þriðjudagur, 15. september 2009

Nýja bókin hans Dan Brown

Nýja bókin frá Dan Brown (The Lost Symbol) er auglýst á 4000 kall í Eymundsson í forsölu (venjulegt verð er sagt 5000 en hún hefur ekki verið í sölu þannig að venjulegt verð er ekki til) en bókin kostar 10.5 pund eða 2000 kall hjá Amazon í Englandi (og þar er hún líka með smásöluálagningu) og það sama í USA eða $16.
Tek fram að um enska útgáfu er að ræða, þ.e.a.s. ekki skýrir þýðingarkostnaður verðmuninn. Tvöfalt verð vegna álagningar er ótrúlegt.
Bókin hjá Eymundsson
Hjá Amazon UK
hjá Amazon USA
Benedikt

5 ummæli:

 1. án þess að mér sé málið skilt þá langar mig að benda á að hér er verið að bera saman verslanir sem selja miljón eintök vs. þúsund eintök. þannig mætti sá sem þetta skrifar vel taka fram að verðið á amazon í bandaríkjunum gefur 46% afslátt af vörunni og núna þegar þetta er skrifað gefur amazon í bretlandi 76% afslátt af vörunni og kostar bókin nú 4,99 pund. þessi síða er ótrúlega skemmtileg sérstaklega hvað margt af því sem hér er skrifað er ótrúlega vitlaus samanburður, mætti jafnvel tala um epli og appelsínur í því sambandi.

  ég bý erlendis og mikið af því sem sagt er á þessari síðu ætti mun betur heima á roflsidan.blogspot.com íslendingar búa við gríðarlega gott úrval af verslun og þjónustu jafnvel betri en í mörgum löndum sem ég hef búið í, sem þarf vart að taka fram að eru flest mun fjölmennari en ísland.

  kv.
  rúnar

  SvaraEyða
 2. Sammála vanda dæmin

  SvaraEyða
 3. Gott mál, allir að muna bara að versla við amazon þá.

  SvaraEyða
 4. Play.com eru með fría heimsendingu til Íslands og hún kostar £9.49/€12.49. Oftast er tollurinn ekki að taka vask+tollmeðferðargjöld af bókum frá play.com, þó þeir taki það af DVD diskum.

  Varúð - þeir senda hvert stykki sér, ekki allt í einum kassa eins og Amazon. Ef það eru pantaðir 5 DVD diskar fær maður líklega 5 pakka og 5 tollmeðferðargjöld.

  SvaraEyða
 5. Í þessu tilfelli hefur bókin sennilega verið sett á tilboð um leið og hún kom út og þess vegna er hún á 4000 en almennt verð 5000 kr. Hún mun sem sagt sennilega hækka seinna upp í 5000.

  SvaraEyða