laugardagur, 5. september 2009

Hæpið bleyjutrix í Krónunni

Við eigum tvö börn sem nota bleyjur og því telur það töluvert að fá þær á góðu verði. Auglýsing hjá Krónunni var vægast sagt villandi og að virðist sem það sé gert viljandi. Hægt er að sjá umrædda auglýsingu í tilboðsblaði Krónunnar. Þar auglýsa þeir Pampersbleyjur á 1.499 en ekki er möguleiki á að sjá stykkjafjöldann í auglýsingunni þar sem passað er upp á að bæði texti eða annar bleyjupakki sé fyrir þannig að ekki er hægt að sjá fjöldann með nokkru móti. Ég gerði mér sér ferð til að kaupa þar sem þetta hlyti að vera gott verð en annað kom í ljós. Þetta voru ekki nema 34 bleyjur í pakkanum sem gerir 44 kr stykkið en sambærilegar bleyjur sem eru ekki á tilboði í Bónus eru á u.þ.b. 37 kr stykkið en reyndar í stærri pakkningu. Í raun er mér sama um verðið þar sem ég þarf ekki að versla við Krónuna frekar en ég vil en að passa upp á að ég sjái ekki fjölda bleyja í pakka og að vera hreinlega plataður til að keyra auka ferð fyrir þetta finnst mér til marks um lélega viðskiptahætti. Ég held að ég hvíli Krónuna í bili þegar ég versla á næstunni.
Virðingarfyllst,
Valdimar Hjálmarsson

6 ummæli:

  1. Ef að vel er að gáð er hægt að sjá glitta í þessa tölu á pakkanum lengst til hægri fyrir neðan stærðartöluna. Svo hefði nú verið einfalt mál að hringja bara í verslunina ef að þessi vara var eina ástæðan fyrir ferð þinni þangað.

    SvaraEyða
  2. Já milið hefur breyst á örfáum árum,í okt 2007 eignaðist ég mitt 1 barn og keypti þá pampers bl.
    og kostaði þá stk 21 kr,svo hefur margt breyst,nú nota ég bara pampers á nóttunni(v/rakadrægni) en
    V.I.P bleyjur frá krónunni sem kosta í dag 30 kr stk á móti 39 kr á pampers(munar ekki mjög miklu en samnast þegar saman kemur)

    SvaraEyða
  3. Sæll Valdimar og aðrir ágætir lesendur.

    Takk fyrir að versla í Krónunni.

    Ég verð að gera athugasemd við ofangreindan samanburð enda ekki alveg nægjanlega nákvæmur til þess að vera sanngjarn.

    Stykkjaverð á auglýstum bleium þ.e. Pampers Simply dry (ný tegund af Pampers) í Krónu er eftirfarandi:

    Midi 48stk í pakka: verð 1499/48= 31,22 kr stk
    Maxi 40stk í pakka: verð 1499/40= 37,47 kr stk
    Junior 34stk í pakka: verð 1499/34= 44,08 kr stk

    Í ofangreindum samanburði var verð í Bónus á magnpakkningum var síðan Maxi stærð borið saman við Junior sem er auðvitað ekki alveg sama varan.

    Bónus:
    Midi 32,-kr
    Maxi 37,-kr
    Maxi+ 39,-kr
    Junior 42,-kr

    sömu vörur í samskonar pakkningar stærðum kosta í Krónu verslunum

    Midi 33,-kr
    Maxi 37,-kr
    Maxi+ 39,-kr
    Junior 41,-kr

    Magnpakkningar sem Valdimar vísar til eru því einnig fáanlegar í Krónunni og óþarfi að fara aukaferð í Bónus eftir þeim.

    Ekki var ætlun að blekkja eða gefa misvísandi upplýsingar í auglýsingu. Eingöngu auglýsa nýja Pampers bleiur á hagstæðu verði í litlum pökkum.

    bkv,
    Viðar Örn, Innkaupastjóri þurrvöru hjá Kaupás.

    SvaraEyða
  4. Af hverju kemur ekki fram stykkjafjöldi í pakka í auglýsingunni?

    SvaraEyða
  5. Kaupa bara taubleyjur og málið er dautt :)

    SvaraEyða
  6. ódýrustu Pampers bleyjur fást að jafnaði í Fjarðarkaupum

    SvaraEyða