þriðjudagur, 8. september 2009

Klikkað verð á prentarahylki

Hvað er eiginlega að gerast með þessi prenthylki? Í fyrsta skipti síðan bankar hrundu varð ég kjaftstopp. Ég fór í EJS til að kaupa mér hylki í heimilisprenntarann sem er XEROX 6180. Í honum eru fjögur hylki og mig vantaði eitt. Góðan daginn, þegar mér var rétt það yfir borðið ... kr. 48.500.- stykkið, já STYKKIÐ.
Þannig að þessi hlyki í prentaran kosta sem sagt rétt um 200.000.- Eg átti nú ekki orð og hann stendur hér enn heima og vantar enn í hann hylkið. Ég keypti þennan prentar í EJS í nóv 2008 á kr. 36.000.-
Hvað er eiginlega að gerast í þessu, það þarf enginn að segja mér þrátt fyrir gengið okkar að þetta sé verð sem endurspeglar framleiðslukonstnð og flutning á þessu hylki.
Bestu kveðjur,
Ágúst Kr.

7 ummæli:

 1. Pantaðu þetta sjálfur að utan. Færð hylki með meiri tóner í og á betra verði.

  Hylki í litalaser prentara voru að kosta um og yfir 100 þús. kallinn fyrir hrun þannig þetta er ekkert óeðlilegt verð þannig séð.

  SvaraEyða
 2. Kostar innan við $100/£90
  http://lmgtfy.com/?q=XEROX+6180+cartridge

  SvaraEyða
 3. Kaupa bara nýjan prentara, hann er ódýrari en eitt hylki...

  SvaraEyða
 4. Kíkti inn á Ebay og fann eftirfarandi.:
  Xerox Phaser 6180 Toner Refill Full Set w/ reset chips Buy It Now £129.99

  SvaraEyða
 5. Hylki í prentara eru yfirleitt mjög dýr (sérstaklega Xerox og Dell) enda eru tækin sjálf mjög ódýr og þarf framleiðandinn að vinna þann kostnað upp. Reglan er að ódýr prentari er dýr í rekstri. Það má svo ekki rugla saman endurunnum hylkjum og nýjum orginal en á þeim er auðvitað verulegur verð- og gæðamunur.

  SvaraEyða
 6. Kaupa bara canon prentara. Þeir eru bæði ódýrir og hylkin líka!!

  SvaraEyða
 7. 6180 kostar $600 í USA = 93þ m/vsk án flutnings. Er með eins tæki og ekki sáttur, ræddi við aðila hjá EJS og hann tjáði mér að þeir hefðu selt þessa prentara á bingó tilboði á sínum tíma - fengu gám af þessu á slikk. Í dag eru þeir svo að selja tónerinn á sínu innkaupsverði í óánægða kúnnana og ekkert sáttir við stöðuna sjálfir. Gengið eitt og sér búið að hækka þetta um 100%. P.s þekki aðila með Canon litalaser sem fékk reikning upp á 220þ fyrir 4 hylki í nettan litalaser. svo þetta er ekkert bundið við Xerox eða Dell.

  SvaraEyða