laugardagur, 19. september 2009

Stígvél hækka í verði í Hagkaupum

Vantaði kuldastígvél fyrir börnin og lagði því leið mína í Hagkaup til að kaupa Viking kuldastígvél sem ég hef góða reynslu af. Keypti bara fyrir annað barnið þar sem ég var ekki alveg viss um stærð og vildi því taka barnið með að máta. Þegar ég kem aftur nú í vikunni brá mér heldur betur í brún því að stígvélin sem áður höfðu kostað 5.990 kostuðu nú 7.990 og höfðu þau því hækkað um ríflega 30% með nýrri sendingu. Væri áhugavert að fá skýringu á þessari miklu verðhækkun.
Sólskinskveðjur frá margra barna móður :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli