að sýna mér hvernig rafhlaðan væri losuð úr vélinni, því þar sem bilunin lýsti sér í að hún hafnaði því að vera hlaðin, gæti þá hugsast að rafhlaðan væri laus ???
Viðkomandi sagði mér að hafa engar áhyggjur af þessu, þetta yrði allt athugað og ef vandamálið reyndist ekki meira en laus rafhlaða yrði ég að sjálfsögðu ekki látin borga fyrir að setja hana aftur í. Ekki veitti ég athygli spjaldi við kassann sem á stóð að lámarks gjald fyrir skoðun á hlut væru 3000 kr. og þaðan af síður var mér bent á það af afgreiðslumanni þegar við áttum fyrrnefnt samtal. Að lokum var mér sagt að koma eftir tvo daga, þá yrði vélin tilbúin.
Ég leyfði þremur dögum að líða, svona til að vera nokkuð viss um að þurfa ekki að fara fýluferð. Þá var mér tjáð að vélin væri á biðlista og það færi að koma að henni.
Mér væri óhætt að koma eftir nokkra daga, þá yrði hún örugglega tilbúin.
...Og vika leið og aftur fór ég til að athuga með vélina. Þá var mér sagt að viðgerðamaðurinn væri kominn í frí og óvíst hvenær hann væri væntanlegur aftur til vinnu, en þó von til þess að fríið yrði ekki mjög langt.
Nú horfði ég fram á nokkrar óvissuferðir til viðbótar á verkstæðið og fylltist nokkurri örvæntingu um hvernig ég gæti vitað hvenær rétti tíminn til að athuga með viðgerðina rynni upp. Afgreiðslumaðurinn sem ég talaði við í þetta skiptið, stakk upp á að mér yrðu sent SMS-skilaboð þegar vélin væri tilbúin og enn áréttaði ég að ég fengi að taka ákvörðun um hvort gert yrði við vélina ef sýnilegt yrði að bilunin gæti reynst dýr og líkt og hinn fullvissaði þessi afgreiðslumaðurinn mig um, að haft yrði samband við mig ef stefndi í dýra viðgerð, en í þetta skiptið rak ég augun í spjald við kassann þar sem á stóð að það eitt að afhenda eigur sínar í hendur þessara manna og gefa þeim tækifæri á að handfjalla þær hversu lítið sem það kynni að verða, mundi kosta viðkomandi 3000 kr.
Dagarnir liðu og ekkert kom SMS-ið Nú var ég ákveðin í að sækja vélina í hverning ástandi sem hún kynni að vera....biluð eða viðgerð.
Maður sem ég hafði hitt í síðustu heimsókn minni á verkstæðið kom með vélina og þau skilaboð með frá viðgerðamanninum, en þau mátti einnig lesa á verkbeiðni : BATTERÍ HLAÐIÐ !!! ...og fyrir ómakið vildi hann fá 3000 kr. !!! ...sem kannski er skiljanlegt þar sem það hafði tekið tæpar þrjár vikur að hlaða rafhlöðuna og að auki þurfti að bíða eftir að sérfræðingur í rafhleðslum kæmi úr fríi til að vinna verkið..
Ég spurði afgreiðslumanninn hvernig viðgerðamaðurinn hefði komist að rótum vandans og svarið var : HANN HEFUR TRÚLEGA TEKIÐ BATTERÍIÐ ÚR OG SETT ÞAÐ AFTUR Í !!! ...og fyrir það vildi hann nú fá greiddar 3000 kr. sem hann og fékk.
Það kæmi mér ekki á óvart þó viðskiptahættir þeirra sem reka fyrirtækið Litsýn séu með öllu löglegir, en eingin skal rugla svo í dómgreind minni að ég sjái ekki hversu siðlausir þeir eru. Ég ætla ekki Litsýnar-mönnum að sjá að sér og leiðrétta misgjörðir sínar gagnvart mér, en ég vænti stuðnings frá ykkur hinum sem þennan póst fáið að kanna trúverðugleika þessarar sögu minnar og það með hvort viðskiptaaðillum er stætt á slíkri framkomu.
Viðskipti gærdagsins skildu mig eftir í svipuðu ástandi og eitt sinn þegar brotist var inn á heimili mitt, s.s. eins og ég hefði orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi og ráni um hábjartan dag. Það er von mín að sem flestir sniðgangi samskipti og komist hjá viðskiptum við hugsanlega löglega en með öllu siðblinda og siðlausa þjófa, sem ég tel umrædda menn vera.
Dagmar Guðrún Gunnarsdóttir
Fjórða ágúst síðast liðinn fór ég með myndavélina mína í viðgerð á áðurnefndan stað. Áður hafði mér verið tjáð að það fyrirtæki sem seldi og sinnti þjónustu við þessa tegund véla væri ekki lengur til og Litsýn hefði tekið að sér þjónstu við fyrrum viðskiptavini þess og væri það eina fyrirtækið sem það gerði svo ekki voru valkostir um þjónustuaðilla aðrir.
Þar sem myndavélin er í ódýrari kanntinum var ég ekki viss um að svaraði kosnaði að gera við hana og tjáði þeim sem við henni tók þessar vangaveltur mínar, auk þess sem ég sagði honum að ég væri afar vantrúuð á að vélin væri biluð. Hún væri nýleg, lítið sem ekkert notuð og mun líklegra að um handvöm mína og kunnáttuleysi væri að ræða, en að hún þarfnaðist viðgerðar. Þá spurði ég manninn hvort hann væri til í að sýna mér hvernig rafhlaðan væri losuð úr vélinni, því þar sem bilunin lýsti sér í að hún hafnaði því að vera hlaðin, gæti þá hugsast að rafhlaðan væri laus ???
Viðkomandi sagði mér að hafa engar áhyggjur af þessu, þetta yrði allt athugað og ef vandamálið reyndist ekki meira en laus rafhlaða yrði ég að sjálfsögðu ekki látin borga fyrir að setja hana aftur í. Ekki veitti ég athygli spjaldi við kassann sem á stóð að lámarks gjald fyrir skoðun á hlut væru 3000 kr. og þaðan af síður var mér bent á það af afgreiðslumanni þegar við áttum fyrrnefnt samtal. Að lokum var mér sagt að koma eftir tvo daga, þá yrði vélin tilbúin.
Ég leyfði þremur dögum að líða, svona til að vera nokkuð viss um að þurfa ekki að fara fýluferð. Þá var mér tjáð að vélin væri á biðlista og það færi að koma að henni.
Mér væri óhætt að koma eftir nokkra daga, þá yrði hún örugglega tilbúin.
...Og vika leið og aftur fór ég til að athuga með vélina. Þá var mér sagt að viðgerðamaðurinn væri kominn í frí og óvíst hvenær hann væri væntanlegur aftur til vinnu, en þó von til þess að fríið yrði ekki mjög langt.
Nú horfði ég fram á nokkrar óvissuferðir til viðbótar á verkstæðið og fylltist nokkurri örvæntingu um hvernig ég gæti vitað hvenær rétti tíminn til að athuga með viðgerðina rynni upp. Afgreiðslumaðurinn sem ég talaði við í þetta skiptið, stakk upp á að mér yrðu sent SMS-skilaboð þegar vélin væri tilbúin og enn áréttaði ég að ég fengi að taka ákvörðun um hvort gert yrði við vélina ef sýnilegt yrði að bilunin gæti reynst dýr og líkt og hinn fullvissaði þessi afgreiðslumaðurinn mig um, að haft yrði samband við mig ef stefndi í dýra viðgerð, en í þetta skiptið rak ég augun í spjald við kassann þar sem á stóð að það eitt að afhenda eigur sínar í hendur þessara manna og gefa þeim tækifæri á að handfjalla þær hversu lítið sem það kynni að verða, mundi kosta viðkomandi 3000 kr.
Dagarnir liðu og ekkert kom SMS-ið Nú var ég ákveðin í að sækja vélina í hverning ástandi sem hún kynni að vera....biluð eða viðgerð.
Maður sem ég hafði hitt í síðustu heimsókn minni á verkstæðið kom með vélina og þau skilaboð með frá viðgerðamanninum, en þau mátti einnig lesa á verkbeiðni : BATTERÍ HLAÐIÐ !!! ...og fyrir ómakið vildi hann fá 3000 kr. !!! ...sem kannski er skiljanlegt þar sem það hafði tekið tæpar þrjár vikur að hlaða rafhlöðuna og að auki þurfti að bíða eftir að sérfræðingur í rafhleðslum kæmi úr fríi til að vinna verkið..
Ég spurði afgreiðslumanninn hvernig viðgerðamaðurinn hefði komist að rótum vandans og svarið var : HANN HEFUR TRÚLEGA TEKIÐ BATTERÍIÐ ÚR OG SETT ÞAÐ AFTUR Í !!! ...og fyrir það vildi hann nú fá greiddar 3000 kr. sem hann og fékk.
Það kæmi mér ekki á óvart þó viðskiptahættir þeirra sem reka fyrirtækið Litsýn séu með öllu löglegir, en eingin skal rugla svo í dómgreind minni að ég sjái ekki hversu siðlausir þeir eru. Ég ætla ekki Litsýnar-mönnum að sjá að sér og leiðrétta misgjörðir sínar gagnvart mér, en ég vænti stuðnings frá ykkur hinum sem þennan póst fáið að kanna trúverðugleika þessarar sögu minnar og það með hvort viðskiptaaðillum er stætt á slíkri framkomu.
Viðskipti gærdagsins skildu mig eftir í svipuðu ástandi og eitt sinn þegar brotist var inn á heimili mitt, s.s. eins og ég hefði orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi og ráni um hábjartan dag. Það er von mín að sem flestir sniðgangi samskipti og komist hjá viðskiptum við hugsanlega löglega en með öllu siðblinda og siðlausa þjófa, sem ég tel umrædda menn vera.
Dagmar Guðrún Gunnarsdóttir
föstudagur, 21. ágúst 2009
Hestamenn forðist Stakkhamar á Snæfellsnesi
Ég hef ekki lagt það í vana minn að kvarta yfir verði á vöru og þjónustu en nú gekk alveg fram af mér. Ég var í hestaferð með nokkrum vinum mínum og fórum við úr Biskupstungum og til Grundarfjarðar og til baka aftur.
Við höfum þurft að fá næturhólf á allmörgum stöðum á leiðinni og borgað fyrir það 200 - 250 kr. á hest yfir nóttina. Við fórum Löngufjörur og fengum næturhólf fyrir hestana á Stakkhamri á Snæfellsnesi og það þurtum við að greiða 1.000 kr á hest fyrir nóttina, semsagt 4 sinnum meira en það er dýrast annars staðar. Við vorum með 30 hesta og
borguðum því 30.000 kr fyrir þessa einu nótt. Ég vil bara vara hestamenn við þessum stað og hvet þá til að stoppa ekki á Stakkhamri þegar þeir fara Löngufjörur.
Kveðja
Margrét
Við höfum þurft að fá næturhólf á allmörgum stöðum á leiðinni og borgað fyrir það 200 - 250 kr. á hest yfir nóttina. Við fórum Löngufjörur og fengum næturhólf fyrir hestana á Stakkhamri á Snæfellsnesi og það þurtum við að greiða 1.000 kr á hest fyrir nóttina, semsagt 4 sinnum meira en það er dýrast annars staðar. Við vorum með 30 hesta og
borguðum því 30.000 kr fyrir þessa einu nótt. Ég vil bara vara hestamenn við þessum stað og hvet þá til að stoppa ekki á Stakkhamri þegar þeir fara Löngufjörur.
Kveðja
Margrét
fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Kaffi Kidda Rót
Atli Steinn er ekki ánægður með Kaffi Kidda Rót í Hveragerði: http://www.atlisteinn.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=40&Itemid=68
mánudagur, 17. ágúst 2009
Stöð 2 enn og aftur
Mig langar að deila þessu LÖGBROTI með fólki. Ég er áskrifandi að stöð 2 og hef verið í mörg ár. Fyrir nokkru síðan tók ég eftir því að þeir rukka mig um tilkynningargjald í hverjum mánuði sem eru 250 krónur. Ég hringdi í þá og bað þá vinsamlegast um að hætta að senda mér pappírinn og þar af leiðandi þyrfti ég ekki að borga þetta gjald, sem er by the way búið að setja í lög, eða ég veit ekki betur allavega. Stúlkan sem ég talaði við í símann sagðist myndu gera það, ekki málið. En viti menn...núna allnokkrum mánuðum seinna þá tek ég eftir því að ég er ENNÞÁ að borga þetta gjald og fæ nú nett sjokk og hringi upp í stöð 2. Ég sagði afgreiðslustúlkunni að ég hafi fyrir löngu beðið um að þau hættu að senda mér pappír því ég kæri mig ekki um að borga fyrir þetta 250 kr á mánuði. Þá fékk ég þessa mjög svo æfðu og greinilega margsögðu ræðu: Afgreiðslukerfið okkar bíður ekki upp á að senda greiðsluseðla annað hvort í heimabankann eða í pósti svo að við verðum að senda út greiðsluseðla, við höfum fengið undanþágu frá neytendasamtökunum með þetta. Þá spyr ég "og hvenær heldurðu að þið getið "lagað" þetta kerfi ykkar?" Stúlkan svarar: "ég bara veit það ekki, þetta átti að vera tilbúið eftir áramótin síðustu"
Bara smá reikningsdæmi:
Segjum að Stöð 2 hafi 20.000 áskrifendur (hef ekki hugmynd um fjöldann)
Þeir rukka hvern haus um 250 kr á mánuði
þetta gera 5 MILLJÓNIR á mánuði og 60 MILLJÓNIR Á ÁRI!!!
Ábyggilega alveg óvart hjá þeim að þeir geti ekki lagað þetta kerfi sitt!! Ætli þeir væru fljótari að laga það ef það kæmi betur út fyrir þá? Ætla að gerast svo kræf og segja bara FOKK JÁ, þeir myndu redda því eins og skot!
Það liggur við að ég gubbi eftir þetta, mér blöskrar svo. Og ég bara spyr er þetta löglegt?
Kveðja,
Ein sjokkeruð á stöð 2
Bara smá reikningsdæmi:
Segjum að Stöð 2 hafi 20.000 áskrifendur (hef ekki hugmynd um fjöldann)
Þeir rukka hvern haus um 250 kr á mánuði
þetta gera 5 MILLJÓNIR á mánuði og 60 MILLJÓNIR Á ÁRI!!!
Ábyggilega alveg óvart hjá þeim að þeir geti ekki lagað þetta kerfi sitt!! Ætli þeir væru fljótari að laga það ef það kæmi betur út fyrir þá? Ætla að gerast svo kræf og segja bara FOKK JÁ, þeir myndu redda því eins og skot!
Það liggur við að ég gubbi eftir þetta, mér blöskrar svo. Og ég bara spyr er þetta löglegt?
Kveðja,
Ein sjokkeruð á stöð 2
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)