Systir mín var á ferðalagi í óbyggðum fyrir stuttu síðan. Í Hrauneyjum er veitingarekstur eins og flestum er kunnugt og pantaði hún sér kjötsúpu sem kom ásamt einni brauðsneið, þurri, en ekkert kjöt var sjáanlegt í súpunni,.
Hún lét sér þetta þó vel líka og súpan var í sjálfu sér ágæt svo langt sem það náði, en dýrt fannst henni drottins orðið þegar reikningurinn birtist: Tvö þúsund krónur kostaði dýrðin. Sjálf borðaði ég kjötsúpu- með kjöti í og nógu af brauði með, í Borganesi, fyrr í sumar, á stað sem hefur haft þessa ágætisfæðu á matseðli sínum til margra ára, og greiddi ég fyrir hana tæpar ellefu hundruð krónur og fannst það mjög sanngjarnt.
Kannski gestgjafinn í Hrauneyjum noti evrur í sínum útreikningum, þó manni finnist krónur passa betur fyrir okkur Íslendinga enn sem komið er.
Er sammála öðrum sem hafa tjáð sig hér á síðunni um að íslensk vara í verslunum er allt of dýr og fólk kinokar sér við að kaupa hana og velur fremur innfluttar vörur. Finnst kaupmönnum ekkert athugavert við það ? Að íslenskt hækki meira en erlent er ekki eðlilegt í dag. Þeir ættu að skammast sín.
Edda
Þetta er mjög lélegt en furðulegt þykir mér að kvarta ekkert yfir því að ekkert kjöt hafi verið sjáanlegt í KJÖTsúpunni...
SvaraEyðaÞað er í tísku að láta taka sig í óæðri endan og koma svo hingað á Okursíðuna og kvarta ÞÁ FYRST!!!!!!!!!
SvaraEyðaStundum pælt í rétti fólks í svona. Segjum að ég setjist á einhvern veitingastað. Ég auðvitað fæ matseðil og skoða verðin og sé þá einhvern rétt sem hljómar vel á blaði. Svo þegar hann er afgreiddur kæmi t.d. í ljós að þessi réttur væri svona 100 grömm og værði verðlagður á 2500kr.
SvaraEyðaBer manni virkilega skylda til að borga matinn þá eða er það á ábyrgð veitingarstaðarins að hafa réttina það bjóðanlega að fólk hreinlega labbi ekki út eftir að hann er matreiddur.
Auðvitað yrði maður að borga ef maður borðaði 100grömmin :D
Ef þú pantar þér kjötsúpu í vegasjoppunum, þá skaltu biðja um að fá að sjá hana, áður en gengið er frá viðskiptunum. Eins og karlinn sagði " eitt er kjötsúpa, en hitt getur þú étið sjálfur"
SvaraEyða