fimmtudagur, 24. september 2009

Tölvutilboð Vodafone

Vildi benda á tölvu tilboð frá Vodafone á Íslandi en vélin hér á Íslandi kostar hjá þeim kr. 165.600,- (miðað við 24 afborganir og með 3g áskrift!). Sama vél í DK kostar Dkr. 2.590 (dell.dk), sem er um Ikr 63.252. Mikilvægt að fólk frétti af þessu og skelli sér frekar til Danmerkur fyrir mismuninn. Flug og gisting í þrjá daga Köben fylgir vélinni í DK !

Tilboð Vodafone á Íslandi:

Tilboð Dell í DK:

Bestu kveðjur,
Halldór

9 ummæli:

  1. Ég verð að taka upp hanskann fyrir Vodafone hérna. Þessi samanburður hjá þér er út í hött svo ekki sé minna sagt

    Verðið 165.600 er með 3G áskrift og er því ekki samanburðarhæft, það kemur skýrt fram á síðunni að staðgreiðsluverð vélarinnar er 109.900.

    Einnig á linknum í DK þá tekurðu ódýrustu vélina, vél sem er ekki sú sama og Vodafone selur.
    Sama vél kostar 3.290 danskar sem gerir ca 80þúsund.

    Verðmunurinn er því c.a. 30 þús. Ekki 100 þús eins og samanburðurinn gefur til kynna.

    SvaraEyða
  2. Hann segir að þetta sé með greiðslum á 24 mánuði og 3g áskrift... og er 30 þúsund ekki nóg til að gráta yfir?

    Einnig kostar talvan í raðgreiðslum 117.301 og það þýðir ef sami verðmunur er enn á tölvunum í raðgreiðslu að 3g áskriftin kosti þig bara litlar 18.299 krónur.

    Einnig hægt að benda á að þetta eru 36 mánaða greiðsludreifin í danmörku og því oftar hærri vextir en samt virðist þetta vera ódýrara eða sem mundar 48299 eða ef við ætlum að vera smámuna söm þá er það 46300 verðmunur án 3g áskriftar.

    SvaraEyða
  3. Uff, alger óþarfi að flækja þetta svona, ég vildi sýna einfaldan samanburð á staðgreiðsluverði. Ef ég skrepp til DK er ég varla að fara að nota raðgreiðslur.

    Ég er ekki að segja að 30 þús sé ekkert, enn það er skömminni skárra en 100 þús ekki satt.

    SvaraEyða
  4. Mig langar bara að segja að vodafone er glæpafyrirtæki sem allir ættu að hætta viðskiptum við!!! Ég hef MJÖG slæma reynslu af þeim!

    SvaraEyða
  5. Ásdís, trúum þér bara án þess að þú komir með nokkur rök til að styðja við. Vel gert.

    Svo áttu að borga tolla af þessari vél þegar þú kemur til landsins.

    SvaraEyða
  6. Það er reyndar ekki tollur af tölvuvörum, en með réttu á að borga vsk

    SvaraEyða
  7. Það er tollur af fartölvu í heild ef hún er með skrifara í. Stef menn vilja sinn snúð.

    SvaraEyða
  8. Vodafone er glæpafyrirtæki sem hefur kerfisbundið drepið lítil þjónustu og samkeppnisfyrirtæki. Þar eru Síminn og Vodafone samstíga í að kæfa allt sem heitir samkeppni og halda uppi okurþjónustu til neytenda. Hjá Vodafone er Gestur Gestsson titlaður sem framkvæmdastjóri tæknisviðs en starfar sem böðull fyrir auðróna. Illa rekin glæpabúlla sem hefur troðið á heilbrigu viðskiptalífi og neytendum. Það gleymdist að moka út flórinn á þeim bæ þegar milljarðar voru afskrifaðir af skuldum þeirra, hvers vegan er enn sama glæpahyskið við stjórnvölinn þar enn ?.. ógeðslegt !

    SvaraEyða
  9. Er svo ekki taxfree í danmörku til að veg á móti?
    Alvöru símafyrirtæki á norðurlöndum gefa svona tölvur gegn 3G áskrift.

    SvaraEyða