fimmtudagur, 10. september 2009

Endurvinnslupælingar úr Garðinum

Hversvegna er okkur Íslendingum gert svona erfitt fyrir að losna við þetta dósadrasl?? þarf maður Hummerjeppa til að koma þessu frá sér?? hver er sparnaðurinn að þvælast um allann bæ í bensínhák með þessi verðmæti, ég er td öryrki og bý í Garðinum.
þetta fer nú bara í ruslið hjá mér enda ekki pláss til að safna þessu út fyrir gröf og dauða, er eingin pólitík eða stefna í þessum málum það held ég Daninn ætti þú bágt með að skilja þennann molbúahugsunarhátt hjá okkur en það er sama sagan, hirða krónuna en henda hundraðkallinum. Þakk fyrir að hlusta á þetta nöldur ég veit ég á bara að fá mér jeppa á 100% láni og þá er allt í fína og í Tortola líka.
„Netpungur“

8 ummæli:

 1. Er ekki eitthvað íþróttafélag eða önnur samtök nálægt þér sem mundu vilja hirða dósirnar?

  SvaraEyða
 2. Farðu bara oftar með minna í einu, eða fáðu einhvern til að fara með dósir fyrir þig og deildu upphæðinni með viðkomandi. Allt er betra en að henda verðmætum í ruslið, því hver dós er 12 krónur!!!! Ekki hendirðu 12 krónum svo auðveldlega í ruslafötuna...

  SvaraEyða
 3. Erm - persónulega er ég ekki að endurvinna fyrir einhverjar örfáar krónur. Er fólk í alvöru að hlaupa á eftir "peningnum" í þessu? Mér er hinsvegar ekki sama um umhverfið, og því endurvinn ég. Ætli fólk sé þá að fleygja þvílíku magni af pappír bara vegna þess að það fær ekki einhverja aura fyrir að endurvinna það?

  SvaraEyða
 4. Ég var að fara með dósirnar úr geymslunni minni og fékk heilar 5000 kr. Í endurvinnslustöðinni í Knarravogi þarf maður ekki að telja né flokka flöskurnar. Þennan pening er hægt að nota til að gera eitthvað með fjölskyldunni eins og ég gerði, bauð öllum í þriðjudagsbíó (500kr. miðinn) og popp og kók á línuna (4 manns) Það var undir 5000 kr.

  SvaraEyða
 5. Björg (og fleiri) eru vonandi eins dugleg þá við að endurvinna þann varnig sem ekki er greitt fyrir....?

  SvaraEyða
 6. Það hefur töluvert verið um að skólakrakkar hafi verið að safna undanfarna mánuði fyrir ferðum ofl. Allar mínar dósir hafa farið beint til þeirra, þannig að ég þurfti ekki einu sinni að fara með þetta í Sorpu. Það kom miði frá krökkunum einhverjum dögum fyrr, og svo komu þau og pikkuðu pokana upp. Besta mál.

  SvaraEyða
 7. Nú er mér öllum lokið. Þetta er með því allra versta sem ég hef séð. Nöldursíða Dr.Gunna skal þetta hér eftir heita.

  SvaraEyða
 8. Úff, ég vildi að íþróttafélög kæmu oftar til mín og hirtu dósir. Ég hef engan bíl til að dröslast með þetta og finnst alltaf gott að geta styrkt gott málefni sem og hjálpað umhverfinu örlítið. Er með tvo stóra ruslapoka niðrí geymslu, alveg munaðarlausa.

  - Kársnesbúi Kópavogs

  SvaraEyða