Fór í skífuna um daginn og keypti nýja Muse diskinn (einföld útgáfa, án DVD aukadisks) á kr. 3.890!!! Fyrir stuttu síðan voru dýrustu diskarnir á kr.2.700 eða 2.800. Á einu bretti hafa nýir diskar hækkað um 1.100 til 1.200 kr sem er um 40% hækkun.
Spurði starfsfólkið út í þessa hækkun og var sagt að þetta væri gengið. Það er náttúrulega kjaftæði þar sem gengið hefur verið nokkuð stöðugt frá áramótum (um 180 kr / eur). Var þá sagt að þetta væru gamlar pantanir þ.e. pantaðar á gamla genginu. Það er náttúrulega líka kjaftæði. Nýi Muse diskurinn var ekki pantaður á síðasta ári.
Auk þess tel ég víst að verslanir eins og Skífan og BT borga ekki fyrir lagerinn sinn fyrr en hann er seldur. Það eru skýringarnar sem þeir gáfu þegar þeir hækkuðu ársgamla leiki og diska þegar gengið fór til fjandans. Þeir panta vörurnar inn en þær eru í eigu "útgefandans/sendandans" þar til þær eru seldar. Þá er varan greidd á núverandi gengi.
Það er því engin réttlæting á að hækka verðið um 40% þegar gengið er stöðugt.
Á Amazon.co.uk kostar nýi Muse diskurinn (m.v. núverandi gengi) kr. 1.900. Með vsk (24,5%) + tolli (11%) + sendingarkostnaði er þessi diskur kominn inn um lúguna á u.þ.b. kr 2.980. Það er miðað við kaup á einum diski, sendur stakur í pósti. En Skífan fær diskinn auðvitað mun ódýrar. Skífan fær eflaust stórann magnafslátt frá sínum birgja auk mun lægri flutningskostnaðar. Hver er þá álagningin eiginlega???
Gef skít í Skífuna. Ekki skrítið að reksturinn gangi ekkert. Amazon er málið.
Elvis
"Skífan fær eflaust stórann magnafslátt frá sínum birgja" .. Amazon líka.. oft er það þannig með stór vefvöruhús að þeir fá vöruna inn á slíkum afslætti að þeir gætu boðið útsöluverð sem er lægra en innkaupsverðið í smásjoppur eins og Skífuna. Annars ætla ég ekki að eyða fleiri orðum í að verja Skífuna, enda skítabatterí, aldrei neitt til þar, ég er hættur að reyna að finna nýja diska þar því það er "ekki markaður" fyrir eitt né neitt..
SvaraEyða3.890 krónur fyrir einfalda útgáfu??? Þetta er algjör bilun - enda kaupa ég alla mína diska og DVD erlendis frá! Var einmitt að fá þrjá diska frá Bretlandi (þar af einn tvöfaldur), allt diskar sem voru að koma út og kostuðu um 6.000. Persónulega finnst mér 2.000 krónur fyrir nýjan geisladisk eða DVD vera eðlilegt verð, og ætti ekki að vera mikið hærra.
SvaraEyðaAnnars er nú svoldið síðan að ég fór að sjá nýja diska í Skífunni á 3.100-3.200. Var einmitt að hugsa um að kaupa mér einn nýjan hérna heima í sumar, bjóst við að hann værir á svona 2.600 en þá kostaði þessi (einfaldi) diskur 3.200 kr, sem mér fannst alltof mikið. En miðað við þessar nýjustu hækkanir hjá Skífunni var það greinilega bara spottprís....
Hvernig verður þetta svo eiginlega þegar VSK á geisladiskum hækkar aftur í 24.05%
Svo er fólk hissa að ólöglegt niðurhal sé í gangi.
SvaraEyðaÉg bíð með öll tónlistarkaup þangað til að Itunes Store virkar á Íslandi, ódýrt og umhverfisvæn kaup.
Gef skít í Skífuna, ógeðsleg einokunarverslun.
the resistance kostar 1990 á tonlist.is
SvaraEyðaMyndi fólk þá hlaða niður matvöru ef það væri hægt? Sama hvað varan kostar, þjófnaður er þjófnaður. Ég tek ofan fyrir öllum þeim sem borga fyrir sína tónlist, hvort sem það er á geisladiskum eða MP3. Og sérstaklega ef fólk kaupir sína tónlist EKKI í Skífunni!
SvaraEyðaÚff hvað ég myndi hlaða niður matvöru ef það væri hægt, frekar heldur en tónlist...
SvaraEyðaÞótt það sé líka hreinn og klár þjófnaður... Fólk er fífl!
SvaraEyðaVar í Skífunni áðan - nýr safndiskur með Madonnu kostar 3.600 kr (einfaldur), 4.200 kr (tvöfaldur)!
SvaraEyðaKeypti báða þessa diska saman á amazon fyrir 3.800 kr! Mun ekki versla við Skífuna aftur - þeir hækka diskana hjá sér með hverri einustu sendingu þótt gengið standi í stað. Um að gera að kaupa allt á netinu núna - Skífan hefur alltaf okrað en þetta er komið algjörlega út í öfgar hjá þeim núna!
Að hlaða niður tónlist er ekki það sama og hlaða niður matvöru .. það er svona meira í áttina að hlaða niður uppskrift af góðum pottrétt :)
SvaraEyðaOg nú er aftur búið að hækka! Þessir sömu Madonnu diskar kosta núna 3.800 (einfaldur) og 4.500 kr (tvöfaldur)! Þetta eru auðvitað geggjaðir diskar, en hver á að kaupa þetta? Ætli tvöfaldi verði ekki kominn í 5.000 eftir aðrar tvær vikur...
SvaraEyðaÓtrúlegt hvað Skífan heldur áfram að hækka þrátt fyrir stöðugt gengi síðan kringum áramót! Skítabúlla!
SvaraEyða