föstudagur, 25. september 2009

Okur og skattsvik

Ég lenti í ósvífnu okri hjá pípara sem ég fékk til að vinna smáverk fyrir mig í sumar. Ég spurði að vísu ekki í byrjun hvað þetta mundi kosta. En þetta var 4 tíma vinna og hann rukkaði mig um 23.900 krónur. Ég bað því um kvittun og ætlaði að fá endurgreiddan virðisaukaskatt, en þá segir gaurinn að hann verði þá að hækka reikninginn fyrst ég vilji fá kvittun. Svo fékk ég reikning seinna fyrir rúmum 30.0000. Þá smurði hann ýmsu á þetta, svo sem akstri, verkfæragjaldi og einhverju öðru sem ég hef engin tök á að vita hvort nokkur fótur er fyrir. Ég var búin að kaupa allt sem þurfti nema kannski einhvað smárör eða hné. Svona geta óprúttnir Iðnaðarmenn (píparar) hækkað launin sín meðan neytandinn getur ekkert gert.
Ég hef haft þó nokkra iðnaðarmenn í vinnu í sumar en þetta toppaði allt, hinir voru sérlega sanngjarnir og hreinir og beinir og ekki með neina takta, þess vegna spurði ég ekki neitt sérstaklega í byrjun um verðið. Ég var alveg grandalaus.
Auðvitað var þetta ekki neitt stórt svik en sýnir samt hvernig sumir fara að, og það er ekkert auðvelt að fá Iðnaðarmenn í vinnu.
Svo hef ég hrós fyrir starfsmann í ELKO í Skeifunni, en hann var alveg ótrúlega lipur og hjálpfús og ég hef varla kynnst svona liðlegheitum. Þökk sé honum. Veit samt ekki hvað hann heitir.
Eldri borgari í Reykjavík

10 ummæli:

 1. Að fá sérfræðing í vinnu fyrir minna en 6þús kall á tímann (fyrir utan vsk) er nú vel sloppið.

  Hefurðu farið með bíl í viðgerð nýlega á viðurkenndu verkstæði?
  Þar er maður heppinn að fá tímann undir 7þús kalli fyrir utan vsk.

  Iðnaðarmenn eru hvað lægst launaðasta sérfræðingastétt landsins.

  SvaraEyða
 2. Það að erfitt sé að fá iðnaðarmenn í vinnu réttlætir ekki það að maðurinn þurfti að borga meira eftir að hann bað um kvittun - það er augljóslega svívirða

  SvaraEyða
 3. Væri gaman að fá að vita í hvaða deild þessi starfsmaður í Elko vinnur, eða s.s hvað hann gerir þarna :)

  SvaraEyða
 4. Vonandi tilkynnir þú píparann til yfirvalda.

  SvaraEyða
 5. http://www.skr.is/i-abending.htm

  Á þessari síðu má finna upplýsingar um hvernig maður tilkynnir skattsvik.

  SvaraEyða
 6. Hann á það alveg skilið.

  SvaraEyða
 7. Jamm, ég fékk Faglagnir til að skipta um einn ofnkrana og það kostaði 13 þús núna í haust. Allt ferið tók innan við klukkutíma.

  SvaraEyða
 8. Má alveg nafngreina píparann líka þar sem hann er sitt fyrirtæki. Nema hann hafi ekki vsknúmer heldur.. :D

  SvaraEyða
 9. lágvaxinn með húðflúr á höndum, strákurinn úr elko.

  SvaraEyða
 10. Rakst á þetta blogg, bara láta vita 30.000 er bara sanngjarnt verð miðað við 4 tima vinnu með efni akstri og verkfærum. Hann hefur væntanlega að rukka þig svart fyrst og þurfti auðvitað að hækka reikningin út af VSK. 5400+vsk tímavinna, svo er 1500 kall fyrir bílinn og efni. Ofnkrani og ofnhaus getur farið í 7.000kr

  SvaraEyða