föstudagur, 25. september 2009

Plastpokar fyrir brjóstamjólk

Ég fór í Lyf og Heilsu áðan og ætlaði að kaupa þartilgerða plastpoka fyrir brjóstamjólk svo ég gæti sett hana í frystirinn og geymt, en hætti snarlega við þegar ég sá verðið á þessari vöru. 20 pokar frá Medela 3780kr eða 25 pokar frá Lansinoh á 1995kr.- er þetta eðlilegt????
Kveðja, Guðný

14 ummæli:

  1. eins og oft hefur komið fram á þessari síðu þá er lyf og heilsa okurbúllur og ætti hver heilvita maður að sneiða fram hjá þeim búllum,nog er nú til að þessum blessuðum apótekum!

    SvaraEyða
  2. Pokarnir eru nú ekki mikið ódýari í Lyfjaveri. Ég keypti þá á um 3000 kr fyrir tæpu ári og mér þykir ekki ólíklegt að þeir hafi hækkað eitthvað síðan þá.

    Edda

    SvaraEyða
  3. það eru nú til fleiri apotek en Lyfjaver!

    SvaraEyða
  4. Ég held því miður að verðið sé svipað annarsstaðar. Ég sá hinsvegar ábendingu annarsstaðar um að ætli maður bara að frysta brjóstamjólk til að eiga einstaka sinnum (1x-4x í viku) þá sé miklu sniðugra að kaupa auka pela (án túttu) sem má frysta, og þetta hefur gagnast mér mjög vel.
    4 stk. Lansinoh geymslupelar kosta t.d. 1775 kr. hjá Móðurást í Kópavogi (www.modurast.is)

    GH

    SvaraEyða
  5. Ég og konan mín eignuðumst son fyrir ekki alls löngu. Stundum er það þannig að móðirin er ekki heima þegar drengurinn á að borða og þá grípum ég einmitt í frosnu brjóstamjólkina sem við geymum klakapokum sem við kaupum útí búð.

    SvaraEyða
  6. Langar að benda á að það er líka hægt að sótthreinsa hvaða glerílát sem er ( t.d. undan krukkumat) með því að láta það sjóða í amk 10mín. Það þarf því ekki að kosta neitt að geyma brjóstamjólk.

    SvaraEyða
  7. Eða nota þessa venjulegu klakapoka sem fást í öllum stórmörkuðum á 100-200 kr. pakkinn.

    SvaraEyða
  8. Lyfjaver kemur yfirleitt vel út úr verðkönnunum og þess vegna fór ég þangað til að kaupa mína brjóstamjólkurpoka. Mér fannst verðið hins vegar í hærra lagi en keypti pokana engu að síður þar sem ekki er mælt með því að geyma brjóstamjólk í venjulegu plasti eins og er t.d. í klakapokum. Eftir á að hyggja hefði ég betur notað tóm glerílát, góð ábending.

    Svo verð ég að segja að mér finnst viðmót margra notenda þessarar ágætu síðu orðið frekar þreytt (og oft á tíðum dónalegt). Hvernig væri að sleppa þessum þras-kommentum og hefja neytendaumræðuna á aðeins hærra plan.

    Edda

    SvaraEyða
  9. Edda hvernig væri að byrja á réttum enda og byrja á því að koma með dæmi sem eru til þess fallin aö hefja umræðuna upp á hærra plan!!!!!!!

    SvaraEyða
  10. Alls ekki nota klakapoka fyrir brjóstamjólk! Ungabörn eru viðkvæm fyrir eiturefnum sem eru í plasti. Það er ástæða fyrir því að það eru framleiddir spes brjóstamjólkurpokar og það er ekki bara peningaplokk.

    SvaraEyða
  11. Guðný mín. Hvernig dettur þér í hug að fara í Lyf og heilsu? Það er ekki nóg með að það sé dýrasta apótekið, heldur er það í eigu Karls Wernerssonar eins og Apótekarinn og Skipholtsapótek. Hver hefur áhuga á að styðja hann?
    Það er til nóg af öðrum apótekum, sem ekki eru í eigu útrásarvíkinga eins og t.d. Rima apótek, Garðs apótek, Reykjavíkur apótek, Lyfjaval, Lyfjaver og Laugarnesapótek.

    SvaraEyða
  12. èg tek undir svar Nafnlauss. Einnig eru brjóstamjólkurpokarnir með sèr hùðun sem kemur ì veg fyrir að öll fitan sem er ì brjòstamjòlkinni verði eftir ì pokanum og tel èg hana nokkuð mikilvaegan part af brjòstamjòlkinni.
    Kv. Nafnlaus lìka.

    SvaraEyða
  13. Hér er hægt að kaupa 75stk af Lansinoh brjóstamjólkurfrystipokum á tæpa 15 dollara. Þrátt fyrir sendingarkostnað og toll þá er það mun ódýrara en út úr íslenskri okurbúð.

    http://www.amazon.com/Lansinoh-20435-Breastmilk-Storage-25-Count/dp/B001EPQ1QW/ref=sr_1_1?ie=UTF8&s=baby-products&qid=1257243799&sr=8-1

    SvaraEyða
  14. 10 stykki Medelapokar kosta i Hollandi 15 evrur sem er alltof dýrt til daglegrar notkunar.
    Örugt og ódýrt ráð er að frysta mjólkina fyrst i klakabakka með þéttri plastfilmu utanum. Þegar mjólkin er frosin, tekuru hana úr bakkanum og setur í þykka frystipoka með þrystirennilál og merkimiða. Við þetta helst gott hreinlæti og ekkert fitutap. Ef þú veist hvað margir ml eru i hverjum klaka geturu verið hagsýn með að þýða passlega marga klaka i eina máltið.
    Brjóstagjafaserfræðingur.

    SvaraEyða