fimmtudagur, 3. september 2009

Villandi rúmstykkjatilboð í Bakarameistaranum

Mig langaði til að láta vita af atviki sem henti mig núna í morgun. Ég átti leið á Smáratorgið og ákvað í leiðinni að kíkja við í Bakarameistaranum til að kaupa mér eitthvað góðgæti með morgunkaffinu. Mér hefur fundist þetta bakarí vera með þeim dýrari í bænum en undanfarið hafa verið ágætis tilboð auglýst á stóru spjaldi og því hefur maður reynt að miða út hagstæð kaup út frá þeim. Á því tilboðsspjaldi sem nú hangir uppi stendur að rúnstykki séu á 80 kr. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ákvað að kaupa nokkur stykki, valdi þau og svo var komið að því að borga. Þá fannst mér verðið ekki geta stemmt og sá þá að afgreiðslustúlkan rukkaði 135 kr fyrir stykkið! Ég spurði hverju sætti en þá tjáði hún mér að það væru aðeins ákveðnar tegundir sem væru á 80 kr. og ég ætti að geta séð það út frá myndinni á tilboðsspjaldinu hvaða rúnstykki það væru (mynd af nokkrum rúnstykkjum í brauðkörfu). Það var sem sagt þannig að grófustu rúnstykkin voru ekki á tilboði heldur aðeins þau fínu og ég hafði akkúrat náð að velja bara þau sem voru ekki á tilboði.
Það sem ég vildi sagt hafa er það að mér finnst þetta tilboð vera mjög villandi, því út frá spjaldinu hefði maður mátt skilja að öll rúnstykki væru á 80 kr. Afgreiðslufólkið á svæðinu varð samt mjög hissa á því að mér fyndist þetta ekki vera alveg augljóst. Hér er reyndar ekki um að ræða stórar fjárhæðir en því miður finnst mér svona lagað vera mjög algengt núna á síðustu og verstu. Rétt skal vera rétt!
Þorgerður Tómasdóttir

3 ummæli:

 1. Ég er sammála því að eðlilegra væri að taka fram skriflega að tilboðið eigi ekki við um allar gerðir rúnnstykkja.

  SvaraEyða
 2. Ef að þá spjaldinu stendur "Rúnstykki á 80kr" og ekki tekin fram nein áhveðin tegund.
  Þá er verið að segja að öll rúnstykki séu á 80kr!
  Alveg sama hvaða mynd er.
  Þetta er villandi auglýsing og auðkæranleg.
  Veit ekki betur en sama gildi um svona og rangar verðmerkingar í hillu, þú kemur þarna inn og verslar rúnstykki út frá auglýstu verði.
  Óþolandi svona falskar skítabúllur!

  SvaraEyða
 3. Djöfull eruði heimsk....

  SvaraEyða