miðvikudagur, 2. september 2009

Sultuhleypir

Mig vantaði sultuhleypi með hraði í síðustu viku, fór í Melabúðina og
keypti eitt bréf af Melatin (rautt) á 369!!! kr.
Keypti annað bréf í Bónus í gær, nákvæmlega sömu vöruna á 198 kr.
Munurinn milli þessarra tveggja búða er 171 kr.
kv. RH

6 ummæli:

  1. Munurinn á gerð,þjónustu og opnunartíma. Hægt að ganga að því vísu að allir tali íslensku. Boðin góðan daginn á daginn og góða kvöldið á kvöldin en ekki góðan daginn allan daginn eins og í sumum verslunum(ef manni er á annað borð heilsað).Þjónustan er persónulegri,meira vöruúrval,ekkert stress í gangi,fólk hittist þar og spjallar um daginn og veginn án þess að fá það á tilfinningunni að það sé fyrir öðrum í þeirra stressi. Og svona mætti lengi telja. Getur ekki einu sinni farið í Hagkaup og verið viss um að finna starfsmann sem talar íslensku(heyrði eitt slíkt dæmi í gærkvöldi).

    Ég ætti kannski bara að koma með okurdæmi úr Bónus og kvarta yfir því að vörur séu alltof dýrar m.v. lélega/enga þjónustu,ópersónulegt viðmót og oft á tíðum vöntun á starfsfólki sem talar íslensku.

    SvaraEyða
  2. Ég held samt að gér sé um legit OKUR að ræða .. Munur á þjónustustigi á ekki að geta réttlætt næstum helmingsmun. Minnir t.d. að þessi bréf kosti rétt um 250 kallinn í Hagkaup, sem er sambærilegur kostur við Melabúðina, jafnvel þægilegri þar sem manni býðst að snúa við ef maður gleymdi einhverju framar í búðinni ;)

    SvaraEyða
  3. Nenni ekki þessu rugli en Hagkaup er sko ekki sambærilegur kostur við Melabúðina. Nær væri þá að bera saman Melabúðina og Fjarðarkaup.

    SvaraEyða
  4. Þetta er nú ekki svo mikið rugl, þetta er um það bil 80% dýrara í melabúðinni. Held að það sé nú gáfulegra að velja ódýrari kostinn þótt að mögulega sé ekki íslendingur á kassa, styttri opnunartími og aðeins meira stress.( Það fara ekki allir í búðina til þess að spjalla, flestir fara nú bara í búðina til þess að versla inn á sem hagkvæmasta hátt) Ef þú kaupir í matinn fyrir 100000 kr í mánuði hvað helduru að þú sparir mikið með því að versla í bónus?

    SvaraEyða
  5. Já en þetta er kostur sem er í boði og annaðhvort veluru hann eður ei. Þessi verslun er bara ekki að bjóða upp á það sama og Bónus. Í gvuðana bænum hvort sem þið viljið spara eða fá meiri þjónustu skiptir ekki nokkru máli þá allavegana bera saman sambærilegar verslanir.

    SvaraEyða
  6. Sammála síðasta ræðumanni. Sumir vilja versla í rólegheitum og borga aðeins meira, hvort sem búðin heitir Melabúðin, Hagkaup eða Fjarðarkaup, aðrir halda þéttar um pyngjuna og versla ódýrar í stressinu í Bónus... en ef kvarta á yfir okri er bara common sens að miða við aðrar búðir með svipað þjónustustig. Nafnlaus #2 hjálpar reyndar til með ða koma með verðið í búð með svipað þjónustustig og bakka okrið upp, sem er vel :)

    SvaraEyða