Langar að koma með litla ábendingu um verðlag á áleggi í Bakaríinu við brúna á Akureyri. Er í sjokki! Ein ostsneið í Bakaríinu við brúna 130 kr! Pakkning með sambærilegum sneiðum kostar 536 kr og í henni eru 20 sneiðar! 4 sneiðar kosta því jafn mikið í Bakarínu við brúna og heil pakkning með 20 sneiðum! ég er í sjokki!... þetta var ostsneið á skonsu sem þurfti í þokkabót að smyrja sjálfur og smjörið kostaði 48 kr! Var ekki eins og það væri þjónusta inn í þessum 130 kr, bara hér er skonsan smjörið og osturinn gjörðu svo vel.
Og takið eftir bara 1 ostsneið á 130 kr, var ekki einu sinni nóg á skonsuna! Fór og spurði hvort það væri hægt að fá aðra ostsneið þar sem þessi passaði ekki á báða helminga, nei það er ekki hægt nema kaupa aðra á 130 kr!
Einn fúll
Og ekki nóg með það að smurðu rúnstykkin séu búin að hækka upp úr öllu valdi. Þá setja þeir hálfa skinkusneið á rúnstykkið. Það er ekki einu sinni splæst í heila! Að sjálfsögðu er ekki smjör á þessu.
SvaraEyðaNenni ekki lengur að fara þangað. Þetta er bara rippoff.