þriðjudagur, 8. september 2009

Óeðlilegt verð á Kristal

Ég versla stundum í Bónus og nánast undantekningalaust kaupi ég 2l Kristal. Fyrir rúmum tveimur vikum keypti ég flöskuna á 149 kr. í Bónus í Kringlunni, viku seinna keypti ég flöskuna á 169 kr. í Bónus vestur í bæ og nú síðast á föstudaginn fór ég í Bónus við Hallveigarstíg og borgaði 198 kr. fyrir stykkið! Finnst einhverjum þetta eðlileg hækkun?!
Kv, Kolbrún Hlín

7 ummæli:

 1. Kannski sykurskattur ögmundar? Þar t.d hækkaði allt sykurlaust gos og Sódavatn!

  SvaraEyða
 2. Svo er spurning hvort maður hætti ekki að kaupa átappað íslenskt vatn sem rennur frítt úr krananum hvort eð er! Græðgin í kringum átappað vatn nær engri átt!

  SvaraEyða
 3. þetta með að kaupa átappað vatn er rétt enda myndi ég aldrei kaupa "still water" á Íslandi en Kristall er sódavatn með bragðefni... kannski spurning að kaupa SodaStream tæki. Ætli það borgi sig?

  kv, Kolbrún Hlín

  SvaraEyða
 4. Sykurskattur Ögmundar (Ömmatollurinn) gekk í gildi 1. september. Og hann hefur reyndar ekkert með sykur að gera lengur.
  En skatturinn leggst ekki á vörur sem eru þegar komnar í búðir - bara þær vörur sem koma í búðir eftir mánaðamótin.
  En getur það verið að Bónus/Hagkaup/Hagar séu búnir með ALLAR sínar birgðir - strax 4. september? Er það ekki frekar ótrúlegt?
  Þetta mætti kanna nánar. Og auðvitað hjá fleirum.

  SvaraEyða
 5. Verðlagning í Bónus er alveg kapítuli út af fyrir sig, verð á svona vöru getur rokkað til um tugi króna eftir því hvað er að gerast, ekki bara hjá þeim, heldur líka annars staðar.. gæti t.d. verið að 198 sé verðið með þeirri álagningu sem þeir vildu helst hafa (kæmi ekkert á óvart m.v. að algengt verð í "fínu" búðunum er um 230-250kallinn), hin gætu verið annað hvort tilboð auglýst af þeim sjálfum, eða svar við tilboði hjá Krónunni eða Hagkaupum.. Þeir mega ekki borga með vörunni (allavega ekki nema það sé tímabundið og vel auglýst tilboð), en þeir mega fara alveg niður undir kostnaðarverð til að líta betur út í samanburði við samkeppnisaðila, en leggja svo á nær gróðamarki þegar þeir þurfa ekki að kýla verðið niður til að fylgja mottói sínu um að vera alltaf ódýrastir..

  SvaraEyða
 6. Kolbrún Hlín: Já það margborgar sig að kaupa Sodastream tæki. Ég keypti eitt slíkt og það var mjög fljótt að borga sig upp. Við enduðum á því að nota alltaf minna og minna gos í vatnið og þetta breytti neysluvenjunum mjög til batnaðar, svo ekki sé minnst á flöskufjallið sem hvarf úr geymslunni;)

  Kveðja
  Hólmfríður Gestsdóttir

  SvaraEyða
 7. Fór í Bónus áðan og keypti Kristal nú á 185 krónur. En get sagt það að áður keypti ég alveg kippu af 2 lítra fyrir vikuna en kaupi þetta orðið bara spari fyrir helgar, enda kaupi ég nánast ekkert annað gos orðið.

  SvaraEyða