Það eru margar góðar ábendingar hjá þér um ýmsan praktískan sparnað.
Þegar maður var ungur og vildi vera ný-rakaður, fínn og strokinn með rétta rakspírann þá var vandamálið að allar þessar græjur kostuðu morð fé og gera það hugsanlega ennþá. Maður var alltaf í vandræðum með hvað þessar rándýru rakvélar kostuðu mikið og raksápan og rakspírinn kostaði einnig mikið.
Núna hef ég alveg snúið baki við rakspíra og öllu sem heitir raksápa amk þeirri sem rakvélaframleiðendur selja. Málið er að í þessari raksápu þeirra virðist vera einskonar vax sem sest á rakvélablöðin og stífla rifurnar á rakvélinni og þá er rakvélin ónýt. Heita vatnið nær ekki að skola úr þessu þetta vax eða hvað þetta er sem þeir virðast setja í raksápuna og virðist bara hafa þann tilgang að minnka líftíma rakvélanna.
Ef menn á annað borð vilja nota eitthvað til að gera kjammana sleipa fyrir rakvélina þá er best að nota sjampó sem þarf helst að vera náttúrulegt því þá er maður ekki að bera á sig einhverjar snyrtivörur sem gætu verið krabbameinsvaldandi.
En það sem ég geri í dag og kostnaður við rakstur hjá mér er í dag nær enginn er að ég kaupi eingöngu mjög ódýrar einnota rakvélar til dæmis BIC eða svipað. Með því að nota ekki raksápu þá endast þessar einnota rakvélar vikum saman. En kúnstin er að strax og maður er búinn í sturtunni að raka sig strax meðan maður er með vangana heita og volga og blauta úr sturtunni því þá rennur skeggið af án fyrirhafnar og rakvélin endist og endist. Sem sagt feiknalegur sparnaður í mjög einföldu verkefni á hverjum morgni auk þess sem maður er laus við að bera á sig einhverja erlenda raksápu sem kostar helling og gæti auk þess innihaldið krabbameinsvaldandi efni. Eiginlega mög líklegt að hættuleg efni séu í þessari sápu eins og í fjölda mörgum vörum sem fólk er að bera á sig.
En hér er um að ræða mikinn gjaldeyrissparnað og ef við sláum þessu upp í tölum þá eru ca hundrað þúsund karlar að raka sig daglega og hvert blað kostar ca kr. 700 sbr grein þína 3 júní 2009. Þetta gerir á dag kr. 70 milljónir fyrir landið og allt greitt í gjaldeyri og þá er rakspírinn og raksápan ekki innifalin. Ef menn nota blaðið tvisvar þá eru þetta 35 milljónir á dag og í 365 daga á ári þá eru þetta 12 milljarðar á ári. Með minni aðferð sparast því um 5 til 10 milljarðar á ári í rakkostnað hjá íslenskum karlmönnum auk þess að menn sleppa frekar við krabbamein ef þeir nota ekki raksápuna og rakspírann.
Bestu kveðjur,
Sigurður
Ég efast nú um að þeir hjá Herramönnum samþykki þennan póst! http://www.herramenn.is/
SvaraEyðaÞeir sem selja vörur eða þjónustu við rakstur vilja auðvitað ekki að menn komist upp með að raka sig fyrir ekki neitt. Herramenn selja til dæmis smá klípu af raksápu á kr. 2700 sem líklega bæði eyðileggu rakvélina hjá mannig og er nær örugglega á hættulista yfir krabbameinsvaldandi efni.
SvaraEyðaÉg rakst á þetta myndband um daginn þar sem er kennt að "brýna" venjulegar rakvélar með gallabuxum.
SvaraEyðaMacGyver bragð dagsins :)
http://www.youtube.com/watch?v=gjSkgz3-2Ig
Ég mæli endregið með Nivea Rakkreminu. Kostar um 200 kr túpan og besta raksturinn fæ ég með því að nota Rakkremið og rakbursta og lítið af rakkreminu og vatn þannig að hún freyðir. Raksturinn verður mun þægilegri og ódýrari.
SvaraEyðaOg Gillette blöðin eru að endast mér svona 15-20 skipti hvert(þyrfti að prófa gallabuxna aðferðina).
Hef alltaf rakað mig svona. Ódýrustu rakvélar og engin sápa. endist mánuðum saman.
SvaraEyðaÉg missti alla trú á einnota BIC þegar ég fékk prufusköfu í pósti frá framleiðandanum sem brotnaði við það að taka hana úr umslaginu.
SvaraEyðaÉg nota Gillette Mach 3 og passa að skola blaðið vel eftir rakstur því að aðal vandinn er vissulega gömul skegghár og hörðnuð sápa. Ég hef frekar mjúka skeggrót svo að bitið endist og endist.
Hef ekki mælt endinguna á blöðunum - en ég er ekki búinn að klára pakkann sem ég keypti í maí 2008. Ég efast um að það sé dýrara en einnota draslið.
gaman af þessari rakvéla og sápu dæmi.UM sl.áramót
SvaraEyðahætti ég að nota þessa rándýru 3 blaða gillette rakvélar og blöð,keypti mér einota rakvélar sem ég man ekkert hvaða tegund er,10 stk í pakka á 267 kr pakkinn,núna er ég síðustu vélinni og þær raka bara mjög vel(hætti að nota raksápu fyrir mörgum árum!P.s 267 kr mundi flokkast undir ekki okur!
Alveg sama hvað herramenn samþykkja og samþykkja ekki Dr Gunni. Ef menn selja rakvélar á 37þús þá finnst mér óþarfi að taka upp hanskann fyrir þá.
SvaraEyðawww.herramenn.is/verslun/index.php?target=products&product_id=85
/Nafni þinn
Mjög smart að leita að verðinu á dýrustu vörunni og byrja svo að drulla, stendur t.d. í lýsingunni; "Mjög vönduð rakvél, [...] framleiddir í takmörkuðu upplagi.", væntanlega er þetta eitthvað merkilegri framleiðsla en eitthvert Gilette plastdrasl.. Rakvél er ekki bara rakvél, þeir eru líka með rakvél á um 1000kallinn, svo það eitt og sér að þeir séu með aðra á 37 gerir þá ekki að okrurum.
SvaraEyðaÞað er nú bara einu sinni þannig að menn hika ekki við að bera saman epli og appelsínur hérna kokhraustir án þess að blikna!!!!!!!!!!!
SvaraEyða